Víkurfréttir - 20.01.2021, Blaðsíða 18
Gert er ráð fyrir að Sjóarinn síkáti fari fram í Grindavík
4.–6. júní næstkomandi. Mikil óvissa er hvernig skipulagi
hátíðarinnar verður háttað. Sviðsstjóra frístunda- og menn-
ingarsviðs Grindavíkur hefur verið falið að halda áfram
vinnu við undirbúning og upplýsa frístunda- og menn-
ingarnefnd um gang mála.
Menningarvor í Grindavík 2021 mun
fara fram í mars og apríl með óhefð-
bundnum hætti. Á síðasta fundi frí-
stunda- og menningarnefndar var
rætt um fyrirkomulag og tillögur að
viðburðum. Sviðsstjóra var falið að
vinna málið áfram.
Rökkurró í Grindavík í febrúar
Í byrjun febrúar stefna Grindvíkingar að því að brjóta upp hversdaginn,
njóta samveru með fjölskyldunni, upplifa umhverfi sitt með öðrum hætti
og hvíla raftækin. Íbúar eru hvattir til að skipuleggja eða koma með til-
lögur að viðburðum í dagskrá sem nefnist Rökkurró í Grindavík. Þemað í
ár er ljós og myrkur.
„Sendið okkur skilaboð gegnum Facebook-síðu Grindavíkurbæjar eða
á netfangið eggert@grindavik.is. Dagskrá verður dreift í hús í byrjun
febrúar,“ segir á vef Grindavíkurbæjar.
Nýr sjávarréttaveitingastaður
opnar í Keflavík
Fiskbarinn heitir nýr veitingastaður sem opnaði á föstudag á
Hótel Bergi sem er við smábátahöfnina í Reykjanesbæ.
Landsþekktur matreiðslumeistari, Hákon Örn Örvarsson,
er yfirkokkur á staðnum. Staðurinn rúmar um 30 matargesti
og starfsfólk staðarins beið spennt eftir því að taka á móti gestum
þegar ástandið hefur batnað, segir í frétt frá Fiskbarnum.
„Á þessum síðustu og verstu hefur starfs-
fólk Hótel Berg sannarlega nýtt tímann vel.
Í samvinnu við HAF studio hefur veitingsal
hótels ins verið breytt í nýjan og spennandi
veitingastað. Staðurinn ber nafnið Fisk-
barinn og leika sjávarréttir og grænmeti úr
næsta umhverfi lykilhlutverk á níu rétta
matseðli. Framboðið verður síbreytilegt eftir
árstíðum og byggt á því sem ferskast er og
best hverju sinni. Við matargerðina sækir
meistarakokkur Fiskbarsins víða innblástur
en útkoman er engu lík.
Yfirkokkur Fiskbarsins er enginn annar
en Hákon Már Örvarsson, matreiðslu-
meistari og brons Bocuse d‘Or verðlauna-
hafi. Hákon var áður yfirkokkur á veitinga-
staðnum Vox hefur auk þess að starfað á
veitingastað Hótel Holts og Michelin-veit-
ingastaðnum Lea Linster í Luxemborg,“
segir jafnframt í frétt Fiskbarsins.Hákon Már Örvarsson,
matreiðslumeistari.
Sjóarinn síkáti 2021
verði haldinn í júní
– og menningarvor í mars og apríl
Páll Óskar kann að búa til stemmningu.
Þeir eru
girnilegir
réttirnir sem verða
í boði á Fiskbarnum.
Hlutafé Isavia aukið um
fimmtán milljarða króna
– Mannaflsfrekar framkvæmdir hefjast á þessu ári
Gengið var frá fimmtán milljarða króna hlutafjáraukningu á hluthafafundi
Isavia sem haldinn var 12. janúar. Hlutafjáraukningunni er ætlað að mæta
rekstrartapi vegna Covid-19 og gerir hún félaginu kleift að hefja vinnu
við uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli á ný. Ljóst er að ákvörðunin um að
auka hlutafé í Isavia skapar fjölda nýrra starfa á framkvæmdatímanum,
þar með talið strax á þessu ári.
„Það er gríðarlega mikilvægt að við
verðum reiðubúin þegar flugumferð
verður orðin álíka og fyrir heims-
faraldur. Fram að því getum við
ráðist í framkvæmdir sem miða að
því að gera Keflavíkurflugvöll sam-
keppnishæfari en áður. Það skilar sér
til þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem
starfa á flugvellinum og ferðaþjón-
ustunnar í heild,“ segir Sveinbjörn
Indriðason, forstjóri Isavia. „Það er
ljóst að við hjá Isavia getum lítið gert
til að hafa áhrif á það hvenær ferða-
takmörkunum í heiminum verður
aflétt en við getum haft mikil áhrif
á það hvernig okkur reiðir af á kom-
andi árum. Það má ekki gleyma því
að hlutafjáraukningin veitir okkur
líka svigrúm til að mæta mismun-
andi sviðsmyndum út úr Covid-19 og
á sama tíma auðvelda flugfélögum að
hefja flug á ný þegar þar að kemur,
m.a. með markaðsstuðningi. Okkur
er falin mikil ábyrgð að sinna einum
af lykilinnviðum landsins og við
ætlum okkur að standa undir þeirri
ábyrgð.“
Fyrirhuguðum framkvæmdum
á Keflavíkurflugvelli er ætlað að
styrkja samkeppnishæfni flugvall-
arins og tengistöðvarinnar með því
að bæta þjónustu við viðskipta-
vini, bæta aðstöðu flugvéla og far-
þega, stytta afgreiðslutíma og auka
þannig afköst og skilvirkni hans.
Áætlanir gera ráð fyrir að þeim
framkvæmdum, sem fyrirhugað er
að ráðast í að svo stöddu, verði að
fullu lokið árið 2025.
Fyrirhuguðum framkvæmdum á
Keflavíkurflugvelli er ætlað að styrkja
samkeppnishæfni flugvallarins og
tengistöðvarinnar með því að bæta þjónustu
við viðskiptavini, bæta aðstöðu flugvéla
og farþega, stytta afgreiðslutíma og
auka þannig afköst og skilvirkni hans.
18 // vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM Í 40 ár