Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2020, Qupperneq 51

Náttúrufræðingurinn - 2020, Qupperneq 51
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 271 Ritrýnd grein / Peer reviewed Aldarþriðjungi síðar ritaði Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur (4. og 5. mynd) afar skilmerkilega samantekt um Vatnajökul og samskipti manna við jökulinn fyrr og síðar, þar á meðal um ferðaleiðir yfir hann fyrr á öldum. Greinaflokkurinn birtist í Lesbók Morgunblaðsins árið 1946 undir leiðar- stefinu Í veldi Vatnajökuls,6 og síðar gerði Sigurður sama efni ítarleg skil í bók sinni Vötnin stríð7 (6. mynd). Víða hefur verið vitnað til ályktana Sigurðar, og er meðal annars vísað til frásagna hans í ritinu Íslenskir sjávarhættir.8 Það er til marks um litla eftirfylgni varðandi svo mikilsvert atriði í sögu okkar að takmarkaðar fornleifarann- sóknir hafa enn verið gerðar á meintum dvalarstöðum vermanna sunnan jök- uls, svo sem í Kambstúni við Hestgerði í Suðursveit. Jarðsjármælingar sem gerðar voru þar á gömlum rústum sum- arið 2019 skiluðu litlu sem engu.a Eft- irtektarverð er einnig þögn um slys og mannskaða í meintum ferðum á jökli, og engin forn ummerki hafa fundist á leysingasvæðum jökulsins um slík slys. Árið 2006 komu hins vegar fram á Skaftafellsjökli skýr ummerki um tjald og búnað tveggja ungra Englendinga, Ian Harrison og Tony Prosser, sem fór- ust á Vatnajökli sumarið 1953 á leið frá Miðfelli við Morsárdal austur á Öræfa- jökul (7. mynd).9 Þeir voru í jöklarann- sóknahópi stúdenta frá háskólanum í Nottingham í Englandi, sem vann að athugunum á jöklum í Öræfum á árunum 1952–1954 undir forustu Jack D. Ives (8. mynd), sem síðar varð heims- þekktur fjallavistfræðingur, frá 1954 búsettur í Kanada. Allt frá þessum tíma hefur Jack haldið nánum tengslum við Ísland og Skaftafell sérstaklega og ritað um þau kynni merka bók, sem kom út á ensku og íslensku árið 2007.9 Rýrar heimildir eru um vertíðir fyrrum í Austfirðingafjórðungi umfram það sem lesa má í Íslenskum sjávar- háttum.8 Þar segir meðal annars: „Við Austurland var sjór víðast stundaður frá aprílbyrjun til jóla, en aðalveiðitíminn var þó frá því í júní og til októberloka. – Reyndar var sjósókn þar ekki alls staðar jafnmikil á þessum tíma og vertíðin því nokkuð breytileg eftir stöðum.“ Síðar segir: „Í eystri hluta Austur-Skaftafells- sýslu, fyrir austan Hornafjörð, var venjulega ekki byrjað að róa fyrr en eftir 10. marz og haldið út þangað til seint í apríl eða í byrjun maí. – Í syðri hluta sýslunnar, t. d. í Borgarhöfn, hófst vertíð með góu. Hvort tveggja var, að fyrr gekk fiskur yfirleitt ekki á grunnslóð og veðr- átta hamlaði sjósókn. – Öræfingar, sem reru frá Ingólfshöfða, stunduðu veiðar á vorin og framan af sumri.“ JÖKULVEGUR MILLI HORNA- FJARÐAR OG FLJÓTSDALS Hér verður horft til heimilda frá fyrri öldum um ferðir yfir Vatnajökul og þá fyrst um leiðir úr Fljótsdal suður í Hornafjörð. Sigurður Þórarinsson segir í Lesbók (bls. 398): Elstu frásagnir af ferð yfir Vatna- jökul er að finna í Droplaugarsona sögu. Þar er þess getið, að Ingjaldur á Arneiðarstöðum í Fljótsdal, mágur Gríms Droplaugarsonar, og Þorkell trani, fóstbróðir Gríms, „fóru heiman um várit it efra suðr um jǫkla ok kómu komu ofan í Hornafjǫrð.“10 Í Chorographica islandica, heimilda- safni Árna Magnússonar prófessors (9. mynd) frá um 1700, segir:11 Frá Hoffelli í Hornafirði hefur fyrir 60 árum [usque ad 1640 circiter, [þ.e. þangað til um það bil 1640] verið vegur fjallasýn ofan í Fljótsdalshérað og verið komið ofan í Fljótsdal. Skal hafa verið gild dagsferð og ei meir. Þessi vegur er nú af vegna jökla. Upp úr Lóni hefur og vegur verið ofan Í Fljótsdal. En báðir þeir vegir eru ótíðir sökum jökla og vatns. 6. mynd. Uppdráttur Sigurðar Þórarinssonar: Hugsanlegar og líklegar leiðir yfir Vatnajökul á 15. og 16. öld. Bláa línan er með vísan til greinar Sigurðar Gunnarssonar frá 1876, Um öræfi Íslands I–II, í Norðanfara XV, bls. 69–71; 73–76. – Ancient travel routes across Vatnajökull in the 15th and 16th century. The blue line is referring to Gunnarsson, S., in Norðanfari XV, pp. 69–71; 73–76. By Thorarinsson 1974. Kort/Map: Guðmundur Ó. Ingvarsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.