Skessuhorn - 07.07.2021, Blaðsíða 16
MIðVIKudAGuR 7. júlÍ 202116
Það verður líf og fjör um næstu
helgi í Borgarnesi eða Happiness
eins og það er oft kallað. Ekki nóg
með að hestamenn á Vesturlandi
skeiði um víðan völl og haldi fjórð-
ungsmót rétt fyrir ofan bæinn, þá
verður Hinseginhátíð Vesturlands
haldin með pompi og prakt um
helgina. Fjörið hefst strax á morg-
un, fimmtudag, þegar gleðisveitin
drusla á bömmer þjófstartar há-
tíðinni með tónleikum á Bara Öl-
stofu lýðveldisins. Á föstudegin-
um verður allt Vesturlandið skreytt
í regnbogalitum og allir hvattir til
að skreyta bæinn sinn og þá munu
öll sveitarfélögin á Vesturlandi
flagga regnbogafánum í tilefni há-
tíðarinnar. Þá ætlar Snæfellsbær að
mála götu í regnbogalitunum og í
Borgarnesi verður Himnastiginn
við Skallagrímsvöll málaður í litum
regnbogans.
Á laugardeginum hefst dagurinn
með Regnbogaspinning hjá Gunnu
dan en síðan verður fjölbreytileik-
anum fagnað með Gleðigöngu til
að styðja við réttindabaráttu hin-
segin fólks á Vesturlandi. Fremst-
ur í flokki þar verður Borgnes-
ingurinn Ingvar Breiðfjörð Skúla-
son sem ætlar að gera allt vitlaust
á mest skreytta vagninum. Eftir
gönguna verður skemmtidagskrá í
dalhallanum og í Skallagrímsgarði
þar sem meðal annars verður boð-
ið upp á hoppukastala, leikhóp-
inn lottu, sölutjöld og almenna
gleði. Síðar um kvöldið verður ball
í Hjálmakletti með engum öðrum
en Páli Óskari.
Á sunnudeginum verður þetta
í rólegri kantinum og byrjað á
fræðslukaffi í Borgarnesskirkju og
svo verður fjölskyldu- og regnboga-
messa í framhaldi á sama stað.
Veggur regnbogans
Í tilefni þessarar hátíðar kíkti
blaðamaður Skessuhorns í Borgar-
nes í síðustu viku og það vakti at-
hygli að þegar ekið er inn í Borg-
arnes, þá blasir við veggur í regn-
bogalitunum. Þessi veggur var mál-
aður af krökkunum í vinnuskólan-
um í Borgarnesi síðasta sumar og
var þeirra hugmynd og er mikil
bæjarprýði. Síðan var kíkt í kaffi til
Guðrúnar Steinunnar Guðbrands-
dóttur og þar var með henni Ing-
var Breiðfjörð Skúlason en þau
sitja bæði í stjórn félagsins Hin-
segin Vesturland ásamt Alexand-
er Aroni Guðjónssyni. Systurnar
Guðrún og Bjargey Anna fengu á
síðasta ári styrk frá uppbygging-
arsjóði Vesturlands fyrir verkefnið
Hinsegin Borgarbyggð og ætluðu
þær að halda hinsegin hátíð í Borg-
arnesi. Vegna Covid-19 var hátíð-
inni frestað en nú er loks komið
að þessu. Markmiðið þeirra var þó
alltaf að stofna félag fyrir hinseg-
in fólk á Vesturlandi samhliða því
að halda hátíð og það var gert í í
febrúar á þessu ári.
Auka sýnileika
úti á landi
Í viðtali við Skessuhorn í tilefni þess
sagði Guðrún, eða Gunna eins og
hún er oftast kölluð: „Okkur langar
að auka fræðslu hér á Vesturlandi og
myndum vilja bjóða upp á fræðslu í
skólum og jafnvel vera í samstarfi
við nemendafélög og foreldrafé-
lög á svæðinu. Sjálf er ég kennari
í Grunnskólanum í Borgarnesi og
ég hef, bæði í gegnum reynslu og
námið mitt, kynnt mér vel málefni
sem tengjast hinsegin fólki og sér-
staklega börnum. Það er oft erfið-
ara að vera hinsegin í litlum sam-
félögum og því þykir okkur mikil-
vægt að auka sýnileika úti á landi
með stofnun svona félags,“ segir
Gunna. „Sjálf er ég hinsegin og ég
fann það bæði þegar ég ólst upp og
svo þegar ég flutti aftur út á land,
hvað það er lítill sýnileiki hinsegin
fólks úti á landi,“ segir hún en sjálf
ólst hún upp á Mýrunum. „Það var
erfitt að alast upp úti á landi og líða
eins og maður væri einn í heimin-
um sem hinsegin manneskja og mig
langar að gera það sem ég get svo
krökkum í dag líði betur en mér
leið. Ég vil líka að þau þurfi ekki að
sækja stuðning á höfuðborgarsvæð-
ið heldur geti fengið hann í sinni
heimabyggð.“
Eigum við ekki að fara
að djamma?
Þegar Gunna var búin að hella
upp á kaffi var fyrsta spurningin til
þeirra hvenær þau hefðu fyrst áttað
sig á því að vera samkynhneigð?
Gunna segir að hún hafi alveg
áttað sig á því sem unglingur og hafi
reynt allt til þess að vera það ekki.
„Þegar ég hugsa til baka þá fann ég
að ég var öðruvísi en það var eng-
in umræða. Ég bjó upp í sveit og
hitti ekki neinn og vissi ekki neitt.
Maður reyndi að gera allt til þess
að enginn myndi fatta þetta. Ég var
orðin frekar gömul þegar ég kom
út úr skápnum, rétt komin yfir þrí-
tugt. En var búin að búa með konu
í mörg ár án þess að vera með yfir-
lýsingar, við vorum bara vinkonur.
Þegar við byrjuðum saman þá vor-
um við hér í Borgarnesi en við flutt-
um suður til að hverfa í fjöldann.”
Ingvar segist ekki eiga svona dag
sem hann kom út úr skápnum því
hann var ekki að pæla í því sjálfur.
„Ég er oft spurður að því en ég veit
það ekki. Þetta breytir mig engu og
vonandi verður það bara svoleiðis.
Maður sá þetta bara þegar ég kom
út. Ég sagði mömmu og pabba
þetta fyrst og mínum nánustu og
þau tóku þessu mjög vel. Ég beið
til dæmis með það þangað til síð-
ast að segja strákavinunum mínum
frá þessu og þeir voru bara eitthvað:
dööö, alveg drullusama. Þeir voru
ekkert að pæla í þessu og þeim var
alveg sama. Ég gleymi samt aldrei
þessu samtali með strákunum,
þetta var í Skalló og við vorum að
labba saman: „Strákar, ég verð að
segja ykkur, ég er hommi.“ Og þeir
bara; „Eigum við ekki að fara að
djamma?“ Ég hef aldrei orðið fyr-
ir fordómum í lífinu, þetta er svo
mikið í manni sjálfum en auðvitað
lendir fólk í fordómum. Ég man
á þessum árum rétt eftir aldamót-
in að þá fórum við bara á ákveðna
skemmtistaði til að skemmta okk-
ur. Í dag er varla hægt að reka gay
bar í Reykjavík því hann er fullur af
gagnkynhneigðu fólki og við erum
bara allsstaðar.“
Það á enginn
regnbogann
Gunna býr í Borgarnesi með tveim-
ur dætrum sínum í húsi við Þor-
steinsgötu sem hún hefur verið að
dunda sér við að taka í gegn. Hún
á eldri stelpuna með sinni fyrrum
sambýliskonu og þær hafi langað
mikið í barn og þá ákváðu þær að
koma út úr skápnum. „Þannig að
við skelltum okkur til danmerkur
árið 2005 á Stork-klinik þar, og það
tókst bara í fyrsta og ég gekk með
barnið. Við skildum fljótlega eftir
að hún fæddist en síðar þegar mig
langaði í annað barn að þá fór ég
ein í þetta og þá var hægt að gera
þetta hérna heima. Þá pantaði ég
frá sömu klíníkstofu þannig að þær
systurnar eru alsystur.“
En aftur að Hinseginhátíðinni,
Gunna og Ingvar segja að þau
hlakki mikið til helgarinnar og von-
ast til að sjá Borgarnes fullt af fólki
að skemmta sér í öllum regnbogans
litum. Eða eins og Ingvar bendir
réttilega á: Það á enginn regnbog-
ann en við erum öll með honum í
liði.“
vaks
Ingvar Breiðfjörð verður á mest skreyttasta vagninum í Gleðigöngunni.
Hinseginhátíð Vesturlands um næstu helgi
Gunna ásamt dætrum sínum, Birtu Rún og Hugrúnu Hönnu.