KSK-blaðið - 01.12.1991, Side 22

KSK-blaðið - 01.12.1991, Side 22
KSK ■ BLAÐIÐ gg Knattspyrnukappinn Sigurður Björgvinsson í kjötborðinu í Samkaup: Engin knattspyrna á föstudögum „Fólk á Suðurnesjum er kröfuharðara, það vill fá kjötið meira unnið sem við bjóðum upp á í kjötborðinu í Samkaup. Fyrir helgar erum við með 60-70% tilbúna rétti, á pönn- una eða í ofninn. A höfuð- borgarsvæðinu er miklu minna um þetta" segir Sigurð- ur Björgvinsson, deildarstjóri í kjötborðinu í Samkaup. Suöurnesjamenn opnir Sigurður hefur starfað í kjöt- inu hjá Kaupfélaginu frá 1980. Flann byrjaði þá í stórmarkaði síns tíma, Sparkaup. Þar var hann í 3 ár en næsta eina og hálfa árið á eftir starfaði hann í Víkurbæ. Leið hans lá aftur til Kaupfélagsins, í Samkaup, sem opnaði 1982, en þar hefur hann starfað síðan. „Suðurnesjamenn eru mjög opnir hvað það varðar að prófa eitthvað nýtt. Fyrir okkur sem vinnum í þessu daglega er það mjög gott. Það er skemmtilegt að fikra sig áfram og bjóða alltaf upp á einhverjar nýj- ungar." -En hvað er svo vinsælasta kjöttegundin? „Svínakjötið er vinsælast. Lambið stendur alltaf fyrir sínu en þar sem að það er mikið tekið frosið þá sækir fólk meira í svínakjötið í kjötborðinu." -En borðar fólk ennþá jafn mikið kjöt? „Já, kjötneysla hefur ekki minnkað að neinu ráði. Það hefur hins vegar aukið græn- metisneyslu með mat og nú orðið vill fólk hafa það ferskt en ekki í dósum." -Nú hefur þú starfað í mat- vöru í 11 ár. Hvernig finnst þér þróunin hafa orðið? Þróunin til baka „Þróunin hefur á síðustu mánuðum og árum verið til baka. Þegar ég var að byrja í Sparkaup var vörunum stillt upp á brettunum og í köss- unum. Nokkrum árum seinna var farið að huga meira að út- litinu í búðunum og öllu raðað í hillur og rekka. Nú hugsar fólk fyrst og fremst um vöru- verðið og kröfur um gæði og sérstakar vörutegundir orðnar minni. Brettin eru komin að hluta til aftur inn í búðirnar og bara rifið ofan af kössum. Þannig er auðvitað hægt að bjóða betra vöruverð." Góður skilningur Sigurður hefur frá því hann var polli stundað knattspyrnu af miklu kappi og leikið í meistaraflokki síðustu 16 árin, lengst af með ÍBK en nú síðast með KR. Sigurður er mikill keppnismaóur, hefur m.a. leikið með landsliði íslands og segist enn eiga nokkur góð ár eftir. En hvernig er að stunda keppnisíþrótt með erfiðri vinnu eins og hann er í? „Þetta gengi ekki upp nema til kæmi góður skilningur vinnuveit- anda. Honum hef ég mætt alla tíð hjá Kaupfélaginu þannig að ég hef getað stundað fótbolt- ann af kappi. En auðvitað truflar svona krefjandi vinna alltaf eitthvað. Föstudagarnir sem oft eru mjög erfiðir hér í Samkaup og brjálað að gera, eru ekki miklir knattspyrnu- dagar hjá mér. Oftast kemst ég ekki á æfingu á þeim dögum. Það hafa orðið miklar breyt- ingar í þessum málum. Stærri félögin eru farin að gera miklu meira fyrir leikmenn, með því að útvega þeim þægilega vinnu ásamt því að veita ýmis hlunnindi." Of mikil samkeppni Að lokum Sigurður, hver er þín skoðun á þeirri miklu samkeppni sem á sér stað á matvörumarkaðnum á Suð- urnesjum? „Hún er of mikil að mínu mati. Ég er hræddur um að þetta geti endað illa, svæðinu ekki til hagsbóta. En við erum líka alltaf að berjast við Reykjavíkurferðir. Ef allir myndu taka sig saman og versla hér heima stæðu versl- anir og fyrirtæki betur og mundu þá jafnframt geta boðið enn betri verð og þjónustu. Ég er ansi hræddur um að fólk taki ekki allt með L réikninginn þegar það fer út fýrir svæðið. Það er ekki bara bensín- kostnaður heldur einnig mikill tími. Talandi um íþróttir má ekki gleyma þvf að helstu stuðningsaðilar íþróttarinnar eru fyrirtækin. Erfiðleikar í fyr- irtækjum hér á Suðurnesjum þýða einfaldlega það að þau geta ekki stutt eins vel við bakið á íþrótta- og-félagsl ífi o'g þau vildp" ságði Sigurður Björgvinssó'n áð endingú. „Föstudagarnir eru oft mjög erfiðir hér í Samkaup og þá er lítið um knattspyrnu hjá mér“ segir Sigurður Björgvinsson. 22

x

KSK-blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: KSK-blaðið
https://timarit.is/publication/1571

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.