Skessuhorn


Skessuhorn - 30.06.2021, Síða 10

Skessuhorn - 30.06.2021, Síða 10
MiðVikuDAGur 30. júní 202110 Byggðarráð Borgarbyggðar telur óframkvæmanlegt að skylda sauð- fjáreigendur til að reka fé sitt á af- rétt. Á fundi sínum 24. júní síð- astliðinn vísaði byggðarráð til 6. greinar fjallskilasamþykktar nr. 683/2015 og þess að afréttir eru ekki að fullu afgirtir. Byggðar- ráð hafnar því að verða við tveim- ur erindum nokkurra landeigenda sem óskað hafa eftir aðkomu sveit- arstjórnar að smölun heimalanda vegna ágangs sauðfjár af nærliggj- andi jörðum. Annars vegar lá fyrir erindi frá landeigendum nokkurra jarða í sunnanverðri Hálsasveit og reykholtsdal þar sem kvartað er yfir ágangi sauðfjár frá einu býli á heimalönd þeirra og farið fram á að sveitarstjórn nýti heimild sína í fjallskilasamþykkt til að láta smala ágangsfénaði. Hins vegar var lagt fram erindi bónda í norðurárdal sem kvartaði undan ágangi sauðfjár í heimalöndum sínum. í girðingalögum nr. 135/2001 er fjallað um það hlutverk landeig- enda að girða fjárheldar girðingar og hvernig kostnaði skuli skipt. í bókun byggðarráðs kemur fram að lausaganga búfjár er ekki bönnuð í Borgarbyggð utan þess sem til- tekið er í 6. gr. laga um búfjárhald nr. 38/2013 en í 8. gr. þeirra seg- ir: „umráðamanni lands er heimilt að ákveða að tiltekið og afmarkað landsvæði sé friðað svæði og er þá umgangur og beit búfjár þar bönn- uð. Slík ákvörðun skal tilkynnt við- komandi sveitarfélagi og skal liggja fyrir umsögn búnaðarsambands um að vörslulínur séu fullnægjandi og uppfylli ákvæði laga þessara, sbr. 3. gr. Sveitarstjórn skal auglýsa slíka ákvörðun í Stjórnartíðind- um. umráðamaður lands skal fyr- ir 15. júní á hverju vori framvísa til sveitarstjórnar umsögn búnaðar- sambands um að vörslulína sé full- nægjandi. um skiptingu kostnaðar við vörslulínu á landamerkjum fer eftir ákvæðum girðingar- og vega- laga.“ Þá vísar byggðarráð til þess að umráðamanni lands er gefinn heimild til að taka ákvörðun um að friða tiltekið og afmarkað land- svæði. „Sveitarstjórn skal styðja við slíka ákvörðun með auglýsingu. Ár- lega skal hafa eftirlit með að vörslu- línur séu fullnægjandi. kostnaður við girðingar deilist eftir ákvæðum girðinga- og vegalaga ef þær liggja á landamerkjum.“ mm Byggðastofnun hóf á árinu 2019 viðamikla rannsókn á búsetuáform- um landsmanna í samstarfi við inn- lendar og erlendar háskólastofn- anir. Tilgangur rannsóknarinnar var að fá greinargott yfirlit um bú- setuþróun á íslandi, orsakir henn- ar og afleiðingar. Starfið var leitt af Þóroddi Bjarnasyni prófessor við Háskólann á Akureyri. Fyrsta áfanga rannsóknarinnar lauk 2019 og fjallaði hann um áform fólks sem býr í smærri bæjum og þorpum. Annar og þriðji áfangi voru sam- bærilegar kannanir, önnur með- al fólks sem býr í dreifbýli og hin í stærri þéttbýliskjörnum og á höf- uðborgarsvæðinu. niðurstöður annars áfanga verk- efnisins, um íbúa sveita og annars strjálbýlis á íslandi, hafa nú verið birtar í skýrslu. Þar kemur meðal annars fram að um 80% íbúa dreif- býlis landsins eru ánægð með bú- setu sína en karlar eru þó ekki jafn ánægðir og konur. Þá eru þeir sem eru 61 árs og eldri ekki jafn ánægðir og þeir sem yngri eru. Þá eru íbúar í strjálbýli á Vestfjörðum ekki eins ánægðir með búsetuna og þeir sem búa í dreifbýli annars staðar á land- inu. Meirihluti íbúa dreifbýlis á ís- landi telur ekki líklegt að þeir flytji burt í framtíðinni, hvorki tíma- bundið né fyrir fullt og allt. Bænd- ur eru ólíklegri en aðrir til þess að áforma flutninga úr sveitinni. rúm- lega þriðjungur bænda reiknar með því að afkomendur eða aðrir í fjöl- skyldunni taki við jörðinni þegar þeir hætta búskap. Atvinnutækifæri eru mikilvæg- asta einstaka ástæða þess að svar- endur segjast ætla að flytja búferl- um en aðgengi að menningu og af- þreyingu, heilbrigðisþjónustu, ná- lægð við börn eða stjúpbörn og erf- iðar samgöngur skipta einnig veru- legu máli. Af þeim sem segjast ætla að flytja á næstu tveimur til þrem- ur árum reikna 27% með að flytja á höfuðborgarsvæðið, 25% ætla að flytja innan sama landshluta, 17% í annan landshluta og fimmtungur til annars lands. Flestir íbúar dreifbýlisins eiga fjölskyldu og vini í sömu sveit en einnig er algengt að nánasta fjöl- skylda búi í byggðakjörnum utan höfuðborgarsvæðisins. Þeir sem eiga flesta af nánustu fjölskyldu og vinum í sömu sveit eru ólíklegri til þess að ætla að flytja burt en þeir sem eiga fáa eða enga nána ættingja eða vini í sömu sveit. Yfirgnæfandi meirihluti svarenda segir að náttúran og samfélagið í sveitinni skipti sig persónulega miklu eða talsverðu máli. Þá skipt- ir húsið sem fólk býr í einnig máli. Fyrir áframhaldandi búsetu skipta hreint loft, kyrrð og ró og lítil um- ferð miklu máli. Þessir þættir skipta mun fleiri miklu máli en nálægð við ættingja eða vini, foreldra eða tengdaforeldra. nánar er hægt að lesa um rann- sóknina á vef Byggðastofnunar. mm Á þessu grafi má sjá að hreint loft, kyrrð og friður og lítil umferð eru þeir áhrifaþættir sem fólk í dreifbýli er ánægðast með. Graf: Byggðastofnun. Þorri íbúa dreifbýlis hyggur á áframhaldandi búsetu þar Vinátta. Ljósm. úr safni/ Iðunn Silja Svansdóttir. Ekki hægt að skylda bændur til að reka fé á afrétt

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.