Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2020, Page 32

Náttúrufræðingurinn - 2020, Page 32
Náttúrufræðingurinn 252 2. mynd. Bylgjuvíxlmynd gerð eftir reiknuðum fasamun á radarmyndum úr Sentinel-1-gervitungli. Myndirnar sem notaðar voru eru annars vegar frá 16. október 2020 og hins vegar frá 22. október 2020. Litakvarðinn sýnir fasa bylgjunnar í radíönum. Hver fasi lýsir ákveðinni hæðarbreytingu í átt að gervitunglinu. Aðlöguð mynd úr frétt frá Veðurstofu Íslands.3 var í Núpshlíðarhálsi og átti upptök rétt austar en skjálftinn nú í haust. Hann varð 4,21 mínútum eftir Kleifarvatns- skjálftann 17. júní 2000. Grjóthrun og skrið sást í nokkrum bröttum hlíðum milli Djúpavatns og skjálftamiðjunnar um 3 km til suðurs. Aflögun minnkaði í átt til suðurs en var mest meðfram strúktúrum með norðurstefnu. Það var ekki hægt að fullyrða að ummerki sem sáust í Sveifluhálsi mætti rekja til Núpshlíðarhálsskjálftans en ummerki voru látin fylgja þeim skjálftaupptökum sem næst voru. Hreyfing Bylgjuvíxlagreiningar (e. InSAR) á radarmyndum 16. október / 22. október 2020 úr Sentinel-1-gervitungli Evrópsku geimvísindastofnunarinnar, sem Michelle Parks á Veðurstofu Ís- lands annaðist,3 sýndu skýr merki um aflögun við Skolahraun og er færslan allt að 5 sentimetrar, aðallega láréttar færslur miðað við sjónarhorn og flug gervitunglsins (2. mynd). Einnig sást aflögun í nágrenni Driffells og austan Keilis (sjá frétt á vefsetri Veðurstof- unnar3). Bylgjuvíxlgreining hefur það allajafna fram yfir aðra greiningu að hægt er að tengja upplýsingar við þann tíma sem líður á milli myndanna. Greiningin er gerð með því að reikna fasamun á milli mynda – sú fyrri er tekin fyrir skjálftann og sú seinni eftir hann. Því er ljóst að sprungur sem sjást á yfirborði tengjast aflöguninni sem kemur fram í bylgjuvíxlgreiningunni, og stafa frá þessum skjálfta en ekki öðrum stórum frá því fyrr um sumarið. KORTLAGNING UMMERKJA Á YFIR- BORÐI EFTIR JARÐSKJÁLFTANN Farnar voru vettvangsferðir til að kanna aðstæður við nokkrar gönguleiðir á þekktum útivistar- svæðum. Ekið var eftir Krýsuvíkurvegi meðfram Kleifarvatni að Krýsuvíkur- skóla, þaðan að Suðurstrandarvegi, eftir honum að Vigdísarvallarvegi og áfram eftir honum alla leið aftur að Krýsuvíkurvegi. Þá um morguninn höfðu vegagerðarmenn opnað leiðina sem lokaðist daginn áður vegna grjót- hruns á þekktum grjóthrunsstað (3. mynd). Það vakti þó athygli höf- undar að grjóthrun hafði ekki orðið á nokkrum þekktum grjóthrunsstöðum á leiðinni.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.