Skessuhorn - 30.06.2021, Side 19
MiðVikuDAGur 30. júní 2021 19
Þar var á vaktinni Birgir Bjarnason
sem segir ferðaþjónustuna haldast í
hendur við veðurfarið. Hún fer af
stað. Svolítið mikið eftir veðrinu,
ef veðrið er óspennandi er rólegt
í ferðaþjónustunni,“ segir Birgir.
„Miðað við síðasta ár þá er traffíkin
hins vegar allt önnur. Ég er ekkert
endilega að segja að hún sé mikið
betri, heldur af öðrum toga. Veðrið
var miklu betra í fyrra á þessum árs-
tíma. Maí var hins vegar mjög góð-
ur en þá var líka gott veður. íslend-
ingar eru svolítið á ferðinni. Svo
kemur þetta kuldakast í júní og þá í
raun stoppaði allt. En það eru fleiri
útlendingar á móti. Tilfinningin er
að þegar allt fer af stað þá fer það
af stað en það er veðrið sem ræður.
Ef góða veðrið er fyrir austan þá fer
túristinn þangað,“ bætir Birgir við.
Maímánuður frábær
í Kraumu
rétt fyrir ofan kleppjárnsreyki er
krauma, náttúrulaugar við Deild-
artunguhver. Þar mátti sjá fólk baða
sig og njóta lífsins í fallegu veðri.
jónas Friðrik Hjartarson, fram-
kvæmdarstjóri kraumu, segir sum-
arið fara vel af stað. „Maímánuð-
ur var stærsti maímánuður frá upp-
hafi í okkar rekstri. júnímánuður
kemur líka rosalega vel út,“ bætir
hann við. „Við erum stutt frá höf-
uðborgarsvæðinu og krauma er
góður staður til að koma á. Það eru
að auki mörg önnur flott fyrirtæki í
kringum krauma hér í Borgarfirði
og fólk er að koma hingað,“ bætir
hann við léttur í lund.
krauma hóf starfsemi í nóvember
2017 og var mikil viðbót hvað varð-
ar afþreyingu í Borgarfirði. „Tjald-
stæðin í kringum okkur eru öll full.
rekstraraðilar þessara tjaldstæða
eru að tengja það við kraumu,“
segir jónas.
Laugarnar í kraumu eru sex tals-
ins, fimm heitar og ein köld. Eng-
um sótthreinsandi efnum er bætt
í vatnið heldur er hreinleiki þess
tryggður með mjög miklu vatns-
rennsli í laugarnar. Vatnið er þess
vegna steinefnaríkt og segir jónas
að fólki með exem líði til dæmis
rosalega vel í pottunum hjá þeim.
„Það gengur bara rosalega vel hjá
okkur og það virðist ekki skipta
máli hvort það er gott veður. út-
lendingarnir eru að koma mikið á
virkum dögum og íslendingarnir
koma um helgar svo þetta jafnast
út. Það gengur rosalega vel hjá okk-
ur og við erum mjög ánægð,“ segir
hann að endingu.
glhBrugghús Steðja í Borgarfirði. Þar er hægt að koma í bjórsmökkun og gistingu.
Sölukofinn við Sólbyrgi á Kleppjárnsreykjum er vinsæll stoppustaður en þar er
meðal annars hægt að kaupa í sjálfsafgreiðslu íslensk jarðarber og ýmsar krydd-
jurtir.
Staldrið sem staðsett er við Deildartunguhver. Matarvagn þar sem í boði eru
fjórir réttir auk drykkjarfanga. Þá er auk þess selt nýtt grænmeti á pallinum en
það er allt ræktað í gróðurhúsunum í Víðigerði.
Hvítá við Hraunfossa í Borgarfirði.
BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS
Vinnum fyrir öll tryggingafélög Lokað frá og með
12. júlí til og með
6. ágúst, mætum aftur
9. ágúst vegna
sumarleyfi starfsmanna.
Gleðilegt sumar!
ER EKKI EINHVER SEM
ER ÁREIÐANLEGUR OG DUGLEGUR
SEM VILL KAUPA ÞVOTTAHÚS?
Til sölu þvottahúsið Hótelþvottur ehf. Sólbakka 6
Borgarnesi, tækjabúnaðurinn er góður og miklir
möguleikar eru fyrir hendi.
Endilega hafið samband
í síma 852-0066 fyrir
frekari upplýsingar.