KSK-blaðið - 01.12.1991, Side 13

KSK-blaðið - 01.12.1991, Side 13
KSK • BLAÐIÐ Blundaði alltaf í mér SVEITA- - Viðtal við Gunnar Árnason, fyrrum gjaldkera Kaupfélags Suð- urnesja, en nú loðdýrabónda á Snjallsteinshöfða í Landmanna- maðurinn hreppi Gunnar Árnason er mörgum Suðurnesjamanninum góðkunn- ugur fyrir áratuga störf sín í þágu Kaupfélags Suðurnesja. Þegar hann hætti árið 1985 hafði hann verið gjaldkeri félagsins í hartnær tuttugu og tvö ár en áratuginn þar á undan hafði hann sinnt ýmsum öðrum verkefnum fyrir félagið. Sá áratugur spannaði allt frá afgreiðslumanni til útibússtjóra og að auki sinnti hann einnig sláturhús- stjórastöðu í Grindavík í fjölda ára og má því segja að Gunnar hafi komið víða við á löngum og farsælum ferli. Okkur þótti því kærkomin tími til að heyra í honum hljóðið og spyrjast fyrir um lífsferil hans hjá Kaup- félaginu og fleira forvitnilegt, sem á daga hans hefur drifið síðan hann hætti. Þeyttist um alla verslun með miða „Já, ég hóf störf hjá Kaupfélaginu í október áriðl 953 og þá sem af- greiðslumaður í matvörudeild að Hafnargötu 30. Þá sinnti maóur al- mennri afgreiðslu yfir búðarborðið og þeyttist um alla verslun með miða sem krakkarnir komu með að heiman eða sótti það sem fólkíð bað um í það og það skiptið. Nú þess á milli jós maður mjólkinni í dallana og fleiru í þeim dúr, en þetta var þó nokkru áður en hin almenna sjálfsafgreiðsla hófst, eins og við þekkjum hana í dag. Það má nú kannski fljóta með, að þar sem ég kom beint úr sveit í þetta starf, þá hafði ég aldrei séð eitt eða neitt af því sem þarna fór fram og því voru mínir fyrstu dagar þarna margir hverjir ansi skoplegir. Ég man alltaf eftir því hversu mikið hún Lalla hans Valla Helga, sem vann þá með mér, gerði mikið grín að mér þegar ég afgreiddi ostinn til kúnnanna. Mér varó nefnilega á að afhenda þeim ostinn án þess að pakka honum inn, en þá var osturinn skorinn niður á staðnum. Það var gert mikið grín að þessu hjá mér og talið ansi sveitalegt. Annars var reglulega gaman að vinna við þetta starf, sérstaklega þar sem maður var í miklu meiri tengslum við fólkið heldur en það sem síðar varð. • Gunnar Árnason hefur löngum veriö mikil hestamaöur og í sveitinni lumar hann á nokkrum. 13

x

KSK-blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: KSK-blaðið
https://timarit.is/publication/1571

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.