KSK-blaðið - 01.12.1991, Qupperneq 25

KSK-blaðið - 01.12.1991, Qupperneq 25
KSK ■ BLAÐIÐ □jónustan mun stóraukast hjá okkur fljótlega eftir áramótin en þá tökum við í notkun nýja litablöndunarvél" sagði Ragnar Jónsson, deildarstjóri í málningardeild Járn og Skips í samtali við KSK blaðið. Að sögn Ragnars er um að ræða splunku- nýja vél sem blandar saman liti með undra- verðum árangri samkvæmt hinu svokallaða NCS litakerfi, sem er samhæft Iita- blöndunarkerfi málningarframleiðenda á Norðurlöndum. „Við höfum þurft að senda mikið málningu til Reykjavíkur til blöndunar en þegar við fáum nýju vélina, verður það úr sögunni og fólk mun geta beðið eftir aö við blöndum fyrir það." Sjafnarmálning er sú vinsælasta sem Járn og Skip býður upp á og hún verður komin inn í nýja litablöndunarkerfið þegar nýja blönd- unarvélin kemur. Aðrar málningartegundir sem Járn og Skip er með í boði eins og t.d. Sadolin er í þessu sameiginlega NCR litakerfi, og Pinotex sem fólk þekkir vel. En hvað spyr fólk helst um sem er að fara að mála? „Pað er mikið spurt um samsetningu lita og síðan auðvitað um ýmis mál, t.d. um fjölda umferða, sparsl og fleira" sagði Ragnar. Hvaða málningarvörur leggið þið mesta á- herslu á? „Sjafnarmálningin hefur reynst mjög vel og við höfum selt mjög mikið af henni. Hún er til í öllum litum og gerðum og er alltaf á mjög góðu verði." Ragnar hóf störf í Járn og Skip í sumar en kemur úr Reykjavík en þar starfaði hann m.a. í nokkur ár í versluninni Málaranum og þá hefur hann sótt mörg námskeið." Voru ekki viðbrigði að koma til Suðurnesja og vinna þar? „Það voru talsverð viðbrigði en þetta hefur gengið vel og mér líkar vel hérna. Við erum að stórbæta málningardeildina, auka vöruúrvalið og þjónustuna og það er gaman að taka þátt í því" sagði Ragnar að lokum. Ragnar Jónsson, málningarsérfræðingur Járn og Skips ræðir málin við Júlíus Thorarensen frá Sjöfn. Nýjungar í málningardeild Jám og Skips: Ný MtabÍöndunarvél og betri þjónusta Guðjón Sigurðsson, „fittings-maður“ Járn og Skips ásamt nokkrum iðnaðarmönnum á kynningu í Járn og Skip. Pípulagningadeildin - „Fittings" - í Járn og Skip: Meira vöruúrval og lægra verð Urvalið hjá okkur er með því mesta sem gerist og með auknum innflutningi höfum við náð að bjóða verð eins og þau gerast lægst" sagði Guðjón Sigurðsson, deildarstjóri í pípu- lagningadeildinni eða „Fittings" eins og hún er jafnan kölluð. I deildinni er allt á boðstólum til pípulagna í miklu úrvali. Við- skiptavinirnir eru margir, bæði fagmenn og aðrir. En hver er munurinn að afgreiða fagmann eða venjulegan húseiganda? „Fagmennirnir vita alltaf hverju þeir eru að leita að en einstaklingarnir koma mikið með minni vandamál sem við reynum að leysa fljótt og vel." Að sögn Guðjóns hefur að undanförnu verið lögð mikil áhersla á svokallað forhitarakerfi. „Við bjóðum heildarlausn í þeim málum og höfum átt gott samstarf við iðnaðarmenn á svæðinu. Það hefur verið mikið uni tæringu í ofnum hér á Suðurnesjum og forhitarar koma í veg fyrir hana". Eins og fyrr greinir er nú lögð meiri áhersla á beinan innflutning en þannig er hægt að bjóða sambærilegt verð og það gerist lægst hjá stærstu söluaðilum pípulagningavara á markaðnum. Guðjón hóf störf í Járn og Skip í sumar en hann kemur frá Hafn- arfirði. Hann er pípulagningameistari og starfaði sfðast sem slíkur en hefur einnig unnið í Byggingavörudeild Sambandsins við umboðssölu á pípulagningaefni. 25

x

KSK-blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: KSK-blaðið
https://timarit.is/publication/1571

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.