Skessuhorn


Skessuhorn - 07.07.2021, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 07.07.2021, Blaðsíða 29
MIðVIKudAGuR 7. júlÍ 2021 29 Akranes – 11. júní til 9. júlí. Bland í poka - skúlptúrasýning Tinnu Royal. Dagana 11. júní til 9. júlí mun Tinna Royal, bæjarlista- maður Akranes, vera með skúlp- túrasýningu í Bókasafni Akraness. Sýningin er aðgengileg öllum á opnunartíma bókasafnsins. Borgarnes – 7. til 11. júlí. Fjórðungsmót hestamanna í Borg- arnesi. Fjórðungsmót Vesturlands og Landssýning kynbótahrossa verður haldin dagana 7.-11. júlí í Borgarnesi. Borgarnes – miðvikudagur 7. júlí. Skallagrímur fær SR í heimsókn á Skallagrímsvöll í 4. deild, B riðli. Leikurinn hefst kl. 20:00. Rif – miðvikudagur 7. júlí. Jói P & Króli í Frystiklefanum og sprengja þakið af húsinu. Þetta er þeirra síðasta tónleikaferðalag þar sem bandið hættir störfum í kjöl- farið og því síðasti séns að sjá þessa mögnuðu stráka stíga á svið. Akranes – fimmtudagur 8. júlí. Skagakonur fá Hauka í heimsókn á Norðurálsvöll í Lengjudeild kvenna. Leikurinn hefst kl. 19:15. Ólafsvík – föstudagur 9. júlí. Víkingur Ó fær Grindavík í heim- sókn á Ólafsvíkurvöll í Lengjudeild karla. Leikurinn hefst kl. 19:15. Lýsuhóll – föstudagur 9. júlí. Miðnætursundstund í Lýsulaug- um á Snæfellsnesi. Böðum okkur úr heitu ölkelduvatni og hressum okkur á köldu ölkelduvatni. Mo- jito þema með ætum kryddjurt- um, rabarbarasýrópi og graslauks- röri. Sagðar verða sögur & sungið. Allir velkomnir. Gjald á viðburð er kr. 1000-. Borgarnes – 9. til 11. júlí. Hinsegin Vesturland í Borgarbyggð. Hinseginhátíð Vesturlands fer fram með pompi og prakt helgina 9.-11. júlí og verður hápunktur helg- arinnar á laugardeginum þegar gleðiganga fer fram. Akranes – laugardagur 10. júlí. Kári fær Magna í heimsókn í Akra- neshöllina í 2. deild karla. Leikurinn hefst kl. 16:00. Stykkishólmur – laugardagur 10. júlí. Sirkussýning í Hólmgarði. Allra veðra von er nýsirkussýning Hring- leiks þar sem sirkuslistin er notuð til að skoða tengsl mannsins við veðrið. Sýningin er myndræn og hrífandi fyrir áhorfendur á breið- um aldri óháð tungumáli. Akróba- tík, áhætta, grín og glens, ljóðrænar myndir og loftfimleikar flétta sam- an sögur af mönnum og veðri. Stykkishólmur – laugardagur 10. júlí. Titrandi tré, tónleikar með Mel- korku Ólafsdóttur. Tónleikarnir verða í Stykkishólmskirkju 10. júlí kl. 16:00 allir velkomnir og það er enginn aðgangseyrir. Tónleikarn- ir taka um 45 mín. Þetta er einleik- ur á flautu og spiluð verða verk eft- ir; J.S.Bach, Maran Marais og C.P.E. Bach. Einstakt tækifæri til að koma og njóta. Ólafsvík – sunnudagur 11. júlí. Reynir Hellissandi tekur á móti KÁ á Ólafsvíkurvelli í í Lengjudeild karla. Leikurinn hefst kl. 14:00. Borgarnes – sunnudagur 11. júlí. Kraftar eldgoss og kvenna. Sýning- in um konur er með titilinn „Kraft- ar eldgoss og kvenna“. Sýnd verður valin myndlist Michelle Bird í lista- stofu hennar og listarými. Rif – mánudagur 12. júlí. Sirkusnámskeið Hringleiks - Frysti- klefanum Rifi. Sirkushópurinn Hringleikur býður upp á tveggja daga sirkusnámskeið fyrir 8-16 ára í Frystiklefanum á Rifi 12.-13. júlí. Um er að ræða skemmtilegt og líkam- lega krefjandi sirkusnámskeið þar sem þátttakendur kynnast undir- stöðum sirkuslistanna. Námskeið- ið er klukkan 11:00-13:30 báða dagana. Námskeiðið er í boði Snæ- fellsbæjar og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Reykhólar – 13. til 14. júlí. Söfnun á heyrúlluplasti 13. - 14. júlí. Íslenska Gámafélagið stefnir að því að hirða rúlluplast 13. og 14. júlí. Bent er á að hafa plastið klárt, bundið í búnt eða í áburðarpokum, þeir vilja alls ekki taka þetta í lausu. Á döfinni Nýfæddir Vestlendingar 29. júní. Stúlka. Þyngd: 2.600 gr. Lengd: 46,5 cm. Foreldrar: Bríet Rán Elefsen og Einar Benedikt Jónsson, Akranesi. Ljósmóðir: G. Erna Valentínusdóttir. Pennagrein Það er ljóst að um langa hríð hefur verið skortur á fastráðnum læknum á Heilsugæslustöð HVE í Borgar- nesi, um það er ekki deilt. Sama á við um álag á þá lækna og ann- að starfsfólk sem eru á vakt hverju sinni. Íbúafjöldi á starfssvæði Heilsugæslustöðvarinnar marg- faldast þegar tekið er tillit til sum- arhúsa og annarra sem sækja Vest- urland heim og eru innan umdæmis þess sem Heilsugæslan í Borgarnesi sinnir. Til þessa þarf og verður að taka tillit þegar fjármagni er útdeilt innan heilbrigðiskerfisins og skipu- lag er mótað á hverri starfsstöð innan Heilbrigðisstofnunar Vest- urlands. um leið og þetta er sagt þá vill undirritaður leyfa sér að þakka góð samskipti og samvinnu við starfs- fólk HVE við okkur sem störfum í Brákarhlíð. Án þess góða og fum- lausa samstarfs og samskipta þá væri staða okkar í Brákarhlíð ekki sú sama og hún er í dag. Með góðri samvinnu sem byggir á trausti og virðingu þá hafa þess- ar tvær stofnanir, í fullu samstarfi við vistunarmatsnefnd, oft náð að þjónusta þá sem fást við veikindi á þann máta að ekki hefur þurft að koma til sjúkrahúsinnlagnar heldur hefur verið fundin lausn þannig að einstaklingar komi til dvalar í Brák- arhlíð í skemmri eða lengri tíma. Skiptir þar miklu árvekni þeirra starfsmanna sem sinna heimahjúkr- un á Heilsugæslustöðinni í Borg- arnesi á starfssvæði hennar, jafnt í dreifbýlinu sem innan Borgarness. Það er gott og hæfileikaríkt starfsfólk sem á Heilsugæslustöð- inni í Borgarnesi starfar, gleymum því ekki í amstri dagsins og pirr- ingi okkar íbúanna yfir því að það vantar fleiri fastráðna lækna. lát- um ekki umtal fæla það góða fólk úr starfi, það er mikilvægt að fókusinn sé vel stilltur á viðfangsefnið sem er fyrst og fremst það að fastráðnum læknum verður að fjölga. Yfirstjórn HVE verður að taka það mál til al- varlegrar úrvinnslu nú þegar með stuðningi fagráðuneytis, alþingis- manna kjördæmisins og sveitar- stjórna á starfssvæðinu, núna! Björn Bjarki Þorsteinsson Höf. er framkvæmdastjóri Brákar- hlíðar. Snúum bökum saman Leitum að jörð í Borgarfirði fyrir traustan kaupanda. Húsakostur ekki endilega nauðsynlegur. Jörðin þarf að henta til skógræktar. Einhver hlunnindi er góður kostur. Nánari upplýsingar gefur Magnús Leópoldsson á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar í síma 550 3000 og 892 6000 eða á netfangið magnus@fasteignamidstodin.is Skógræktarjörð óskast S K E S S U H O R N 2 02 1 29. júní. Stúlka. Þyngd: 3.934 gr. Lengd: 53 cm. Foreldrar: Hekla Haraldsdóttir og Ómar Logi Þor- björnsson, Akranesi. Ljósmóðir: Elín Sigurbjörnsdóttir. 1. júlí. Stúlka. Þyngd: 4.358 gr. Lengd: 53 cm. Foreldrar: Harpa Lind Gylfadóttir og Arnar Harðar- son, Akranesi. Ljósmóðir: Guðrún Fema Ágústdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.