Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2020, Qupperneq 8

Náttúrufræðingurinn - 2020, Qupperneq 8
Náttúrufræðingurinn 228 Ritrýnd grein / Peer reviewed Æðplöntur / Vascular plants Mosar / Mosses Fléttur / Lichens Ár frá því að jökulsker kom í ljós / Years since the nunataks appeared 0 –5 6 –1 0 11 –2 0 21 –3 0 31 –4 0 41 –5 0 51 –6 0 61 –7 0 71 –7 9 80 0 –5 6 –1 0 11 –2 0 21 –3 0 31 –4 0 41 –5 0 51 –6 0 61 –7 0 71 –7 9 80 Nr. 1–2 Nr. 3 Nr. 4–8 Nr. 9 Nr. 10–15 Nr. 16 5 af 17 reitum / plots 10 af 17 reitum 15 af 17 reitum 1 af 17 reitum 16 af 17 reitum Nr. 17–19 og 20–24 Nr. 25–26 Nr. 27 Nr. 28 1 af 17 2 af 17 reitum Nr. 29–31 8 af 17 reitum / plots Nr. 32 Nr. 33 Nr. 34 Nr. 35 11 af 17 reitum 15 af 17 2 af 17 án / without Nr. 36 Jarðvegssýnataka Jarðvegssýni voru tekin af efstu 5–7 cm jarðvegs rétt við alla reiti í Bræðraskeri og Káraskeri árið 2010. Þau voru fyrst loftþurrkuð við herbergis- hita á rannsóknarstofu og síðan sigtuð í gegnum 2 mm sigti. Sýrustig fínjarðar var mælt með pH-elektróðu í blöndu jarðvegs og eimaðs vatns í hlutföllunum 1:2,5. Fínjörð sem eftir var var kúlu- möluð í fínt duft, síðan þurrkuð við 40°C í 24 klst. og sett í lokuð sýnaglös þannig að fimm sýni voru úr Bræðraskeri (fín- jörð úr tveimur reitum í hverju sýni, B1-B2, B3-B6, B4-B5, B7-B8 og B9-B10) og fimm úr Káraskeri (K4, K5, K7 og tvö sameinuð sýni úr hinum fjórum reitunum, K3-K8 og K1-K2) til að tak- marka efnagreiningarkostnað. Heildar- kolefni (C) og köfnunarefni (N) var mælt með þurrgreiningu við 1200°C í VARIO Max CN-efnagreiningatæki (Elementar Analysensysteme GmbH, Hanau, Þýska- landi) hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þurrefnisinnihald í öllum jarðvegs- sýnum var fundið með því að þurrka hlutsýni við 103°C í 48 klst. og vigta þau síðan. Niðurstöður efnagreininga voru síðan leiðréttar fyrir réttu þurrefnis- innihaldi. Til samanburðar voru einnig mæld sex sýni sem höfðu verið tekin neðst í Skálabjörgum í Esjufjöllum í Breiðamerkurjökli árið 2005 á þremur ólíkum sniðum þar sem um 5 og 10 ár voru síðan jarðvegur kom undan jökli. Gagnaúrvinnsla Gróðurþekja æðplantna í hverjum reit var áætluð sem miðgildi einkunnar- innar á Hult-Sernander-mælikvarð- anum (1. tafla). Heildarþekja æðplantna var áætluð með því að leggja saman miðgildin í hverjum reit. Heildar- þekju mosa og fléttna hafði verið gefin einkunn í öllum úttektum og voru miðgildi þeirrar einkunnar því notuð. Tvenns konar stuðlar fyrir tegundafjöl- breytileika í reitunum voru reiknaðir, sem byggðu á þekjumatinu, Shannon- stuðull (H) og Simpson 1/D-stuðull (Simpson’s Reciprocal Index). Báðir stuðlarnir meta tegundafjölbreytileika og eykst fjölbreytileikinn með hærra gildi. Munurinn á þeim er einkum sá að Shannon H-stuðullinn tekur meira tillit til sjaldgæfari tegunda en Simpson 1/D-stuðullinn. Stuðlarnir eru útskýrðir í flestum vistfræðikennslubókum.25 Öll gröf voru teiknuð í forritinu Sigmaplot 12.2. Til að bera saman mældar breytur á báðum skerjum á sama aldursbili voru notuð t-próf í SAS 14.3. Til að einfalda myndrænar niður- stöður var staðalskekkja aðeins sýnd fyrir sjö úttektir af fimmtán sem með- altöl eru sýnd fyrir: 1965 (fyrir alla reiti nema B8, B9 og B10 sem voru lagðir út 1970), 1976, 1985, 1997, 2005, 2010 og 2016. Til frekari einföldunar var niðurstöðum einstakra reita skipt í tvo flokka í Bræðraskeri (B1-B7 og B8-B10) og sýndu þeir ólíkasta framvindu mosaþekju, en framvinda æðplantna var svipuð í þeim öllum. Í Káraskeri var niðurstöðunum skipt upp í þrjá flokka (K1, K5; K2, K4; K3, K7, K8) sem hver um sig sýndi svipaða fram- vindu æðplantna. 4. mynd. Landnám og útdauði 36 æðplöntutegunda, fléttna (alls 8 tegundir) og mosa (tegunda- fjöldi óþekktur) í 17 föstum vöktunarreitum í Bræðraskeri og í Káraskeri í Breiðamerkurjökli á 80 ára tímabili. Landnám æðplantna raðaðist í 0–5 ár: nr. 1–2 fjallasveifgras, músareyra, nr. 3 þúfusteinbrjótur; 6–10 ár: nr. 4–8 grasvíðir, lotsveifgras, lækjafræhyrna, snækrækill, vetrarblóm, nr. 9 steindepla; 11–20 ár: nr. 10–15 blásveifgras, fjalladepla, fjallafræhyrna, lækjasteinbrjótur, móasef, ólafssúra, nr. 16 skammkrækill; 21–30 ár: nr. 17–19 axhæra, fjallalógresi, skriðnablóm, og að auki í Káraskeri 1965 nr. 20–24 blávingull, fjallafoxgras, fjallapuntur, fjallavíðir, ljósadún- urt; 31–40 ár: nr. 25–26 fjalladúnurt, túnfífill, nr. 27 snæsteinbrjótur, nr. 28 hvítmaðra; 41–50 ár: nr. 29–31 melablóm, melanóra, fjallasmári, nr. 32 undafífill; 51–60 ár: nr. 33 ljónslappi; 61–70 ár: nr. 34 grámulla; 71–80 ár: nr. 35 tungljurt, nr. 36 smjörgras. Fléttur og mosar sýna hve margir reitanna innihéldu fyrrnefnda hópa á hverju árabili. – Colonization and extinction of 36 vascular plant species, lichens (8 species in total) and mosses (number of species not known) in 17 permanent plots in the nunataks Bræðrasker and Kárasker in the Breiðamerkurjökull glacier. Order of vascular plant colonization was 0–5 years: No. 1–2 Cerastium alpinum, Poa alpina, No. 3 Saxifraga cespitosa; 6–10 years: No. 4–8 Cerastium cerastoides, Poa flexuosa, Sagina nivalis, Salix herbacea, Saxifraga oppositifolia, No. 9 Veronica fruticans; 11–20 years: No. 10–15 Cer- astium nigrescens, Juncus trifidus, Oxyria digyna, Poa glauca, Saxifraga rivularis, Veronica al- pina, No. 16 Sagina procumbens; 21–30 years: No. 17–19 Arabis alpina, Luzula spicata, Trise- tum spicatum, and also recorded in plots in Kárasker in 1965 No. 20–24 Deschampsia alpina, Epilobium lactiflorum, Festuca vivipara, Phleum alpinum, Salix arctica; 31–40 years: No. 25–26 Epilobium anagallidifolium, Taraxacum sp., No. 27 Saxifraga nivalis, No. 28 Galium normanii; 41–50 years: No. 29–31 Arabidopsis petraea, Minuartia rubella, Sibbaldia procumbens, No. 32 Hieracium sp.; 51–60 years: No. 33 Alchemilla alpina; 61–70 years: No. 34 Omalotheca supina; 71–80 years: No. 35 Botrychium lunaria, No. 36 Bartsia alpina. Mosses and lichens show how many of the 17 plots had continous or discontinous cover in each decade.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.