KSK-blaðið - 01.12.1991, Síða 15
KSK - BLAÐIÐ
snúa sér að þessari nýju at-
vinnugrein og meðal annars
fékk ég greiðsluáætlun til fimm
ára sem hljóðaði upp á fleiri
milljóna króna hagnað á kom-
andi árum ásamt því að greiða
mér álitleg laun. Maður tók
þessu nú með fyrirvara þá, en
hélt samt í fáfræði sinni að
þetta væri lífvænlegt en þegar
allt fór í kalda kol og flestir
urðu að hætta þessum búskap,
þá ypptu þessir herramenn
bara öxlum og enginn vildi
taka ábyrgð á þessum ósköp-
um. Þeir hafa nú stundum þóst
vera að gera eitthvað í þessum
málum og hlaupið með það í
fjölmiðla en síðan hefur það
aldrei orðið neitt í raun, þeir
hafa nánast pissað í skóinn
sinn. Það sést best á að bænd-
um í þessari atvinnugrein
fækkaði úr 249 niður í 98. Það
segir allt sem segja þarf. En
mest sé ég þó eftir því að hafa
látið fullvirðisréttinn, því hann
fær maður ekki aftur."
Fáránleiki
skriffinnskunnar
í Reykjavík
Talandi um landbúnaöinn,
varst þú ekki líka slátur-
hússtjóri í Grindavfk á sínum
tíma?
„Jú, jú, ég byrjaði að vinna
þar 1956 og hafði fram að
þeim tíma unnið í sláturhúsi en
síðan þegar Kaupfélagið fór að
hafa afskipti af þessum málum
og keypti helminginn af
skrokkunum á móti Hrað-
frystihúsi Grindavíkur, þá
æxlaðist það þannig að ég var
• Snjallsteinshöfði í Landmannahreppi, fyrir miðri mynd. Til
vinstri sést áhaldahúsið. Minkahúsið er enn lengra til vinstri
og sést ekki. Myndin til hliðar er tekin af Gunnari á skrif-
stofuárunum í Kaupfélaginu.
fenginn við vigtun á skrokk-
unum enda líka alvanur úr
sveitinni. Þá slátruðu bænd-
urnir sjálfir en tveimur eða
þremur árum síðar tók Kaup-
félagið síðan alfarið við þessu
og þá lenti þessi staða á mér.
Henni sinnti ég allt þar til hús-
inu var lokað áriðl 987."
Hvers vegna var það gert?
„Húsið var náttúrulega á
undanþágu og síðan kom
þrýstingur frá stóru húsunum
um að láta loka því en einnig
voru þar að verki allskonar öfl,
sem unnu að því að við fengj-
um ekki framlengingu á leyf-
inu."
Já, en þeir láta nú ekki
svoleiðis smámuni stöðva sig
þarna í Grindavík, eða hvað
finnst þér?
„Nei, nei, en þetta er nú enn
eitt lýsandi dæmið um fá-
ránleika skriffinnskunnar í
Reykjavík. Það vita það allir að
það eru bændur um allt land
sem eiga þetta örfáar kindur og
eru jafnvel að slátra þeim í
fjárhúsunum en ég segi það
fyrir mig, eftir að ég kom hing-
að og hef ég þó haft afskipti af
sláturhúsinu og bændunum
töluvert, að þá datt mér aldrei
í hug að kerfið væri svona
svakalegt eins og það er utan
um landbúnaðinn. Þarna er
hverjum kerfiskallinum hrein-
lega plantað ofan á hvern
annan í nánast yfirgengilegu
rugli."
„Manstu gamla daga, Gunnar?" gæti þessi mynd úr sláturhúsinu í Grindavík heitið.
Hef ekki legiö einn
einasta dag veikur í
sveitinni
Þig kitlar samt ekkert aftur
í skrifstofustörfin, þrátt fyrir
allt sem á undan er gengið?
„Nei, það er alveg á hreinu.
Það kom oft fyrir á skrifstofunni
að maður var með bakverk,
hausverk og allskyns krank-
leika en ég get sagt þér það, að
síðan ég kom hingað, þá hef ég
ekki legið einn einasta dag
veikur í rúminu. Nei, mér líður
bara alveg ágætlega hérna."
Að þessum orðum sögðum
kvaddi ég Gunnar Árnason,
enda hafði maðurinn í mörg
horn að líta, eins og venja hans
var í gegnum tíðina hjá Kaup-
félagi Suðurnesja.
Viðtal:
Valur Ketilsson
15