Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 23

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 23
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 243 Neðri hluti Dalfjalls er næstur að aldri. Hann er af sömu gerð og Háin, alkalí-ólivínbasalt. Stórt stuðlað inn- skot, sem meðal annars myndar Fílinn syðst í fjallinu, er hluti af sömu myndun. Næstir í aldursröð Norðurkletta eru Heimaklettur, Miðklettur og Ystiklettur sem allir tilheyra sömu gosmyndun. Þessar myndanir koma ekki frekar við sögu hér og ekki heldur Klifið, sem er nokkru yngra en klettarnir þrír. Yngstu bergmyndanir Norðurkletta eru efri hluti Dalfjalls ásamt Blátindi. Hann er gerður úr plagíóklasdílóttu kubbabergi og þursabergi og flokkast sem hawaiít samkvæmt efnagreiningum Ingvars A. Sigurðssonar o.fl. 2007.5 Myndunin virðist hafa orðið til við gos undir jökli fremur en í sjó.4 Þegar hér var komið sögu mynduðu Norðurklettar allmikinn samhangandi móbergshöfða undir ísaldarjökli sem náði hámarki sínu fyrir 20–25 þúsund árum, þegar jaðar íslenska meginjökuls- ins lá á landgrunnsbrúninni allnokkru sunnar. Síðan tók að hlýna og jöklar drógust saman. Talið er að jökull hafi verið horfinn af Vestmannaeyjasvæð- inu fyrir 14–15 þúsund árum. Eldvirknin hélt áfram, fyrst í sjó en síðar urðu gos á þurru landi og við tók hraunrennsli. Stórhöfði varð til í sjávargosi og reis úr sæ sem stök eyja nokkru sunnan við Norðurkletta. Aldur hans er ekki vel þekktur en höfðinn er líklega einhvers staðar á bilinu 7 til 10 þúsund ára.6–8 Helgafell og Sæfell eru talin hafa orðið til í eldsumbrotum fyrir um 6 þús- und árum. Ekki er fyllilega ljóst hvort um tvö aðskilin gos var að ræða9,10 eða eitt gos sem þróaðist úr neðansjáv- argosi yfir í gos á þurru landi.4 Talið er að Sæfell hafi myndast í kröftugu sprengigosi í sjó sem skildi eftir sig mikla gjóskugíga. Helgafell varð til í beinu framhaldi, eða skömmu síðar, í hraungosi sem byggði upp fallegt fell með gígskál í toppinn. Hraun og gjóska frá Sæfelli og Helgafelli tengdu saman Norðurkletta og Stórhöfða svo úr varð Heimaey. Fyrir þessi gos var Herjólfs- dalur vík með þverhníptum sjávar- hömrum á alla vegu nema mót suðri. Helgafellshraunið fyllti víkina og mynd- aði dalinn með sínum bröttu skjólsælu hlíðum og flata botni. Innst í dalnum, á mótum hrauns og hlíðar, myndaðist síðan svolítil tjörn, Daltjörn. JARÐFRÆÐILEG UMMERKI OFANFLÓÐA Grjóthrun og skriður hafa sett svip sinn á sögu Vestmannaeyja allt frá upp- hafi. Hrun úr sjávarhömrum og hlíðum er algengt en ummerki þess hverfa víð- ast jafnharðan í hafið. Skriðukeilur finn- ast víða á Heimaey og berghlaupsurð er í Herjólfsdal. Skriðufallaannáll Vest- mannaeyja er bæði langur og fjölbreyti- legur. Hér verður hann ekki rakinn í heild en einungis fjallað um skriður og berghlaup í Herjólfsdal. Umfjöllun um skriðuföll og grjóthrun í eyjunum má lesa í skýrslu Veðurstofu Íslands frá 2012 um hrunhættu í Hásteinsgryfju.11 HERJÓLFSHAUGUR Herjólfur nokkur Bárðarson nam land á Heimaey og bjó í Herjólfsdal samkvæmt Hauksbók Landnámu og er dalurinn við hann kenndur. Aðrar gerðir Landnámu nefna hann ekki.12 Samkvæmt lífseigri sögu, sem meðal annars má lesa í Þjóðsögum Jóns Árna- sonar,13 á „undra mikil“ skriða úr Dal- fjalli að hafa eytt bæ Herjólfs sem sagan segir hafa staðið austan við Fjósaklett undir Blátindi (1. mynd). Herjólfur fórst í skriðunni, og ef marka má söguna var hann ekki ýkja vinsæll meðal nágranna sinna, enda réð hann yfir eina góða vatnsbólinu í eynni og seldi vatnið dýrt í þurrkatíð. Öðru máli gegndi um Vil- borgu Herjólfsdóttur, dóttur hans. Hún gaf eyjarskeggjum vatn úr vatnsbóli föður síns að næturlagi og vék góðu að hrafni sem hélt til í dalnum. Enda tók hrafninn til sinna ráða og tældi Vilborgu frá bænum í þann mund sem skriðan féll og bjargaði þannig lífi hennar. Ekki hefur grjótdyngjan eftir skriðuna heiti í þjóðsögunni. Örnefnið Herjólfshaugur virðist vera ungt og sést ekki í rit- uðum heimildum fyrr en á 20. öld, (sést fyrst 1911 skv. timarit.is). Í eldri heimildum er einungis talað um bungu eða urðardyngju. Brynjúlfur Jónsson frá Minnanúpi lýsir skriðunni í Árbók Fornleifafélags- ins 1907.14 Þar segir hann að skriðan hafi myndað allmikla bungu, sem væri um 100 faðmar í þvermál og 5–6 álnir á hæð eða meira. Norðurjaðar skriðu- bungunnar var grasi gróinn, segir Brynjúlfur, en að sunnanverðu gengu grasgeirar upp í hana hér og hvar. Fyrir innan grasjaðarinn norðan megin var lægð í skriðunni. Þar var jafnan vatn í urðargjótum sem kallaðar voru Silfur- brunnar. Þarna töldu sumir að hið forna vatnsból Herjólfs hefði verið. Á 20. öld fóru menn að sækja efni í Herj- ólfshaug í ofaníburð og fyllingar og að lokum var hann jafnaður út og búinn til sléttur völlur þar sem Silfurbrunnar voru áður.15 Engar minjar um mannvirki komu í ljós undir skriðunni. Út frá lýsingu Brynjúlfs má gróflega áætla flatarmál og efnismagn skriðunnar. Hann notar danskar álnir við mælingu sína. Ein slík alin er 62,8 cm á lengd. Þrjár álnir voru í faðmi og telst danski faðmurinn því um það bil 188,4 cm. Þetta þýðir – með öllum viðeigandi fyrirvörum um gamla álnatalið – að skriðan var um 30.000 m2 eða 3 hektarar að flatarmáli og 3–4 metrar á hæð. Ef reiknað er með að meðalþykkt skriðuhaugsins sé 2 metrar verður rúmmálið um 60.000 m3. Aldur- inn má líka meta út frá því að skriðan virðist hafa verið minna gróin en Myki- takshlaupið sem rætt verður um hér á eftir og því líklega yngri. Erfitt er að meta hvort einhver sann- leikskjarni er í sögunni um skriðu- hlaupið. Sögnin um bæinn sem hvarf í Herjólfsdal og stúlkuna sem bjargaðist er þó vafalítið skáldskapur enda er þetta flökkusaga sem sögð hefur verið um marga bæi sem lent hafa í skriðuföllum og snjóflóðum. Jóhann Gunnar Ólafs- son, sem skrifaði lýsingu Vestmanna- eyja í Árbók FÍ 1948, telur að sagan um Vilborgu og hrafninn hafi orðið til á 19. öld.16 Sögnin um skriðuhlaupið á bæ Herjólfs er þó eldri. Gizur Pálsson, prestur í Ofanleiti, skrifaði Vestmanna- eyjalýsingu einhvern tímann upp úr aldamótunum 1700 og nefnir þar að skriða hafi fallið yfir bæinn eða bæjar- stæðið fyrir löngu.17 Landnámsbærinn í Herjólfsdal uppgötvaðist á 20. öld og fornleifarannsóknir leiddu í ljós miklar og heillegar húsatóftir á hrauninu í miðjum dal.18 Engin skriða hefur fallið yfir þær. Í sögunni um bæ Herjólfs gæti hins vegar leynst minning um mikið skriðuhlaup í Herjólfsdal snemma á öldum. Þá gæti Herjólfshaugur hafa myndast. Þó er eins líklegt að sagan eigi ekki við nein sannindarök að styðjast. Herjólfshaugur þarf ekki að hafa mynd- ast í einni stórri skriðu. Hugsanlegt er að hann hafi hlaðist upp í tímans rás í endurteknum smáskriðum og hruni úr Ritrýnd grein / Peer reviewed
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.