Skessuhorn


Skessuhorn - 30.06.2021, Síða 25

Skessuhorn - 30.06.2021, Síða 25
MiðVikuDAGur 30. júní 2021 25 Fjórðungsmót Vesturlands hefst í Borgarnesi næstkomandi mið- vikudag, 7. júlí, og stendur fram á sunnudaginn 11. júlí. „Það er ljóst að framundan er frábær keppni í öllum flokkum. Þetta verður sterk keppni, ég myndi alveg segja af landsmótskaliberi,“ segir Magn- ús Benediktsson framkvæmda- stjóri mótsins í samtali við Skessu- horn. „kynbótasýningin sem hald- in verður fyrir þetta svæði, Vestur - norðvesturland, er ofboðslega sterk og þar eru margir gríðarlega góðir hestar að koma. Á landssýn- ingunni á laugardeginum verður al- gjör rjómi hrossa. Þar verða marg- ir bestu gripir landsins frá þessu ári,“ segir Magnús. „Átta ræktun- arbú hafa skráð sig á sýningu. Sýn- ing ræktunarbúa verður á föstudeg- inum og sigurbúið verður krýnt á laugardeginum ásamt því að rækt- unarbú ársins og keppnishestabú ársins munu heimsækja okkur.“ Siggi Hlö verður á svæðinu Enn er opið fyrir skráningu í opna töltkeppni og skeið á mótinu og verður hægt að skrá sig fram á föstudag, 2. júlí. Þó eru fjölda- takmarkanir svo fólk þarf að hafa hraðar hendur. Þar verða veitt veg- leg peningaverðlaun fyrir sigurveg- ara í hverjum flokki. í flokki T3 u-17 mun Steypustöðin styrkja með peningaverðlaunum. í opnum flokki T3 mun netsjónvarpsstöð Alendis styrkja með peningum og í flokki T1 mun Trausti fasteigna- sala styrka með veglegri upphæð fyrir sigurvegara, eða 100 þúsund krónum. í 100m flugskeiði verða einnig peningaverðlaun og verða þar Leiknir hestakerrur sem gefa verðlaun. Verða þessir sigurvegar- ar krýndir á kvöldvöku laugardags- kvölds. Mikil stemning verður í Borg- arnesi á meðan keppni stendur. Hreimur Örn Heimisson verður með trúbadorsstemningu í reið- höllinni á föstudagskvöldinu og á laugardagskvöldinu ætlar Siggi Hlö að sjá um að halda uppi stemningu í höllinni. „Það eru næg tjaldstæði í Borgarnesi fyrir alla og þetta stefnir í virkilega góða helgi. Við verðum með ofboðslega flottan veitinga- mann; Gumma í Laugaás, sem sér m.a. um rekstur í Perlunni. Þetta er alvöru veitingamaður svo það verð- ur nóg um mat og drykk fyrir alla. Það verður því mathöll í reiðhöll- inni,“ segir Magnús. „Ég er búinn að skoða langtíma veðurspá fyrir 7. júlí, fyrsta dag mótsins, og það á að vera sól og gott verður. Það þarf því ekkert nema sólarvörn, sólstól og góða skapið til að mæta á skemmti- legt Fjórðungsmót Vesturlands,“ segir Magnús og bætir því við að skipuleggjendur hátíðarinnar vilja endilega sjá margt fólk á svæð- inu þessa daga. „Við viljum hafa skemmtilegt mannamót í bland við frábær hross á þessu móti,“ segir hann. Hægt er að kaupa miða á Tix. is þar sem kostar níu þúsund krónur fyrir allt mótið. Einnig verður hægt að kaupa miða fyrir stakan dag á staðnum og kostar dagurinn þrjú þúsund krónur. arg ný stjórn Atvinnurekendadeild- ar Félags kvenna í atvinnulífinu, AFkA, tók til starfa á aðalfundi deildarinnar fyrr í mánuðinum. í nýrri stjórn sitja tvær konur í at- vinnurekstri á Vesturlandi, þær Dýrfinna Torfadóttir, gullsmiður og skartgripahönnuður, og ingi- björg Valdimarsdóttir, eigandi rit- ara og Stay West. Auk þess er Mar- grét rósa Einarsdóttir á Hótel Glym og Englendingavík í vara- stjórn deildarinnar. AFkA er deild innan Félags kvenna í atvinnulífinu en það er fé- lag fyrir allar konur á vinnumark- aði hér á landi. Blaðamaður Skessu- horns settist niður með Dýrfinnu og ingibjörgu og ræddi við þær um starfsemi FkA og Atvinnurekenda- deildarinnar. „FkA er félag sem all- ar konur í atvinnulífinu geta gengið í en innan félagsins eru deildir sem þær geta skráð sig í eftir því sem við á. Við erum með svæðisdeild- ir fyrir konur af landsbyggðinni og svo erum við með deildir fyrir konur í atvinnurekstri, yngri kon- ur sem vilja ná langt og fyrir konur með mikla stjórnunarreynslu úr at- vinnulífinu,“ útskýrir ingibjörg og bætir við að Atvinnurekendadeild er ætluð konum af öllu landinu sem eru í fyrirtækjarekstri og eiga að lágmarki 50% í sínu fyrirtæki. Tilgangur deildarinnar er að skapa vettvang fyrir konur í rekstri fyrir- tækja að vinna saman, efla hver aðra og mynda gott tengslanet óháð því hversu stór þeirra fyrirtæki eru. „Þetta er góður vettvangur til að skapa tengslanet og kynnast öðrum konum í rekstri fyrirtækja og jafn- vel eiga viðskipti við þær,“ segir Dýrfinna. Vinna saman Meðlimum FkA er boðið upp á reglulega morgunverðafundi, fræðslufundi og aðra viðburði bæði til að kynna sína starfsemi og til að komast í samband við aðrar kon- ur í atvinnulífinu. „Atvinnurek- endadeildin hefur það hlutverk að standa vörð um hagsmuni kvenna í atvinnurekstri en það hefur hallað á konur í rekstri í samfélaginu en með því að vinna meira saman get- um við rétt úr þessum halla,“ segir ingibjörg og Dýrfinna tekur und- ir það. innan nýju stjórnarinnar er fjölbreyttur hópur kvenna af ýms- um sviðum atvinnulífsins. Þar eru konur sem selja bílavarahluti, vinna kollagen, hanna skartgripi, starfa innan ferðaþjónustunnar, reka barnafataverslun og fleira. „kon- ur eru ekki alltaf nógu ákveðnar að sækja fram og svona félagsskapur getur styrkt þær í því,“ segir Dýr- finna. Voru fyrst lítið virkar í félaginu Spurðar hvernig það vildi til að þær sitji nú í stjórn félagsins brosa þær og svara að það sé í raun til- viljun. ingibjörg var lítið virk inn- an félagsins þar til árið 2019 þeg- ar Atvinnurekendadeildin fór í ár- lega vorferð og ferðinni var heitið á Vesturland. Hún var beðin um að taka móti hópnum og kynna sína starfsemi. „Þær komu fyrst hingað á Akranes og ég kynnti fyrir þeim það sem ég er að gera en svo ákvað ég bara að fara upp í rútu og fara með þeim út á Snæfellsnes,“ segir ingibjörg og bætir við að hún hafi aðeins þekkt eina konu í ferðinni þegar hún ákvað að fara með hópn- um. „Það var meira að segja svo að ég var að fara að gista á hóteli í her- bergi með konu sem ég vissi ekkert hver var,“ segir hún og hlær. Ferð- ina segir hún hafa kveikt áhuga á að vera meira virk í félaginu. „Þarna kom ég inn, alveg ný og þekkti enga konu þarna og þær bara tóku allar utan um mig og buðu mig vel- komna. Ég varð strax bara partur af hópnum. Þetta er alveg þannig hópur, þar sem við leggjum áherslu á að styðja hver aðra,“ segir ingi- björg. Bætum hver aðra upp Það var svo ingibjörg sem hafði samband við Dýrfinnu og fékk hana með sér í stjórn deildarinnar. Dýrfinna hafði verið skráð í FkA í nokkurn tíma og farið stundum á morgunverðafundi og slíkt en ekki verið mjög virk innan félagsins. „Það hitti bara vel á hjá mér á þess- um tíma í lífinu. Ég hef verið í eigin rekstri í fjóra áratugi núna og lært margt. Ég var bara komin á þann stað að ég vildi fara að hjálpa öðr- um og gefa meira af mér og fannst þetta góð leið til þess,“ segir Dýr- finna. Þá segist hún sjálf hafa fund- ið það snemma hversu mikilvægt það sé að mynda gott tengslanet og nýta þau tengsl sem maður hefur. „Ég leitaði einmitt til ingibjargar þegar mig vantaði aðstoð með sam- félagsmiðla, að læra hvernig ég gæti notað Facebook og slíkt. ingibjörg hjálpaði mér af stað og kenndi mér að nota miðlana sjálf. Við eigum að nýta okkur þau tengsl sem við höf- um, við nefnilega bætum hver aðra upp.“ segir Dýrfinna og brosir. arg Knapi Fjórðungsmóts Vesturlands sem haldið var í Borgarnesi 2017 var Skapti Steinbjörnsson. Ljósm. úr safni Fjórðungsmót framundan í Borgarnesi Vestlendingar í stjórn Atvinnurekendadeildar Félags kvenna í atvinnulífinu Samsett mynd af nýrri stjórn Atvinnurekendadeildar Félags kvenna í atvinnu- lífinu. Ljósm. aðsend. Ingibjörg Valdimarsdóttir og Dýrfinna Torfadóttir sitja nú í stjórn Atvinnurekendadeildar Félags kvenna í atvinnulífinu.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.