Mosfellingur - 22.04.2021, Side 10
- Frítt, frjálst og óháð bæjarblað10
Út er komin Meltúnsbók, Sumardvöl í
Mosfellssveit 1962-1963 eftir Kristbjörn
Egilsson.
Um er að ræða endurminningar drengs
sem galvaskur réð sig sem kaupamann á
bæinn Meltún í Mosfellssveit sumrin 1962
og 1963. Í bókinni er fágæt lýsing á lífi og
starfi á nýbýli í hreppi sem var í örum vexti
á sjöunda áratug 20. aldar. Horfinn heimur.
Í ritinu er fjöldi ljósmynda sem ekki hafa
birst áður.
Einnig er að finna í bókinni minning-
arbrot húsmóðurinnar í Meltúni, Sigríðar
Þórmundsdóttur, sem hún skráði þegar
hún var 85 ára. Þar fjallar hún m.a. um
tímann þegar þau hjón staðfestust í Mos-
fellssveitinni og stofnuðu nýbýlið Meltún
rétt eftir seinni heimstyrjöldina í skugga
berklaveikinnar.
Meðfylgjandi er kafli úr bókinni en hana
er hægt að nálgast í Héraðsskjalasafni Mos-
fellsbæjar eða í gegnum síma 8622728.
Meltúnshjónin
Ég var tvö sumur í Meltúni og dvaldi þar í bæði skiptin frá
miðjum júní til ágústloka. Í Meltúni bjuggu Sigríður Þor-
móðsdóttir (55 ára) og Eiríkur E. F. Guðmundsson (55 ára)
ásamt uppeldissyninum Sigmari Péturssyni (11 ára).
Sigríður var Borgfirðingur, fædd í Langholti, en alin upp
á hinni fornu klausturjörð Bæ sem foreldrar hennar keyptu
og bjuggu á mestan sinn búskap. Systkinin í Bæ urðu fjór-
tán og ellefu náðu fullorðinsaldri. Eiríkur var Vestfirðingur,
fæddur í Botni í Súgandafirði og ólst þar upp. Systkinin
urðu tíu. Eiríkur fór í Alþýðuskólann á Hvítárbakka þegar
hann stóð á tvítugu og þar kynntist hann Sigríði, einni af
heimasætunum í Bæ.
Berklarnir gera vart við sig
Þau giftust árið 1932 fyrir vestan. Hinn mikli vágestur
berklarnir sem tröllreið íslensku samfélagi á þessum árum
tróð sér inn í líf ungu hjónanna, bæði veiktust af berklum
og lágu á sjúkrahúsinu á Ísafirði. Veikindin voru langvinn
og meðan Eiríkur lá á Vífilsstöðum fór Sigríður til móð-
ursystur sinnar, Ingunnar Guðbrandsdóttur og Helga
Finnbogasonar á Reykjahvoli. Þar með má segja að örlög
þeirra væru ráðin hvað varðaði búsetu. Mosfellssveit varð
þeirra sveit.
Þegar Eiríkur náði betri heilsu hóf hann vinnu hjá ullar-
verksmiðjunni á Álafossi og vann einnig á stórbýlunum
Korpúlfsstöðum og Lágafelli, og svo í lausamennsku. Á
þessum árum eignuðust Sigríður og Eiríkur lítið hús í landi
Reykjahvols sem þau kölluðu Hverabakka og bjuggu þar í
átta ár.
Húsið reist á mel sem áður hýsti braggabyggð
Eftir stríðið gekkst hreppsnefnd Mosfellshrepps fyrir því
að stofna til nýbýla á hreppsjörðum, einkum í landi Lága-
fells og Varmár. Eiríkur og Sigríður fengu land á Jónsteigi
sem er á austurmörkum Varmárlandsins, nánar tiltekið á
melnum sunnan við Álafossverksmiðjuna.
Árið 1947 stofna þau nýbýlið Meltún,
flytja Hverabakkahúsið með sér, stækka
það og endurbæta, byggja útihús og
rækta upp melana sem bærinn heitir
eftir. Samkvæmt leigusamningi við
Mosfellshrepp frá árinu 1950 var Mel-
túnslandið 5,1 ha. Árið 1957 bættust við
2,2 ha. Jörðin var því alls 7,3 ha.
Sigríður og Eiríkur höfðu búið í Melt-
úni í 38 ár þegar Eiríkur lést árið 1985.
Eftir það bjó Sigríður þar ein uns hún
fluttist á Hlaðhamra í Mosfellsbæ árið
1988.
Meltún var reist á mel sem hafði verið nýttur fyrir
braggabyggð hernámsliðs. Ábúendur græddu upp melinn
og breyttu í gjöful tún og beitiland. Nú hafa bæjarhúsin
verið rifin og túnin byggð nýrri kynslóð húsa.
Kristbjörn Egilsson og Fluga raka saman heyi
á Varmártúni. Handan trjáræktar er Varmá
með stíflu og litlu lóni þar sem vatnsinntakið í
Álafossverksmiðjuna var.
Meltúnsbærinn í fyrstu snjóum í október 1964.
Meltúnshlaðið. Kýrnar á leið í fjósið til mjalta. Brúsapallurinn er til hægri við túnhliðið. Bragginn á
melnum handan við Álafossveginn var í eigu Reykjalundar. Ljósmynd: Kristbjörn Egilsson, ágúst 1969.
Fróðleg bók um Meltún í Mosfellssveit • Kristbjörn Egilsson segir frá sumardvöl í sveit
Endurminningar drengs sem réð
sig sem kaupamann á Meltún
Meltúnsbók
Sumardvöl í Mosfellssveit
K r i s t b j ö r n E g i l s s o n
Kristbjorn_Meltun_kapa.indd 3 11.2.2021 11:43:18
hjónin sigríður og eiríkur
KR. 12.900,- KR. 8.900,-
STILKUR.IS
20% kynningarafslá�ur út maí
Afslá�arkóði - MOS21
Þurrkaðir blómvendir
í mörgum stærðum og gerðum
KR. 3.900,-
Blandaðir vendir LÓA RJÚPA Stóri plokkdagurinn
er á laugardaginn
Mosfellsbær tekur þátt í Stóra
plokkdeginum laugardaginn 24.
apríl. Með þátttökunni vill Mos-
fellsbær taka virkan þátt í þessu
metnaðarfulla umhverfisátaki sem
fer fram undir merkjum félagsskap-
arins Plokk á Íslandi. Mosfellsbær
hvetur íbúa og starfsfólk fyrirtækja
í Mosfellsbæ til að taka virkan þátt
í deginum og plokka rusl í sínum
hverfum og á opnum svæðum.
Íbúar geta nálgast ruslapoka fyrir
plokkið á Upplýsingatorgi Mos-
fellsbæjar í Kjarna, fyrir framan
bókasafnið, á laugardaginn. Á
grenndargámastöðvum við Dælu-
stöðvarveg, Langatanga, Bogatanga
og Skeiðholt er að finna gáma fyrir
flokkað rusl, plast og gler, auk þess
sem endurvinnslustöð Sorpu við
Blíðubakka er opin alla helgina.