Víkurfréttir - 17.03.2021, Blaðsíða 4
Bílaviðgerðir
Smurþjónusta
Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979
www.bilarogpartar.is
Rétturinn
Ljúengur
heimilismatur
í hádeginu
Opið:
11-13:30
alla virka daga
Einnig birt á www.naudungarsolur.is
Framhald uppboðs á eftirfarandi
skipi verður háð á skrifstofu
sýslumanns, Vatnsnesvegi 33,
Keflavík, sem hér segir:
BENSI, GK, Gullbringusýsla,
(FISKISKIP), fnr. 1957, þingl. eig.
Ingi Þorgrímur Guðmundsson,
gerðarbeiðandi Skipasmíðastöð
Njarðvíkur hf., þriðjudaginn 23.
mars nk. kl. 09:00.
Framhald uppboðs á eftirfar-
andi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Vatnsnesvegur 34, Keflavík, 50%
ehl. gþ., fnr. 209-1156, þingl. eig.
Baldvin Rafn Steinsson, gerðar-
beiðandi Sýslumaðurinn á Norður-
landi ves, þriðjudaginn 23. mars nk.
kl. 09:30.
Faxabraut 12, Keflavík, fnr. 208-
7403, þingl. eig. Monika Katarzyna
Malkowska, gerðarbeiðendur Hús-
næðis- og mannvirkjastofnun og
Faxabraut 12, húsfélag og Vátrygg-
ingafélag Íslands hf., þriðjudaginn
23. mars nk. kl. 09:45.
Sýslumaðurinn
á Suðurnesjum
15. mars 2021
uPPbOð
Fimmtudaginn 17. mars 2011 mættu 7 ungmenni til vinnu í nýju virkniúrræði sem stofnað
hafði verið á Smiðjuvöllum 5 í Reykjanesbæ. Um var að ræða Fjölsmiðju líka þeirri sem
stofnaðar höfðu verið í Reykjavík og á Akureyri og voru að danskri fyrirmynd. Fjölsmiðjan á
Suðurnesjum hafði reyndar verið stofnuð 7. september haustið áður en formleg starfsemi
hófst þennan dag. Dagskrá fyrsta dagsins var að fara með nemana til Reykjavíkur þar sem
þau skoðuðu Fjölsmiðjuna á höfuðborgarsvæðinu og borðuðu saman. Daginn eftir hófust
þau svo handa, ásamt tveimur verkstjórum og forstöðumanni, við að standsetja húsnæðið
sem áður hafði hýst Húsasmiðjuna og laga það að nýjum þörfum. Í maí sama ár opnaði svo
nytjamarkaðurinn Kompan í nýja húsnæðinu.
Markmið og tilgangur Fjölsmiðj-
unnar er samkvæmt skipulagsskrá
hennar meðal annars að hjálpa ungu
fólki á aldrinum 16-24 ára að finna
sitt áhugasvið, öðlast starfsreynslu
og þar með auka möguleika þess í
atvinnulífinu eða í námi. Lögð skal
áhersla á virkni, hagnýta vinnu,
faglega verkþjálfun og auka þannig
sjálfstraust unga fólksins og und-
irbúa það fyrir þátttöku á almennum
vinnumarkaði og í frekara námi.
Nánast frá fyrsta degi lá það fyrir
að starfsemi nytjamarkaðarins
Kompunnar myndi flytjast frá
Suðurnesjadeild Rauða krossins til
Fjölsmiðjunnar. Eins lá nokkuð beint
við að boðið yrði upp á þvott og bón
á bílum líkt og gert er í hinum fjöl-
smiðjunum í Kópavogi og á Akureyri.
Þá var horft til þess að reka eldhús
sem gæti selt mat til utanaðkomandi
viðskiptavina. Horfið hefur var frá
þeirri hugmynd og miðast eldhúsað-
staðan frekar við að þjónusta nema
og starfsmenn í Fjölsmiðjunnar. Að
auki voru ýmis möguleg verkefni
skoðuð, einkum með hliðsjón af
viðfangsefnum hinna fjölsmiðjanna
tveggja. Þar ber að nefna bæði nið-
urrif á raftækjum til endurvinnslu og
pökkunarverkefni.
Í dag eru verkefni Fjölsmiðjunnar
rekstur Kompunnar, sem hefur vaxið
og dafnað jafnt og þétt frá upphafi,
rekstur á sendibíl sem er á ferðinni
allan daginn alla daga við að ná
í muni til gjafmildra Suðurnesja-
manna og við heimsendingu á vörum
úr Kompunni, þá sinnir Fjölsmiðjan
einnig búslóðarflutningum. Á síðasta
ári voru farnar um 1500 sendingar
á sendibílnum. Á lagernum er tekið
á móti vörum, þær yfirfarnar, verð-
merktar og flokkaðar en auk þess
eru öll raftæki yfirfarin áður en þau
fara til sölu. Smá lagfæringum á hús-
gögnum, í þeim tilgangi að gera þau
söluhæf, hafa ungmennin sinnt undir
handleiðslu verkstjóranna. Vorið
2020 var svo opnað reiðhjólaverk-
stæði sem sinnir viðgerðum fyrir al-
menning. Það má segja að þetta nýja
verkefni hafið farið mjög vel af stað
og sé góð viðbót í vinnuþjálfun unga
fólksins.
Þessi verkefni eru aðeins hinn
sýnilegi þáttur starfsins. Það sem
ekki sést er sú vinna sem fer í að
halda vinnustaðnum snyrtilegum,
efla sjálfstraust, sinna persónlegum
málefnum nema, samtöl og fjölmargt
fleira sem einkennir svona virkniúr-
ræði.
Frá upphafi hefur nemum sem
sýna góða virkni og mætingu boðist
að stunda nám á vinnutíma. For-
stöðumaður hefur haft umsjón með
náminu af hendi Fjölsmiðjunnar
og hlutast til um að framgangur sé
í námi og virkni í skóla. Gott sam-
starf við Fjölbrautaskóla Suður-
nesja og Miðstöð Símenntunar á
Suðurnesjum er grundvallarfor-
senda til að námið gangi vel og gagn-
kvæmur skilningur hefur einkennt
öll samskipti. Á þessari önn stunda
9 nemar nám við þessar stofnanir,
allt frá því að vera í nokkrum fögum
upp í fullt nám á stúdentsbrautum.
Námsmennirnir skiptast þannig að
4 eru í FS, tveir þeirra stefna á að
útskrifast með stúdentspróf í vor, en
5 nemar eru í námi við MSS í Grunn-
menntaskóla, Menntastoðum og
Skrifstofuskóla 1. Þetta háa hlutfall
nema í námi er mikið fagnaðarefni
og afrakstur undirbúningsvinnu og
sjálfseflingar sem farið hefur fram
áður.
Á þessum 10 árum hafa um 150
ungmenni af Suðurnesjum notið
þjónustu Fjölsmiðjunnar og hlotið
þar undirbúning til næstu skrefa í
sínu lífi. Afdrif nemanna hafa verið
í flestum tilvikum góð og hafa þau
mörg hver komið sér vel fyrir á
vinnumarkaði, hafið frekara nám
og orðið góðir samfélagsþegnar.
Þetta er hinn eiginlegi ávinningur
af starfi Fjölsmiðjunnar; að koma
ungu fólki úr óvirkni í virkni, að
verða að virkum samfélagsþegnum
og að glæða áhuga á frekara námi.
Sé eingöngu litið til þessa árangurs
þá er afkoma Fjölsmiðjunnar mjög
góð. Hið sama er ekki alltaf hægt
að segja þegar litið er til ársreikn-
inganna. Afkoma Fjölsmiðjunnar
hefur ekki alltaf verið nógu góð en
rekstrarfé sitt fær hún af styrkjum
frá sveitarfélögunum á Suðurnesjum,
Vinnumálastofnun og Mennta- og
menningarmálaráðuneytinu annars
vegar og hins vegar af sjálfsaflafé
sem kemur mest í gegnum sölu
á nytjavörum í Kompunni. Allan
þennan tíma hefur Kompan notið
velvilja íbúa á svæðinu sem láta af
hendi rakna ýmiss konar muni sem
hægt er að selja. Hróður Kompunnar
hefur farið víða og koma margir um
langan veg til að gera góð kaup þar
enda Kompan talin með fallegri
og snyrtilegri nytjamörkuðum á
landinu. Það er gaman að heyra af
því hjá viðskiptavinum að nemar
Fjölsmiðjunnar séu með eindæmum
kurteisir, þjónustulundaðir og góðir
merkisberar hennar.
En fyrir hverja er Fjölsmiðjan og
hverjir komast í vinnuþjálfun þar?
Félagsráðgjafar sveitarfélaganna
á Suðurnesjum sem og ráðgjafar
Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum
geta vísað ungmennum í viðtal við
forstöðumann Fjölsmiðjunnar.
Aldurinn sem um ræðir er 16-24
ára og betra er að hafa vilja til að
vera í virkni og njóta leiðsagnar og
vinnuþjálfunar. Meðaltími nema í
Fjölsmiðjunni er u.þ.b. 18 mánuðir
og í sumum tilfellum lengur en þá
er það metið út frá stöðu hvers og
eins. Í Fjölsmiðjunni starfa að jafnaði
3 verkstjórar ásamt forstöðumanni.
Að auki sækjum við aðstoð eins og
þurfa þykir til annarra stofnana og
úrræða á starfssvæðinu.
Þegar kreppir að í atvinnulífinu
og óvissutímabil eru í gangi er mikil-
vægi úrræða eins og Fjölsmiðjunnar
hvað mest. Sú staða sem hefur verið
í atvinnulífinu á Suðurnesjum sl. tvö
ár hefur gert það að verkum að ekki
hafa jafnmargir nemar útskrifast
til vinnu líkt og í venjulegu árferði.
Þetta leiðir af sér að skapast hafa
biðlistar enda fjölmörg ungmenni
sem hafa þörf á að njóta aðstoðar og
handleiðslu. Til þess að geta tekið
við fleiri nemum þyrfti að fjölga
verkefnum innan Fjölsmiðjunnar og
stöðugt er verið að leita leiða til að
auka fjölbreytni og skapa fleiri störf.
Slík verkefni gætu til að mynda verið
ýmiss konar pökkunarverkefni, ein-
hvers konar framleiðsla og endur-
gerð á húsgögnum frá grunni.
Segja má að starfsemi Fjölsmiðj-
unnar sé eins og ísjaki. Aðeins sést
í hluta starfseminnar líkt og aðeins
sést í topp ísjakans. Það er fjöl-
margt sem fram fer á bak við tjöldin.
Mörgum verkefnum þarf að sinna
með nemunum í þeirra persónulega
lífi þeim til framdráttar. Reynt er að
haga aðkomu hvers og eins nema í
Fjölsmiðjunni að honum sjálfum og
styrkleikum hans með það að mark-
miði að stækka þægindahringinn og
takast á við áskoranir hversdagsins.
Það er löngu ljóst að Fjölsmiðjan á
Suðurnesjum er komin til að vera
og er mjög mikilvæg í samfélaginu
á Suðurnesjum. Enn er unnið út frá
þeim hugmyndum sem komu fram
á stefnumótunarfundinum sem
haldinn var í maí 2018 og undir þeim
einkunnarorðum sem þar voru valin;
VIRKNI, VIRÐING, VON.
Það er líka ljóst að standa þarf
vörð um að verja rekstur Fjöl-
smiðjunnar, sem er viðkvæmur en
afar mikilvægur og þá sérstaklega
á tímum eins og eru núna í þjóð-
félaginu. Fjölsmiðjan hefur notið
velvilja fjölmargra í formi styrkja,
gjafa og góðra viðskiptavina en betur
má ef duga skal. Fyrir þennan vel-
vilja færi ég kærar þakkir og vona
að framtíð Fjölsmiðjunnar, unga
fólksins og samfélagsins verði björt.
Þorvarður Guðmundsson,
forstöðumaður.
F J Ö L S M I Ð J A N Á S U Ð U R N E S J U M 1 0 Á R A
virkNi – virðiNg og vON
fyrir unga fólkið okkar
Geiri verkstjóri, Sigurgeir G.
Tómasson, sem hefur starfað
við Fjölsmiðjuna frá upphafi.
4 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár