Skessuhorn - 07.07.2021, Blaðsíða 23
MIðVIKudAGuR 7. júlÍ 2021 23
ERT ÞÚ AÐ
FYLGJAST MEÐ?
Sími 433 5500 - skessuhorn@skessuhorn.is - www.skessuhorn.is
Helgina 9.-11. júlí verður Nátt-
úrubarnahátíð á Ströndum hald-
in með pompi og prakt í fimmta
skiptið á Sauðfjársetrinu í Sævangi,
rétt sunnan við Hólmavík. Þetta er
fjölskylduhátíð þar sem gestir, börn
og fullorðnir, fá kjörið tækifæri til
að finna eða rækta sitt innra nátt-
úrubarn á fjölbreyttum viðburðum
sem einkennast af útivist, fróðleik
og skemmtun.
Það er Náttúrubarnaskólinn sem
stendur fyrir hátíðinni en það er
dagrún Ósk jónsdóttir þjóðfræð-
ingur sem sér um hann. „Markmið
Náttúrubarnaskólans er að líta sér
nær og sjá hvað allt í kringum okk-
ur er merkileg, að leita ekki langt
yfir skammt. Þegar við þekkjum
náttúruna hugsum við líka betur
um hana,“ segir dagrún Ósk. Nátt-
úrubarnaskólinn stendur fyrir fjöl-
breyttum námskeiðum fyrir börn
yfir sumartímann sem miðar að
því að fræða börn um ólíkar hliðar
náttúrunnar.
„Hátíðin hefst á föstudegi og fer
að mestu fram utandyra, svo við
hefjum hana á því að framkvæma
veðurgaldur, til að tryggja gott
veður um helgina,“ segir dagrún.
„Skipulagningin gengur mjög vel,
við erum með glæsilega dagskrá,
fjölbreytt og skemmtileg atriði,
tónlist, spennandi smiðjur, göngu-
ferðir og útivist. Ég hlakka mjög
til. Sævangur er frábært svæði fyrir
hátíð af þessu tagi, nálægt fjörunni,
þar er fjölbreytt fuglalíf og plöntu-
lífríki,“ bætir dagrún við.
Fyrir þau sem mæta snemma
verður sirkushópurinn Hringleik-
ur á Hólmavík í vikunni með nám-
skeið fyrir krakka og svo með sýn-
inguna Allra veðra von í Sævangi á
fimmtudeginum.
Á hátíðinni um helgina verða
meðal annars á dagskrá kvöld-
skemmtun með Gunna og Fel-
ix, tónleikar með Sauðatónum,
Stjörnu-Sævar, Benedikt búálfur
og dídí koma í heimsókn og Einar
Aron töframaður verður með magn-
aða töfrasýningu. Það verða spenn-
andi smiðjur með Arfistanum, Þykjó
og Eldraunum, hægt að fara á hest-
bak, taka þátt í núvitundarævintýri
með Kyrrðarkrafti, náttúrubarna-
jóga með Hvatastöðinni, útileikj-
um, gönguferðum, fjölskylduplokki,
spurningaleik, hlusta á drauga- og
tröllasögur, skjóta af boga og margt
fleira.
Það er frítt á öll atriði hátíðarinn-
ar en hún er styrkt af uppbygginga-
sjóði Vestfjarða, Sterkum Ströndum
og Orkubúi Vestfjarða. Það er hægt
að kaupa súpu, grillaðar pylsur, sam-
lokur og ís í Sævangi alla helgina.
Gestum hátíðarinnar býðst að tjalda
frítt á Kirkjubóli sem er beint á móti
Sævangi en þar er þó ekki eigin-
legt tjaldsvæði (ekkert rafmagn). Á
Hólmavík er svo frábært tjaldsvæði
og ýmsir gististaðir í grenndinni.
„Ég hvet náttúrubörn á öllum
aldri til að koma og kynnast nátt-
úrunni, leika sér saman og skapa
skemmtilegar minningar,“ segir
dagrún að lokum.
Hægt er að kynna sér hátíðina á
Facebook síðu Náttúrubarnaskól-
ans, á natturubarnaskoli@gmail.com
eða hjá dagrúnu í síma 661-2213.
dagskrána í heild sinni má nálg-
ast á: https://www.facebook.com/
events/782069226047041
mm
Í aðdraganda einnar af stærstu
ferðahelgum ársins tók björgun-
arsveita- og slysavarnadeildarfólk
vegfarendur tali á einum 50 stöðum
á landinu á Safetravel deginum.
Safetravel dagurinn var á föstu-
daginn en hann er haldinn á hverju
ári. Hvatt er til góðrar og ábyrgr-
ar ferðahegðunar á vegum sem
utan þeirra. Afhentur var poki með
fræðsluefni og glaðningi um leið og
hvatt var til slysalauss sumars. dag-
urinn markaði sömuleiðis form-
legt upphaf hálendisvaktar björg-
unarsveita en næstu tvo mánuði
verða björgunarsveitir með við-
veru á þremur stöðum á hálend-
inu; landmannalaugum, Nýjadal
og við drekagil. Verða þeir til taks
ef óhöpp og slysa verða en síðustu
árin hafa á bilinu 1.400 til 2.000
verkefni verið leyst af hálendisvakt-
inni. mm/ Ljósm. Landsbjörg.
„já, það gekk vel í Norðurá og
alltaf jafn skemmtilegt að veiða
þar,“ sagði Árni Friðleifsson í sam-
tali við tíðindamann Skessuhorns.
Norðurá er nú komin í 280 laxa
og virðist laxveiðin ganga einna
best þar. Flestir fiskarnir hafa samt
veiðst í Þjórsá, en Norðurá er nú
í öðru sæti við veiðitoppinn og á
eftir henni kemur Þverá í Borgar-
firði.
,,Við vorum löggur að veiða og
það var gaman. Á myndinni er Sig-
urgeir Ómar Sigmundsson yfir-
lögregluþjónn á Keflavíkurflug-
velli og ég, já þessi var handtekinn
en sleppt aftur í Norðurána eftir
stutta yfirheyrslu. Þetta skeði allt
á Stokkhylsbrotinu. Sjálfur veiddi
ég þann fyrsta fyrir ofan Glanna
en þessi smálax veiddist í Poka
fyrir neðan Króksfossinn. Mjög
skemmtilegur veiðitúr,“ bætti Árni
við.
Þverá er að komast yfir 200 laxa
en rólegt hefur verið í langá á
Mýrum enn sem komið er. Síðasta
holl fékk fimm laxa. Góður gang-
ur hefur verið í Haffjarðará og áin
komin yfir 100 laxa, en veitt er á
fjórar stangir þessa dagana í ánni.
Flott veiði í
Grundarfirði
,,Við við lentum í flottri veiði í
Grundarfirði á miðnætti síðasta
laugardag,“ sagði Ellert Vopni
Olgeirsson í samtali við tíðinda-
mann. dóttir hans var með í þess-
ari skemmtilegu veiðiferð þar sem
fiskurinn var að gefa sig við strönd-
ina. „Það var mokveiði á smá-
þorski og dóttirin Ísabella Máney
veiddi vel, en hún er bara fjögurra
ára. Við fengum á milli 15 og 20
fiska á um það bil klukkutíma og
henni fannst þetta bara gaman og
er komin með mikla veiðidellu,“
sagði Ellert Vopni.
Margir veiðimenn hefja veiði-
skapinn á bryggjum landsins og
núna er tíminn. Fiskurinn að gefa
sig víða við landið. Makríllinn hef-
ur lítið látið sjá sig enn þá en hann
kemur væntanlega, en mörgum
finnst gaman að veiða hann þeg-
ar hann tekur grimmt og sprikl-
ar mikið. Margir veiðimenn hafa
til að mynda stundað Seleyrina
grimmt síðustu daga og veiðimenn
hafa verið að fá fína veiði. gb
Það gekk vel í Norðurá
Ísabella Máney Ellertsdóttir glað-
hlakkaleg með þaraþyrskling úr
Grundarfirði. Ljósm. Ellert.
Sigurgeir Ómar Sigmundsson yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli og Árni Frið-
leifsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsnæðinu.
Ræddu við ökumenn á leið í fríið
Náttúrubarnahátíð á
Ströndum um næstu helgi