Skessuhorn


Skessuhorn - 30.06.2021, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 30.06.2021, Blaðsíða 29
MiðVikuDAGur 30. júní 2021 29 Akranes – miðvikudagur 30. júní – 4. júlí Bæjarhátíð Skagamanna, Írskir dagar, hefjast í dag og standa fram á sunnudag. Vegleg dagskrá er alla hátíðina fyrir alla fjölskylduna en nákvæmari dagskrá má finna í auglýsingu hér í Skessuhorni. Akranes - miðvikudagur 30. júní Fjöliðjan sýnir stuttmyndina Emili og tímaflakkið í Bíóhöllinni klukk- an 18. Frítt inn og allir velkomnir. Akranes – miðvikudagur 30. júní Keppt verður í Álmanninum, öðru- vísi þríþrautarkeppni. Keppni hefst á því að hjólað verður frá Jaðarsbökkum kl. 18:00 að rótum Akrafjalls, þar verður gengið eða hlaupið upp á Háahnjúk og aft- ur niður. Þá hjóla keppendur sem leið liggur niður á Langasand þar sem þeir synda 400 metra í sjón- um með fram ströndinni. Dalabyggð – miðvikudagur 30. júní Farið verður í sögurölt um Bersa- tungu í Saurbæ. Röltið hefst við Brekkurétt kl. 20:00 og er ríflega kílómetri að lengd. Ólafsvík – fimmtudagur 1. júlí Víkingur Ó fær Þrótt R. í heim- sókn á Ólafsvíkurvöll í 9. umferð í Lengjudeild karla kl. 19:15. Borgarnes – fimmtudagur 1. júlí Skallagrímur tekur á móti KH í B riðli 4. deildar karla í knattspyrnu. Leikurinn hefst á Skallagrímsvelli kl. 20:00. Snæfellsbær – ‘ laugardagur 3. júlí Bæjarhátíðin Ólafsvíkurvaka verð- ur haldin með pompi og prakt í Snæfellsbæ. Nánari dagskrá er að finna á Facebook síðu Snæfells- bæjar. Borgarnes – laugardagur 3. júlí Heiðar Lind Hansson sagnfræð- ingur verður með Bjargslands sögugöngu. Gangan hefst kl. 13:00 frá planinu við Bjargsafleggjar- ann og endar gangan um kl. 15:00 við Bjarg. Þá verður vöfflukaffi við Bjarg og rennur ágóði óskiptur í skógarsjóð. Leikir fyrir börn og fullorðna milli kl. 15:00 og 17:00. Borgarnes – sunnudagur 4. júlí Leikhópurinn Flækja kynnir leik- verkið „Ef ég væri tígrisdýr“ í Óðali kl. 13:00. Hægt er að kaupa miða á tix.is. Hvalfjarðarsveit – sunnudagur 4. júlí Tónleikar í Hallgrímskirkju í Saurbæ kl. 16:00. Amasia tríó - Þjóðlagakennd tónlist frá ýmsum löndum. Aðgangseyrir er 2.500 kr. Borgarnes – miðvikudagur 7. júlí Skallagrímsmenn fá SR í heim- sókn í B riðli 4. deildar karla í knatt- spyrnu. Leikið verður á Skalla- grímsvelli og hefst leikurinn kl. 20:00. Getir þú barn þá birtist það hér, þ.e.a.s . barnið! www.skessuhorn.is Á döfinni Nýfæddir Vestlendingar 22. júní. Drengur. Þyngd: 3.972 gr. Lengd: 52 cm. For- eldrar: Særós Lilja T. Bergsveinsdóttir og Benedikt Svavar Björnsson, Stykkishólmi. Ljósmóðir: Hafdís Rúnarsdóttir. AUGLÝSING UM SKIPULAG – BORGARBYGGÐ Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkti á fundi 565 þann 24. júní 2021 vinnslutillögu fyrir aðalskipulagsbreytingu í Húsafelli í Borgarbyggð til kynningar. Í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt vinnslutillaga að fyrirhugaðri breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar. Verslun, þjónusta, íbúðar- og frístundabyggð sunnan þjóðvegar í Húsafelli Í breytingunni er gert ráð fyrir að skilgreina landnotkun svæðisins og samgöngukerfi. Vinnslutillagan mun liggja frammi í þjónustuveri Borgarbyggðar, Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnesi, á opnunartíma 9:30-15:00 alla virka daga. Vinnslutillagan er einnig aðgengileg á vef Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuni að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við auglýsta vinnslutillögu og er frestur til að skila inn athugasemdum til 16. ágúst 2021. Athugasemdum skal skila skriflega í þjónustuver Borgarbyggðar, Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnesi, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulagsfulltrui@ borgarbyggd.is Borgarbyggð 30. júní 2021 Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar. Verið velkomin í Reykholtskirkju Kveðjumessa Reykholtskirkja sunnudaginn 4. júlí klukkan 14:00. Sr. Geir Waage kveður söfnuðinn eftir fjörutíu og tveggja ára þjónustu. Organisti: Dóra Erna Ásbjörnsdóttir. Kaffiveitingar í safnaðarsal eftir messu. Sóknarnefnd. Reykholtskirkja S K E S S U H O R N 2 02 1 / L jó sm . G uð la ug ur Ó sk ar ss on 24. júní. Stúlka. Þyngd: 3.548 gr. Lengd: 49 cm. For- eldrar: Paulina A Zebrowska og Tomasz Aleksander Leniec, Borgarnesi. Ljósmóðir: Elín Sigurbjörnsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.