KSK-blaðið - 01.12.1991, Qupperneq 6
KSK - BLAÐIÐ
□ að hefur verið í
aukning í nánast öll-
um mánuðum á
þessu ári. Breyting-
arnar hafa skilað sér vel og við
höfum verið að sjá fólk hér
sem við höfðum aldrei séð
áður" segir Fanney Frið-
riksdóttir, deildarstjóri Kaup-
félagsins í Sandgerði.
Miklar breytingar voru gerð-
ar í búðinni í febrúar á þessu
ári. Öll kæli- og frystitæki hafa
verið endurnýjuð, komið hefur
verið upp ávaxtaborði þar sem
í boði eru alltaf úrval ávaxta og
grænmetis. Þá var sett upp sér-
stakt „Tilboðstorg" með vörum
á sérstöku tilboðsverði. í fram-
haldi af nýjungum í búðinni
sjálfri var opnunartími rýmk-
aður og farið að hafa opið á
laugardögum frá 13 til 18.
„Laugardagsopnunin hefur
komið mjög vel út og verið
nánast hrein aukning. Aðra
daga hefur orðið aukning í
verslun hjá okkur, t.d. var á
milli 20 og 30%a aukning í
«■
Fanney Friöriksdóttir, deildarstjóri fyrir miöju ásamt hluta af starfsstúlkum Kaupfélagsins
Sandgerði.
Kaupfélagiö Sandgeröi:
MIKIL AUKNING
október frá því í fyrra. Við
dreifðum afsláttarkortum og
byrjuðum á því í september.
Það skilaði sér ekki alveg nógu
-vel heppnaöar breytingar í buöinm
vel en tilboðsvörur seljast alltaf
mjög vel. Annars spilar veðrið
alltaf svolítið inn ítraffíkina hjá
okkur. Ef það er vont veður á
stórum verslunardögum, t.d.
föstudögum náum við að klípa
af stórmörkuðunum og þá get-
ur verið mjög mikil traffík. Nú
svo erum við alltaf með þó
nokkuð af bátum í viðskiptum
og það er ágætt" sagði Fanney
Friðriksdóttir að lokum.
Deildarráösfundur Kaupfélagsins:
HÓFLEG BJARTSÝNI
„Flækkandi vextir sl. sumar
hafa dregið kraft ur at-
vinnulífinu og minnkað ráð-
stöfunartekjur almennings
stórlega" sagði Cuðjón Stef-
ánsson, kaupfélagsstjóri á að-
aifundi deildarráðs Kaup-
félagsins • var haldinn á
Flughóteli 22. okt. sl.
Guðjón gerði grein fyrir
rekstri félagsins fyrstu 8 mán-
uði ársins. Söluaukning á
þessu tímabili var um 2% að
krónutölu, sem er í raun
magnminnkun. í rekstrar-
áætlunum hafði verið gert ráð
fyrir 8% söluaukningu. Af-
komafélagsinsþessa8 mánuði
var verulega lakari en sömu
mánuói á síðasta ári. Heild-
arrtap þessa tímabils var rúm-
lega 5 milljónir króna. Guðjón
taldi fulla ástæðu til að vera
hóflega bjartsýnn um útlit og
horfur næsta árs. Reikna mætti
með samdrætti á flestum svió-
um. Ekki væru nein merki um
batnandi atvinnuástand á Suð-
urnesjum. Sjávarafli mun
dragast saman og trúlega
verður minnkandi atvinna á
Keflavíkurflugvelli. Þá gerðu
spár ráð fyrir 3-4% minnkun
þjóóartekna.
Hjörtur Eiríksson, fram-
kvæmdastjóri Vinnumálasam-
bands Samvinnufélaga hafði
framsögu um efnahags og
kjaramál á fundinum. Ræddi
Hjörtur sérstaklega þær breyt-
ingar sem urðu með geró
þjóðarsáttarinnar og taldi þá
hafa markað tímamót. Hann
kom inn á fyrirsjáanlegan
samdrátt í sjávarútvegi,
minnkandi þjóðartekjur og
ekki allt of gott útlit í at-
vinnumálum. Hann skýrði
jafnframt gang mála í vió-
rædum um gerð nýrra kjara-
samninga.
Stjórn deildarráðs var öll
endurkjörin, en hana skipa:
Guðbjörg Ingimundardóttir,
Áslaug Húnbogadóttir og Jón
V. Einarsson. Guðbjörg Ingi-
mundardóttir stjórnaðí fund-
inum sem var vel sóttur af
deildarráósfólki.
Tilboöstorg hefur veriö sett upp í Kaupfélaginu í Sandgerði.
Þaö hefur oröiö aukning í verslun hjá Kaupfélaginu í Sand-
geröi og laugardagsopnun hefur mælst vel fyrir.
6