Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.03.2021, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 17.03.2021, Blaðsíða 22
krabbinn settur í lás Um helgina fóru fram góðgerðaæfingabúðirnar „Setjum krabbann í lás“ þar sem bardagafólk, já og alls kyns fólk af götunni, kom saman frá öllum lands- hornum og tók þátt í átta klukkustunda námskeiði í Bardagahöll Reykjanes- bæjar. Allir þjálfarar gáfu vinnu sína og aðgangseyririnn fór í gott málefni til að berjast með meðborgurum okkar gegn krabbameinskvikindinu. Eins og myndirnar sýna va frábært andrúmsloft í búðunum og það var hægt að merkja samhug og kærleika í loftinu. Við erum sterk saman og það skein í gegn um helgina. Aðalfundur KSK verður haldinn fimmtudaginn 18. mars kl. 17:00 í Krossmóa 4, 5. hæð. Dagskrá samkvæmt félagslögum Ávarp flytur Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. AÐALFUNDUR KAUPFÉLAGS SUÐURNESJA Krossmóa 4 | 260 Reykjanesbæ | Sími: 421 5409 Skúli Þ. Skúlason formaður KSK Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri SSS Þróttarar stórhuga – Ætla að sækja um Landsmót UMFÍ 50+ árið 2022 Petra Ruth Rúnarsdóttir var endur- kjörin formaður Þróttar í Vogum á aðalfundi félagsins sem haldinn var fyrir skemmstu, þriðja kjörtímabil Petru fer nú í hönd. Auk Petru í stjórn Þróttar Vogum eru þau Katrín Lára Lárusdóttir, Reynir Emilsson, Jóna K. Stefáns- dóttir og Davíð Hanssen. Varamenn eru Sólrún Ósk Árnadóttir og Birg- itta Ösp Einarsdóttir. Þrátt fyrir að félaginu hafi verið sniðinn þröngur stakkur í því ástandi sem skapaðist af völdum kórón- uveirufaraldurinsins skilaði Þróttur hagnaði upp á ríflega hálfa milljón króna og eigið fé var um árslok 821.563. Guðmundur Stefán Gunnarsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Voga, mætti á fundinn og hélt tölu þar sem hann talaði m.a. um hve Ungmenna- félagið Þróttur skipti samfélagið í Vogum miklu máli, félagið væri að standa sig frábærlega í sínum störfum. Covid hafði mikil áhrif á starfsemi félagsins Rétt eins og aðrir í samfélaginu hafði Covid veruleg áhrif á starfsemi Þróttar á árinu. Það reynd verulega á þolinmæði og þrautseigju þeirra sem starfa hjá félaginu, bæði stjórn- endur og iðkendur. Frá 15. mars til 4. maí stöðvaðist allt íþróttastarf sem hafði í kjölfarið áhrif á alla iðkendur í skipulögðu íþróttastarfi hjá Þrótti. Það var reynt eftir fremsta megni að sinna iðkendum félagsins með sem bestum hætti. Þjálfarar sendu iðkendum heimaæfingar frá fyrsta degi lokunar. Strax í upphafi var ljóst að tekju- bresturinn yrði einhver og fjár- hagstjónið stórt. Því var leitað til starfsfólks, þjálfara og annara innan félagsins að taka á sig tímabundnar skerðingar og starfsfólk mætti þessum aðstæðum með miklum skilningi. Allir sýndu stöðunni skilning og fundu stjórnendur fyrir mikilli samstöðu meðal Þróttara. Fjölmargir viðburðir féllu niður vegna ástandsins og ekki var hægt að faraí fastar fjáraflanir sem hafa gefið vel af sér. Þróttur fékk myndar- lega styrki frá ÍSÍ, KSÍ og tókst að sækja um í hina ýmsu sjóði til að bregðast við tekjubresti. „Eins og staðan er í dag höfum við miklar áhyggjur af brottfalli iðkenda úr íþróttum í kjölfar farald- ursins,“ sagði Petra í skýrslu stjórnar. „Skráningar skiluðu sér inn seinna en venjulega í haust og teljum við það vera mögulega vegna þess að forráðamenn vildu fylgjast með þróun faraldrar. Æfingar hafa ekki farið fram með hefðbundnum hætti og það hefur áhrif á okkar iðkendur. Þjálfarar gátu ekki haft kynningu á starfinu í skólanum eins og hefur verið gert seinustu ár og því erf- iðara að ná til krakkana. Við viljum því hvetja foreldra að halda áfram að vera með okkur í liði og hvetja krakkana til að mæta á æfingar þar sem íþróttaiðkun er mikilvæg fyrir líkamlega og andlega líðan barnanna okkar.“ Þróttarar eru nú ekki þekktir fyrir að leggja árar í bát og sést það best í þeim árangri sem knattspyrnulið félagsins hefur náð að undanförnu og í þeirri stemmningu sem hefur skapast í kringum liðið. Vogabúar hafa fylkst að baki sínu félagi og má reikna með að þeir geri áfram það þótt á móti blási. Eins og staðan er í dag höfum við miklar áhyggjur af brottfall i iðkenda úr íþróttum í kjölfar faraldursins  . . . Frá aðalfundi Þróttar. Mynd af throttur.net Störf í boði hjá Reykjanesbæ Súlan verkefnastofa – Vefstjóri Súlan verkefnastofa – Starfsmaður menningarmála Grunnskólar – Kennarar Vinnuskóli – Flokkstjórar Velferðarsvið – Sumarstarf í íbúðarkjarna Akurskóli - Þroskaþjálfi Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum. Viðburðir í Duus Safnahúsum Leiðsögn um bátasafn Gríms Karlssonar í Byggðasafni Reykjanesbæjar Sunnudaginn 21. mars kl. 14.00 og 15.00 verður Byggðasafn Reykjanesbæjar með leiðsögn um bátasafn Gríms Karlssonar á milliloftinu í Duus safnahúsum. Helgi Biering segir frá því sem fyrir augu ber og svarar spurningum sem kunna að vakna. á og í sýningin í Listasafninu - lokadagar Síðasta sýningarhelgi næstkomandi sunnudag. Frábær sýning sem samanstendur af nýjum verkum listamannanna, Bjarkar Guðnadóttur, Helgu Páleyjar Friðþjófsdóttur og Yelenu Arakelow sem sérstaklega eru búin til fyrir sali Listasafns Reykjanesbæjar. 22 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.