Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Síða 32

Náttúrufræðingurinn - 2020, Síða 32
Náttúrufræðingurinn 252 2. mynd. Bylgjuvíxlmynd gerð eftir reiknuðum fasamun á radarmyndum úr Sentinel-1-gervitungli. Myndirnar sem notaðar voru eru annars vegar frá 16. október 2020 og hins vegar frá 22. október 2020. Litakvarðinn sýnir fasa bylgjunnar í radíönum. Hver fasi lýsir ákveðinni hæðarbreytingu í átt að gervitunglinu. Aðlöguð mynd úr frétt frá Veðurstofu Íslands.3 var í Núpshlíðarhálsi og átti upptök rétt austar en skjálftinn nú í haust. Hann varð 4,21 mínútum eftir Kleifarvatns- skjálftann 17. júní 2000. Grjóthrun og skrið sást í nokkrum bröttum hlíðum milli Djúpavatns og skjálftamiðjunnar um 3 km til suðurs. Aflögun minnkaði í átt til suðurs en var mest meðfram strúktúrum með norðurstefnu. Það var ekki hægt að fullyrða að ummerki sem sáust í Sveifluhálsi mætti rekja til Núpshlíðarhálsskjálftans en ummerki voru látin fylgja þeim skjálftaupptökum sem næst voru. Hreyfing Bylgjuvíxlagreiningar (e. InSAR) á radarmyndum 16. október / 22. október 2020 úr Sentinel-1-gervitungli Evrópsku geimvísindastofnunarinnar, sem Michelle Parks á Veðurstofu Ís- lands annaðist,3 sýndu skýr merki um aflögun við Skolahraun og er færslan allt að 5 sentimetrar, aðallega láréttar færslur miðað við sjónarhorn og flug gervitunglsins (2. mynd). Einnig sást aflögun í nágrenni Driffells og austan Keilis (sjá frétt á vefsetri Veðurstof- unnar3). Bylgjuvíxlgreining hefur það allajafna fram yfir aðra greiningu að hægt er að tengja upplýsingar við þann tíma sem líður á milli myndanna. Greiningin er gerð með því að reikna fasamun á milli mynda – sú fyrri er tekin fyrir skjálftann og sú seinni eftir hann. Því er ljóst að sprungur sem sjást á yfirborði tengjast aflöguninni sem kemur fram í bylgjuvíxlgreiningunni, og stafa frá þessum skjálfta en ekki öðrum stórum frá því fyrr um sumarið. KORTLAGNING UMMERKJA Á YFIR- BORÐI EFTIR JARÐSKJÁLFTANN Farnar voru vettvangsferðir til að kanna aðstæður við nokkrar gönguleiðir á þekktum útivistar- svæðum. Ekið var eftir Krýsuvíkurvegi meðfram Kleifarvatni að Krýsuvíkur- skóla, þaðan að Suðurstrandarvegi, eftir honum að Vigdísarvallarvegi og áfram eftir honum alla leið aftur að Krýsuvíkurvegi. Þá um morguninn höfðu vegagerðarmenn opnað leiðina sem lokaðist daginn áður vegna grjót- hruns á þekktum grjóthrunsstað (3. mynd). Það vakti þó athygli höf- undar að grjóthrun hafði ekki orðið á nokkrum þekktum grjóthrunsstöðum á leiðinni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.