KSK-blaðið - 01.12.1991, Qupperneq 10

KSK-blaðið - 01.12.1991, Qupperneq 10
KSK - BLAÐIÐ Gylfi ásamt fulltrúum Kaffitárs, á Suðurnesjadögum, Þor- steini Bjarnasyni, Kristjönu Héðinsdóttur, Aðalheiði Héð- insdóttur og Eiríki Hilmarssyni.. Á Suðurnesjadögum var m.a. sérstakur „Fiskidagur" ÞJÓNUSTAN MÁ EKKI GLEYMAST í VERÐSTRÍÐINU segir Gylfi Kristinsson, verslunarstjóri í Samkaup Hin mikla samkeppni hefur skilaó sér í lægra verði til fólksins. En það má ekki gleyma þjónustunni í öllu verðstríðinu, það þarf sífellt að bæta hana" sagði Gylfi Kristinsson, verslunarstjóri í Samkaup í stuttu spjalli við Kaupfélagsblaðið. Strikamerking nœsta skref En er hægt að bæta þjónustuna um leið og það er verið að reyna að lækka vöru- verðið? „Við gerum allt til að halda verð- inu niðri og reynum að hagræða eins og hægt er til að viðhalda góðri þjónustu. Næsta skref í þeim efnum er strikamerking vara. Það verður farið í þau mál strax eftir áramótin og stefnt að því að taka kerfið í notkun í marsmánuði. Það er mikið verk að strikamerkja alla matvöru í Samkaup þar sem vöruflokkar eru á milli 5 og 6 þúsund. Með þessari breytingu verður öll afgreiðsla hraðari. Kúnninn fær prentaðan strimil með öllum helstu upplýsingum um það sem hann var að kaupa. Pá verður miklu auðveldara fyrir okkur að fylgjast með söluþróun á vörunum, hvað hver vara selst mikið. Þá verður miklu auð- veldara fyrir okkur að fylgjast með sölu- þróun á vörunum, hvað hver vara selst mikið og þannig nýtt okkur þær upp- lýsingar til hagkvæmari innkaupa sem leiðir til lækkunar vöruverðs. Ekki síst mun þetta hjálpa okkur að halda betur utan um lager verslunarinnar. Ekki síst mun þetta hjálpa okkur að halda betur utan um lager verslunarinnar." Tvö ný „Tilboðstorg“ Nokkrar breytingar hafa orðið í búðinni sjálfri á þessu ári. Nýir rekkar voru settir upp í matvörudeildinni síð- sumars. Nú eru þeir færri en hærri og meira pláss á milli þeirra en áður. Pá hafa veri sett upp sérstök „Tilboðstorg" þar sem boðið er upp á vörur á tilboðsverði og skipt um á torgunum reglulega. „Á tilboðstorgunum höfum við náð að bjóða mjög hagstætt verð á mjög mörgum vörum meó því að kaupa inn mikið magn. Viðtökur hafa verið mjög góóar enda hafa þetta verið mjög góðar vörur sem við höf- um haft á torgunum." Uppákomur Gylfi segir að nauðsynlegt sé að vera meö ýmsar uppákomur, kynningar og „sprell" í hinu hörðu samkeppni. „Við vorum í annað sinn með „Suð- Nýir matvörurekkar voru settir upp í Samkaup á árinu. Þeir eru hærri og færri og nú er plássið fyrir viðskipavini mun meira og þægilegra að versla. 10

x

KSK-blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: KSK-blaðið
https://timarit.is/publication/1571

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.