Víkurfréttir - 17.03.2021, Qupperneq 6
Við Suðurnesjamenn höfum að-
eins látið í okkur heyra varðandi
minni framlög til margvíslegra rík-
isstofnana á Suðurnesjum, fram-
haldsskóla, heilbrigðisstofnunar
og fleiri. Við höfum sent okkar
færasta fólk á fundi í ráðuneytum
og þeim hefur verið tekið vel en
þrátt fyrir góðar móttökur hefur
lítið gerst. Það er einhver stífla
í ríkiskerfinu. Um þverbak gekk
um daginn þegar bólusetningar
virtust ganga eitthvað seinna á
Suðurnesjum en annars staðar.
Það var reyndar ekki alveg rétt
eða var leiðrétt. Sem var gott.
En þá að annarri mismunun.
Eldsneytisverði. Já, bensín eða
olíu á bílinn fáum við ekki á sam-
keppnisverði eins og vinir okkar
í Hafnarfirði og nágrenni eða á
Akureyri. Það þótti ástæða til að
bjóða lægra verð fyrir norðan.
Ástæðan ekki vituð. Gott fyrir
þá og bara sjálfsagt þá það hljóti
að kosta eitthvað meira að flytja
hana norður. Nokkrir framtaks-
samir einstaklingar hafa fengið
nóg og sett í gang undirskriftalista
í tilraun til að þrýsta á breytingar
hjá olíufélögunum í þessum
efnum.
VF ræddi við tvo af forsprökk-
unum og sjá má viðtal við þá á
Víkurfréttavefnum. Fleiri og fleiri
Suðurnesjamenn taka nú elds-
neyti í Hafnarfirði og nágrenni þar
sem finna má dælur sem bjóða
allt að 40 krónum lægra lítraverð.
Þeir stoppa gjarnan hjá þessum
ódýru dælum. Og skal engan
furða. Ferðin á höfuðborgar-
svæðið er þá frí og heim líka ef
þú dælir þar. Olíufélögin þegja
sem gröfin og svara engu. Hér
væri tækifæri fyrir t.d. Atlantsolíu
að gera betur, fyrirtæki sem er
ekki með sömu yfirbyggingu og
hin stóru félögin. En nei, það er
þægilegt að vera bara á svipuðu
verði og hin félögin. Félag sem
lofaði lægra verði þegar það
var stofnað. Auglýsa „óþolandi
ódýrt“ en nei, er það ekki. Bara
með óþolandi svipað verði nema
í Hafnarfirði þar sem ástæða er
að keppa við Costco. Er nú komið
í sama hópinn og hin olíufélögin.
Lifi samkeppnin. Eða þannig.
Hvar er samfélagsleg ábyrgð olíu-
félaganna? Hefði ekki verið lag
að lækka verðið á Suðurnesjum í
því alvarlega atvinnuástandi sem
nú er?
Það
vakti
athygli
í stuttri
könnun
okkar hjá
Víkur-
fréttum á eldneytisverði í Reykja-
nesbæ að verðið er ekki hæst á
þeim dælum sem annars vegar eru
staðsettar í Innri-Njarðvík, næst
höfuðborgarsvæðinu, og næst
flugstöðinni (er þó næst hæst,)
heldur á elstu bensínstöðvunum
í Reykjanesbæ, Olís og N1, í
hjarta Keflavíkur. Gömlu góðu
stöðvunum. Það kom óþægilega á
óvart. Og ég sem alltaf fer þangað.
Ég segi bara eins og góður maður
sagði: Hvað er að frétta?
RITSTJÓRARPISTILL - PÁLL KETILSSON
Hver er samfélagsleg ábyrgð olíufélaganna?
Gerðaskóli auglýsir eftir kennurum
og námsráðgjafa skólaárið 2021–2022
Lausar eru eftirfarandi stöður:
Kennsla á tæknisvæði
Heimilisfræði
Umsjónarkennari á unglingastigi
Námsráðgjafi
Í Gerðaskóla verða um 250 nemendur næsta skólaár. Við skólann starfa áhugsamir og metn-
aðarfullir starfsmenn. Gildi skólans eru virðing, ábyrgð, ánægja, árangur. Lögð er áhersla á að
skapa námsumhverfi þar sem allir eru virkir, öllum líði vel og allir læri að bera virðingu fyrir
sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu.
Við leitum að einstaklingum með réttindi í grunnskóla, sem eru metnaðarfullir, góðir í mann-
legum samskiptum, eru sveigjanlegir og tilbúnir að leita nýrra leiða í skólastarfi.
Umsóknarfrestur er til 1. apríl og skulu umsóknir berast á netfangið eva@gerdaskoli.is
Nánari upplýsingar veitir Eva Björk Sveinsdóttir skólastjóri í síma 425 3050
Móbergsdrangurinn Karl rís um 50 metra úr sæ rétt utan við ströndina á Reykjanesi. Hann er hluti af gömlum
gígbarmi. Maki hans Kerling sem var við hans hlið er fyrir löngu „látin“ og horfin í sjóinn. Brimið heldur ótrautt
áfram að lemja á Karli til þess eins að koma honum fyrir kattarnef. Þó svo að Karl hafi hingað til staðið þetta
af sér eins og skaflajárnaður köttur á rökuðu gæruskinni, þá kemur að því að hann gefur eftir og fylgir kerlu
sinni eftir í vota gröf.
Brimið lemur Karl
Jón Steinar
Sæmundsson
Útgefandi:
Víkurfréttir ehf.
Afgreiðsla og ritstjórn:
Krossmói 4a, 4. hæð
260 Reykjanesbæ
Sími 421-0000
Ristjóri og ábyrgðarmaður:
Páll Ketilsson, s. 893-3717
pket@vf.is
Fréttastjóri:
Hilmar Bragi Bárðarson,
s. 898-2222, hilmar@vf.is
Auglýsingastjóri:
Andrea Vigdís Theodórsdóttir,
s. 421-0001
andrea@vf.is
Umbrot/blaðamaður:
Jóhann Páll Kristbjörnsson.
Dagleg stafræn útgáfa:
vf.is og kylfingur.is
400 bólusettir með
Pfizer á Suðurnesjum
í þessari viku
Tvö staðfest „landamærasmit“ eru
á Suðurnesjum og eru þrír í sóttkví
vegna þess.
Í þessari viku ráðgerir HSS að
bólusetja 400 einstaklinga með
bóluefni frá Pfizer. Búið er að bólu-
setja íbúa í búsetukjörnum fatlaðra
og notendur þjónustu Hæfingar-
stöðvar og dagdvala aldraðra ásamt
starfsmönnum þessara stofnana.
6 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár