Skessuhorn


Skessuhorn - 30.06.2021, Qupperneq 15

Skessuhorn - 30.06.2021, Qupperneq 15
MiðVikuDAGur 30. júní 2021 15 Det Danske Drengekor heldur tón- leika í Akraneskirkju fimmtudaginn 1. júlí klukkan 19:30. Stjórnandi kórsins er Benazir Braae. kórinn er nú á söngferðalagi um ísland og verða tónleikarnir á Akranesi þeir fyrstu í röð tónleika kórsins. -fréttatilkynning Það má með sanni segja að þeir hafi verið á fleygiferð hjólreiðakapparn- ir sem blaðamaður mætti á Akra- fjalli á mánudagskvöldið. Þeir voru þá nýkomnir af toppnum á Háa- hnjúki og á hraðri niðurleið á ný- bónuðu rafmagnshjólunum sínum. Þá var dróni með í för sem tók upp ferðalagið upp og niður fjallið. vaks Sagt er frá því á fésbókarsíðu hópsins kassabílasmíði á Akra- nesi að í ágúst verði keppt í kassa- bílarallýi á Akranesi í fyrsta skipti. Þessi dagur verður tileinkað- ur kassabílum og kassabílasmíði þar sem keppt verður í nokkr- um þrautum og verða veitt verð- laun fyrir frumlegasta og flottasta kassabílinn. Akraneskaupstaður styrkir framtakið og er ætlunin að þetta verði ógleymanleg fjöl- skylduskemmtun. Staðsetning og tímasetningar verða nánar kynnt- ar síðar. Ole jakob Volden, einn af for- sprökkum hópsins, segir að allir séu velkomnir hvaðan af landinu sem er og það kosti ekkert að taka þátt og því geta allir tekið þátt sem vilja. Þegar nær dregur verð- ur boðið upp á námskeið í kassa- bílasmíði í áhaldahúsi Akranes- kaupstaðar við Laugarbraut. Þar verður heitt á könnunni og for- eldrar og forráðamenn geta kom- ið með börnin sín og fengið að- stoð við að saga niður og skrúfa saman og við alla aðra tæknilega aðstoð. Þeir sem eru áhugasamir um að taka þátt eða hafa einhvern áhuga á að aðstoða eða taka þátt í þessu framtaki eru vinsamlegast beðn- ir um að senda línu á kassabil- arally@gmail.com vaks Það má með sanni segja að íbú- ar við Asparskóga 22 á Akranesi séu pollrólegir flesta daga. Blaða- maður Skessuhorn átti nýverið leið fram hjá þessu fallega fjölbýlishúsi og þessum myndarlega polli sem speglaðist svona skemmtilega við húsið. Að sögn eins íbúa hússins hefur þetta verið svona frá því húsið var byggt eða í níu ár. Pollurinn tek- ur fjögur til fimm bílastæði og í samræmi við það er hann fjórar til fimm vikur að þorna upp. Það er vonandi að íbúar hússins þurfi ekki að bíða í önnur níu ár áður en þetta verður lagað. Þangað til geta börn- in í hverfinu glaðst og þurfa ekki að fara langt til að „Hoppípolla“ og finnst eflaust rigningin góð. vaks í dag er síðasti dagur sem opið verð- ur hjá Bifreiðaþjónustu Harðar við Borgarbraut 55 í Borgarnesi. Fyrir- tækið hefur frá stofnun boðið upp á almenna dekkjaþjónustu auk smur- þjónustu. nú lýkur 57 ára sögu fyr- irtækisins en það stofnaði Hörður jóhannsson árið 1964 og rak á eigin kennitölu til 2005. núverandi eig- endur keyptu reksturinn af börnum Harðar eftir fráfall hans árið 2013. Að sögn Davíðs Sigurðssonar, ann- ars eiganda fyrirtækisins og rekstr- araðila, keypti Borgarbyggð húsið á síðasta ári í kjölfar þess að starf- semin rúmaðist ekki á þessum stað lengur vegna breytinga á skipulagi svæðisins. Davíð segir í samtali við Skessuhorn að um tíma hafi staðið til að koma starfsemi Bifreiðaþjón- ustu Harðar í annað húsnæði og jafnvel í nýbyggingu, en frá því hafi nú verið horfið. Starfseminni verð- ur því hætt. Að sögn Davíðs eru að minnsta kosti tveir aðrir verk- stæðiseigendur í Borgarnesi sem hyggjast auka þjónustu sína á sviði dekkja- og smurþjónustu. Davíð vill að endingu þakka viðskiptavin- um Bifreiðaþjónustu Harðar fyr- ir traust og góð viðskipti á liðnum árum og áratugum. mm Rekstri Bifreiðaþjónustu Harðar hætt Spegill Spegill herm þú mér… Pollrólegir íbúar við Asparskóga Danskur drengjakór á Akranesi Fjör á Akrafjalli Það verður fjör hjá þessum í ágúst á Akranesi. Kassabílarallý skipulagt á Akranesi í ágúst

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.