Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 67

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 67
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 287 Ritrýnd grein / Peer reviewed um víðerni best var gefin tölugildið +2, en sú sem hann taldi lýsa hugmyndum sínum síst fékk tölugildið -2. Af þeim þremur staðhæfingum sem eftir stóðu, fékk sú sem þátttakandinn taldi lýsa hugmyndum sínum best tölugildið +1 og sú sem honum þótti lýsa þeim síst tölugildið -1. Sú sem eftir stóð fékk 0. Víðernisskor var síðan reiknað út fyrir hverja staðhæfingu með því að taka meðaltal fyrir þær breytur sem til- heyrðu hverri sviðsmynd. Í síðari hluta spurningakönnunar- innar var sjónum beint að mikilvægi víð- erna á Íslandi. Í þessum hluta voru þátt- takendur spurðir hversu mikilvæg þeir teldu víðerni vera sem hluta af íslenskri náttúru og hversu mikilvæga þeir teldu ákveðna innviði vera þegar þeir ferð- ast um íslensk víðerni. Svarmöguleikar voru settir upp á 5 punkta Likert- kvarða. Alls fékkst 641 svar, sem gerir 30% svarhlutfall. Gögnin voru vigtuð eftir bakgrunnsbreytunum kyni, aldri, búsetu og menntun til þess að niður- stöður gæfu sem réttasta mynd af þýð- inu, sem eru allir einstaklingar, 18 ára og eldri með íslenskan ríkisborgararétt. 6. mynd. Sýnishorn af nokkrum myndaspjöldum sem notuð voru til að lýsa sviðsmyndunum 25. – An example of photo-cardboards used to describe the 25 scenarios.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.