Skessuhorn - 07.07.2021, Blaðsíða 14
MIðVIKudAGuR 7. júlÍ 202114
Í fréttum RúV á mánudag sagði
að mikil mengun hafi mælst í
Hvalfirði og viðbúið að hún hafi
líka verið mikil á Akranesi. Kom
fram í fréttinni að styrkur brenni-
steinsdíoxið hafi numið um 900
míkrógrömmum á rúmmetra.
Mengunin sem um ræðir kem-
ur að hluta beint frá gosstöðvun-
um á Reykjanesi en einnig er um
að ræða mengunarský sem fyrst
lagði leið sína í átt til Grænlands
en er nú komið aftur yfir landið.
Brennisteinsdíoxíð (SO2) er lit-
laus lofttegund með sterkri lykt
sem getur haft áhrif á húð, augu
og öndunarfæri.
Brennisteinsmengunarspá Veð-
urstofu Íslands sýnir hvernig gert
er ráð fyrir að gosmóða frá eldgos-
inu í Fagradalsfjalli verður næsta
sólarhringinn. Samkvæmt spánni
þegar þetta er ritað (á þriðjudegi)
er gert ráð fyrir að gosmóðuna
leggi yfir stóran hluta Vesturlands
á miðvikudag. Veðurspáin gerir
svo ráð fyrir svipaðri vindátt fram
yfir næstu helgi þannig að líklegt
er að gosmóðan hegði sér með
svipuðum hætti.
Það er umhverfisstofnun sem
hefur með höndum loftgæðamæl-
ingar á landinu og á vef stofnun-
arinnar má finna yfirlit yfir slíka
mæla. Þegar vefsíðan er skoðuð
vekur athygli að loftgæðamælar
eru í talsverðum mæli staðsettir á
Suðurnesjum á höfuðborgarsvæð-
inu en utan þessara svæða er ekki
um jafn auðugan garð að gresja.
Einu loftgæðamælarnir sem er að
finna á Vesturlandi eru þrír mæl-
ar umhverfis stóriðjuna í Hval-
firði. Norðan við það svæði þarf
að fara allt norður til Akureyrar til
að finna næsta mæli.
Margir fundið
fyrir einkennum
lausleg könnun meðal starfs-
fólks Skessuhorns og vina þeirra
leiddi í ljós að margir hafa fund-
ið fyrir gosmenguninni í hálsi og
öndunarfærum síðustu daga. Sér-
staklega finnur starfsmaður með
astma fyrir einkennum. Það er
áhyggjuefni að þegar stórvara-
söm efni eins og brennisteins-
díoxíð SO2 leggur yfir byggð-
ir landsins að loftgæðamælingar
skuli ekki vera meiri og betri en
raun ber vitni. Sérstaklega þegar
einn af þessum fáu mælum sýn-
ir gildi sem nema um þreföldum
heilsuverndarmörkum útgefnum
af opinberum aðilum.
Samkvæmt Vísindavefnum eru
skaðleg áhrif SO2 tengd því þeg-
ar efnið kemst í neðri öndunar-
veginn, niður í lungun og það er
þá sem geta komið fram alvarlegri
einkenni svo sem astmi og bjúg-
ur í lungum. Skammtímaáhrifin
þegar styrkur er lágur, eru fyrst
og fremst erting í augum, nefi og
koki og jafnvel höfuðverkur. Ef
gildin fara hærra, til dæmis yfir
500-600 µg/m3 getur farið að
bera á hósta, sérstaklega hjá ein-
staklingum með undirliggjandi
lungnasjúkdóma. Einkenni koma
strax fram um leið og mengunar
verður vart í þeim styrkleika sem
hefur áhrif á einstaklinginn en
hverfa líka um leið og mengunin
er horfin.
Það er því full ástæða til þess að
vara alla við, ekki einvörðungu þá
sem eru viðkvæmir við mengun-
inni, og að hvetja alla til þess að
fara varlega og fylgja í öllu leið-
beiningum sem Almannavarn-
ir hafa gefið út um viðbrögð við
SO2 mengun frá eldgosum. frg
Icelandair Group og Slysavarna-
félagið landsbjörg skrifuðu í vik-
unni undir áframhaldandi sam-
starfssamning til næstu fimm ára,
en félagið hefur frá árinu 2014
verið einn af aðalstyrktaraðilum
landsbjargar. Samningurinn var
undirritaður við einn vinsælasta
ferðamannastað landsins um þessar
mundir, gosstöðvarnar í Geldinga-
dölum. Við sama tilefni var tilkynnt
um nýja viðurkenningu, Verndar-
vænginn, sem Icelandair mun veita
árlega fyrir eftirtektarvert starf
björgunarsveitar. Fyrsti Verndar-
vængurinn var veittur björgunar-
sveitinni Þorbirni í Grindavík fyr-
ir öflugt og mikilvægt starf við gos-
stöðvarnar.
Samstarfssamningur Icelandair
og Slysavarnafélagsins landsbjarg-
ar kveður á um beinan fjárhags-
legan styrk auk sérstakra styrkja til
flugferða innanlands og milli landa.
Einnig verður lögð áhersla á sam-
starf Icelandair og landsbjargar
hvað varðar forvarnir og upplýs-
ingagjöf til erlendra ferðamanna,
öryggisþjálfun og gerð viðbragð-
sáætlana. Horft verður til þess að
efla vefinn Safetravel.is enn frekar
en vefurinn er öflug og góð upplýs-
ingamiðstöð fyrir ferðamenn. Auk
þess mun Icelandair koma upplýs-
ingum um vefinn áfram til flugfar-
þega um sínar dreifileiðir. undan-
farin ár hafa landsbjörg og Ice-
landair verið í virku samstarfi varð-
andi öryggisþjálfun, gerð viðbragð-
sáætlana og viðbrögð við flugatvik-
um. Þetta samstarf verður eflt enn
frekar á næstu árum. mm
Í tilefni af fréttum um vegalagn-
ingu um dynjandisheiði, frestun
eða flýtingu framkvæmda þar, vill
stjórn Vestfjarðastofu og sveitar-
stjórnir Ísafjarðarbæjar, Bolungar-
víkur, Súðavíkurhrepps, Tálkna-
fjarðarhrepps og Vesturbyggðar
koma eftirfarandi á framfæri: „Hin
mikla framkvæmd dýrafjarðargöng
mun ekki nýtast til fulls fyrr en veg-
ur um dynjandisheiði er fullgerð-
ur frá Mjólká í Vatnsfjörð ásamt
Bíldudalsvegi. um er að ræða nýjan
veg í stað 70 ára gamals vegar sem
ekki hefur notið nema lágmarks
viðhalds frá upphafi. Heilsársteng-
ing milli norðan- og sunnanverðra
Vestfjarða skiptir miklu máli fyr-
ir vaxandi atvinnulíf og samfélag á
Vestfjörðum. Hér skipta máli mán-
uðir og ár og því mikilvægt að bjóða
út næsta áfanga strax á þessu ári þar
sem sú framkvæmd tekur 2-3 ár.“
Þá segir í ályktun sveitarfélagan-
na að auk heilsárstengingar innan
Vestfjarða styttir dynjandisheiði
ásamt framkvæmdum í Gufudalss-
veit leiðina Ísafjörður – Reykjavík
um 50 kílómetra auk þess að skapa
heilsárs hringleið um alla Vestfirði,
Vestfjarðaleiðina, 950 km. hring
um Vestfirði, dali og Strandir.
„Æskilegt væri að bjóða út alla
framkvæmdina í einu til að flýta
framkvæmdum og ekki síður til að
ná fram eins mikilli hagkvæmni og
hægt er. Hvert útboð kostar tíma
og peninga auk þess sem fyrirsjáan-
leiki hlýtur að vera æskilegur fyrir
framkvæmdaaðila einnig. Stjórn
Vestfjarðastofu og sveitarstjórnir
á norðan og sunnanverðum Vest-
fjörðum hvetja Alþingi, ráðherra
samgöngu- og sveitarstjórnarmála
og Vegagerðina til að taka höndum
saman og finna leið til að flýta fram-
kvæmdum á dynjandisheiði eins og
kostur er. Vegakerfið á Vestfjörðum
þolir einfaldlega ekki frekari tafir á
samþykktum vegaframkvæmdum,“
segir í lok ályktunar sveitarfélagan-
na. mm
Skjámynd af vef Umhverfisstofnunar, loftgaedi.is sem sýnir staðsetningu loftgæðamæla á Íslandi.
Aðeins þrír loft-
gæðamælar á öllu
Vesturlandi
Ný Dýrafjarðargöng munu ekki nýtast til fulls fyrr en vegur um Dynjandisheiði
verður fullgerður.
Mótmæla frestun fram-
kvæmda á Dynjandisheiði
Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hlýtur fyrsta Verndarvænginn, nýja viðurkenningu sem Icelandair mun framvegis
afhenda á hverju ári. Bogi Nils Bogason forstjóri og Bogi Adolfsson formaður Þorbjarnar við gosstöðvarnar í Geldingadölum.
Icelandair Group styrkir Landsbjörg
og kynnir nýja árlega viðurkenningu
Við stöndum öll saman