KSK-blaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 8

KSK-blaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 8
Næsta strik í Samkaup KSK - BLAÐIÐ n afin er undirbúningsvinna að uppsetningu strikamerkja- kerfis í Samkaup. Stefnt er að því að taka kerfið í notkun í marsmánuði 1992. Milli 5 og 6 þúsund vöruflokkar eru í matvöru í Samkaup og því er mikil vinna við að skrásetja þær allar. í framtíðinni er einnig stefnt að því að strikamerkja búsá- höld og fatnað í Samkaup. Frá undirritun samningsins viö Einar J. Skúlason. Fulltrúi kaupfélaganna og jafnfram KSK, Skúli Þ.Skúlason er annar frá hægri. Strikamerkjakerfi í Kaup- félagsverslanir frá EJS Fyrr á þessu ári gerði Sam- starfsnefnd Samvinnuverslana útboð vegna fyrirhugaðra kaupa tíu kaupfélaga á af- greiðslukerfi. Kerfi frá Einari J. Skúlasyni hf., EJS, var sett upp í Borgarnesi til prófunar. Eftir ítarlegar prófanir var ákveðið að ganga til samninga við EJS og var samningurinn und- irritaður þann 11. október sl. I fyrstu munu tuttugu verslanir víðsvegar um landið taka kerf- ið í notkun, þar með verslanir Kaupfélags Suðurnesja. Um er að ræða NCR af- greiðslukassa ásamt strik- amerkjalesurum og eru kass- arnir af sömu gerð og Hagkaup festi kaup á fyrr á árinu. Það verða því á þriðja hundrað slíkir afgreiðslukassar í notkun hér á landi. Kassar kaup- félaganna munu tengjast Vict- or tölvum sem sjá um úr- vinnslu gagna s.s. uppgjör, birgðaskráningu, verð- lagningu, viðskiptamanna- og félagsskrá o.fl. Það er fyr- irtækið Rökver sem hannaði hugbúnaðinn í samvinnu við EJS. Strikamerktar vörur í Sparkaup: Meira öryggi og hraðari þjónusta Nýtt afgreiðslukerfi hefur verið sett upp í Kaup- félagsversluninni Sparkaup í Keflavík, svokallað strik- amerkjakerfi. „Þetta er fram- tíðin í versluninni, það er eng- in spurning. Kerfið býður upp á meira öryggi bæði fyrir verslunina og kúnnann og þjónustan verður hraöari" sagði Kristján Hansson, versl- unarstjóri í Sparkaup. Að sögn Kristjáns er stefnt að því að allar vörur verði strik- amerktar. Verðmerking á hverri vöru dettur nú út en verður í staðinn í hillunni þar sem varan er geymd ásamt vöruheiti. Nýja strikamerkjakerfið, sem er frá Einari J. Skúlasyni, býður upp á ýmsa möguleika. Hver viðskiptavinur fær út- prentaðan strimil með öllum helstu upplýsingum um það sem hann var að kaupa, hvar og hvenær ásamt nafni af- greiðslustúlkunnar. Verslunin getur fylgst nákvæmlega með hvernig hver vörutegund selst, á hvaða tíma mest viðskipti eiga sér stað svo eitthvað sé nefnt. Þá mun Sparkaup tengja lager sinn inn á þetta nýja kerfi fljótlega eftir áramótin. Þannig mun verða hægt að fylgjast mjög vel með lagerbókhaldi og kerfið mun þá útbúa vörupantanir. „Þetta eru mikil viðbrigði. Betra á allan hátt. Forvinnan tók langan tíma en gekk samt vel. Starfsfólkið fékk tækifæri til að æfa sig á nýju kössunum ogeinsog oftvill gerast á fyrsta degi eftir miklar breytingar átti ég von á einhverjum vand- ræðum í sambandi við þetta á fimmtudaginn þegar við tókum það í gagnið. Svo varð þó ekki og það kom mér á óvart. Sennilega er kerfið bara svona gott" sagði Kristján. • Kristján Hansson, deildarstjóri Sparkaups viö nýju strik- amerkjatölvuna. 8

x

KSK-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: KSK-blaðið
https://timarit.is/publication/1571

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.