Víkurfréttir - 17.03.2021, Blaðsíða 15
Flottasta fermingar-
gjöfin lifir enn góðu lífi
– segir hestakonan Gunnhildur Vilbergsdóttir
sem þurfti að glíma við móður sína um val á
fermingarkjólnum
„Ætli fermingarfötin hafi ekki verið
það eina sem ég var ekki par ánægð
með. Ég hafði farið með stelpunum
í Kóda að kíkja á föt og valið þar
mjög settlegan og fallegan svartan
kjól. Mamma tók það ekki í mál,“
segir Gunnhildur Vilbergsdóttir en
hún á góðar minningar frá ferming-
ardeginum sem var 28. mars 1993
í Keflavík.
Gunnhildur segir að hún hafi þurft
að beygja sig í fatavalinu fyrir ferm-
ingardaginn.
„Maður fermist ekki í svörtu ein-
litu,“ sagði mamma. Ekki nógu glað-
legt væntanlega. Hún endaði auð-
vitað á að velja á mig. Það var varla
hægt að þekkja muninn á skyrtunni
minni og rjómatertunni. Skúli bróðir
fékk hana lánaða á grímuball seinna
og vann til verðlauna,“ segir Gunn-
hildur.
Veislan var haldin á heimili fjöl-
skyldunnar og Gunnhildur fékk
gjöf sem lifir enn góðu lífi. „Það var
troðfullt hús af fjölskyldugestum og
veisluborðið svignaði undan kræs-
ingunum. Lambalæri og dýrindis
meðlæti og kökuhlaðborð á eftir.
Allt heimagert og vinkonur mömmu
að hjálpa til í eldhúsinu. Æðislegur
dagur í minningunni.
Ég Sanyo hljómgræjur fyrir tíu
geisladiska og með hnullungshátöl-
urum. Langflottasta á sínum tíma og
lifir enn góðu lífi í hesthúsinu.“
Steinleið yfir
Jón við altarið
„Það var náttúrlega búinn að
standa yfir undirbúningur að deg-
inum um nokkra hríð í sambandi
við fataval á kappann og ferminga-
myndatökuna. Varðandi fatavalið,
þá man ég að ég var ekkert hrifinn
af því að jakkaföt yrðu keypt og
hvað þá bindi. Ég var tilbúinn að
fallast á spariskyrtu ef ég fengi að
vera bara í gallabuxum. Sú hug-
mynd mín fékk nú ekki ýkja mikinn
hljómgrunn hjá foreldrunum eins
og sjá má á myndinni. Niðurstaðan
var nýjar sparibuxur, skyrta, vesti
og bindi,“ segir Jón Steinar Sæ-
mundsson, verkstjóri hjá Vísi hf.
í Grindavík og áhugaljósmyndari.
Jón á góðar minningar frá ferm-
ingunni sinni og við báðum hann að
rifja daginn upp og segja okkur frá
því helsta.
„Ég fermdist 17. apríl 1983 og
man að veðrið þennan dag var
alveg meiriháttar gott, glampandi
sól og logn. Myndatakan fór fram
einhverjum dögum fyrir fermingar-
daginn á Ljósmyndastofu Suður-
nesja, hjá þeim ágæta ljósmyndara
Heimi Stígssyni.
Minn árgangur var sá fyrsti sem
fermdist í nýrri Grindavíkurkirkju
sem hafði verið tekin í notkun á
haustdögum árið áður.
Það sem stendur upp úr sjálfri at-
höfninni í kirkjunni var að þegar kom
að altarisgöngunni var orðið ansi
heitt í kirkjunni og ennþá heitara
undir fermingarkyrtlinum sem
maður þurfti að klæðast yfir spari-
fötin. Þar ég svo kraup við altarið
steinleið yfir mig en faðir minn sem
var mér við hlið var snöggur að grípa
kappann áður en hann skylli í gólfið
og kippti mér út um hliðardyr og út
á tröppur. Þá var maður vaknaður
og fyrsta hugsun var að rjúka inn og
klára þessa athöfn, sem og ég gerði.
Tók engu tali um að ég þyrfti meira
frískt loft eða vatnssopa og eitthvað
þvíumlíkt. Ég rauk inn og kláraði
dæmið með stæl. Þetta er eitt-
hvað sem maður vildi helst gleyma
þarna á staðnum en í dag er þetta
svo sannarlega bara ein af skemmti-
legum minningum sem ég á í far-
teskinu,“ segir Jón þegar hann rifjar
upp eftirminnilegan fermingardag
upp.
Fermingarveislan var haldin
heima hjá Jóni að lokinni athöfn
eins og tíðkaðist í þá daga. „Þetta var
kaffiveisla þar sem borðin svignuðu
undan veitingum. Gestir komu víðs-
vegar að og voru rúllandi við yfir
allan daginn og langt fram á kvöld
þeir síðustu.
Gjafirnar voru hvorki af lakara
taginu eða verri endanum. For-
eldrar mínir gáfu mér forláta Sharp
hljómflutningsgræju með tvöföldu
kassettutæki og aðalkosturinn við
græjuna þótti manni vera sá að geta
tekið upp vinsælustu lögin í þeim
vinsæla útvarpsþætti Lög unga
fólksins. Svo fékk ég armbandsúr,
hálsmen, Polaroid-myndavél, rúmföt
og ýmislegt fleira ásamt einhverjum
peningagjöfum sem voru á þessum
tíma ekki orðnar eins vinsælar og í
dag. Ég var alsæll með fermingar-
daginn minn,“ segir Jón Steinar Sæ-
mundsson.
Jón Steinar Sæmundsson fékk
hljómflutningstæki þar sem hægt
var að taka upp lög úr útvarpinu
Gunnhildur með foreldrum sínum
á fermingardaginn, Guðlaugu
Skúlasdóttur og Vilbergi Skúlasyni.
Páll Ketilsson
pket@vf.is
Gunnhildur við fermingargjöfina -
Sanyo hljómgræjurnar sem nú eru í
hesthúsinu, tæpum þrjátíu árum síðar.
vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár // 15