Morgunblaðið - 05.01.2021, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.01.2021, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2021 Tilboð Flugvirkjafélags Íslands þar sem lögð voru fram drög að heild- stæðum kjarasamningi flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands var rætt á fundi deiluaðila sl.laugardag og er enn á borðinu, að sögn Guð- mundar Úlfars Jónssonar, formanns flugvirkjafélagsins. Hann segir óumflýjanlegt að til gerðardóms komi eins og gert er ráð fyrir í lögum sem sett voru á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni, næðust samningar ekki fyrir 4. jan- úar. Hann sagði í gær að ekki hefði enn verið tekin afstaða til tilboðs flugvirkja með drögum að samningi. Guðmundur vonast eftir að ákveð- ið svigrúm verði gefið til að ná sátt- um um einstaka hluta samnings þrátt fyrir að gerðardómur verði skipaður. „Það er bara óumflýjanlegt að það verði skipaður gerðardómur úr því sem komið er. Auðvitað vonuðum við að samninganefnd ríkisins hefði sett meira púður í að mæta þessum heildstæða kjarasamning sem við lögðum á borðið,“ segir Guðmundur. Tilboði FVFÍ enn ósvarað  Gerðardómur óum- flýjanlegur úr þessu Morgunblaðið/Árni Sæberg Gæslan Kjaradeila flugvirkja og ríkisins er enn þá óleyst. Viðgerð á aðalvél flutningaskipsins Lagarfoss mun taka einhverjar vik- ur, að því er Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Eimskips, tjáði blaðinu. Sem kunnugt er varð alvarleg vélarbilun í Lagarfossi milli jóla og nýárs þegar skipið var statt um 230 sjómílur suðvestur af Garðskaga. Skipið var þá á leið til Kanada og Bandaríkjanna fulllestað vörum. Þegar ljóst var að tilraunir til viðgerðar um borð báru ekki árangur var varðskipið Þór kallað til aðstoðar. Þór dró Lagarfoss til Reykjavíkur og komu skipin þang- ar 30. desember. Svo heppilega vildi til að blíðuveður var alla leið- ina. Bilun varð í sveifarási í vélinni og þarf að skipta um hann. Það gekk vel að útvega varahluti sem eru á leið til landsins. Félagið tók ákvörðun um það strax að senda flutningaskipið EF Ava til Ameríku sem tók megnið af vörunum sem voru í Lagarfossi. Eimskip er tryggt fyrir svona óhöppum, að sögn Eddu Rutar. Sveifarás er ás í brunahreyfli, knúinn af aflslagi stimpla, sem sér um að koma afli frá stimplum til kasthjóls (svinghjóls). Hann sér einnig um að snúa kambási, vatns- dælu, rafal og stundum viftu, loft- kælingu og forþjöppu, segir í al- fræðiritinu Wikipediu. Lagarfoss er gámaskip, 10.106 brúttótonn. Skipið var smíðað í Kína fyrir Eimskip árið 2014. Það liggur nú í Sundahöfn. sisi@mbl.is Viðgerðin verður tímafrek Morgunblaðið/Árni Sæberg Í heimahöfn Varðskipið Þór kom með Lagarfoss í togi til Reykjavíkur.  Skipta þarf um sveifarás í vél gámaskipsins Lagarfoss Enn hefur orðið töf á útgáfu skýrslu starfs- hóps sem sam- gönguráðherra skipaði í fyrra- sumar til að end- urmeta áætlanir um Sundabraut. Vegagerðin leiðir starfið og stóð til að skýrsla starfshópsins yrði tilbúin í ágúst sl. Vinnan fór síðar af stað en ætlað var vegna Covid og því var skilum frestað fram í lok október. Það tókst ekki vegna umfangsmikillar upplýs- ingaöflunar og var útgáfunni því frestað til loka nóvember. Sú dagsetning stóðst ekki heldur en nú sér fyrir endann á starfinu, að því er Vegagerðin tjáði blaðinu. Nú er stefnt að því að skýrslan verði afhent ráðherra í lok janúar. sisi@mbl.is Sundabraut- arskýrslan frestast enn Innantóm loforð Ísumar samþykkti Alþingi einróma lög um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu sem verið hefur baráttumál ÖBÍ árum saman og mun auka skilvirkni heilbrigðisþjónustu og koma í veg fyrir örorku fólks. Lögin tóku gildi um áramótin en eru ófjármögnuð sem gerir þau marklaus. Upp er runninn tími efnda!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.