Morgunblaðið - 05.01.2021, Blaðsíða 11
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2021
Söfnum í neyðarmatarsjóð til matarkaupa
hjá Fjölskylduhjálp Íslands
fyrir þá fjölmörgu sem lægstu
framfærsluna hafa.
Þeim sem geta lagt okkur lið
er bent á bankareikning
0546-26-6609,
kt. 660903-2590.
Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti
og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ.
Neyðarsöfnun í matarsjóðinn
Guð blessi ykkur öll
Opið frá 11-18
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
ÚTSALAN
HAFIN
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
F
lugdreka bar hátt við
himin um sl. helgi þar
sem vængbrettafólk lék
sér á Skógartjörn á
sunnanverðu Álftanesi.
Í stífum vindi sköpuðust þar frábær-
ar aðstæður, en tengt við flugdreka
feykjast brettin og fólkið sem á þeim
stendur svo eftirtekt vekur. Á sunnu-
dag mátti sjá fólk fara fram og aftur
um tjörnina og á flug í hviðunum.
„Oft kemst maður í fimm til sjö metra
hátt flug og sumir alveg í tíu metra.
Tilfinningin er óviðjafnanleg og hver
stund í þessu er adrenalínkikk,“ segir
Hjörtur Eiríksson vængbrettamaður.
Minni væng í meira roki
Liðin eru 13 ár síðan Hjörtur
byrjaði í þessu sporti, sem á hug hans
allan. Iðkendum fer fjölgandi og þeg-
ar góðar aðstæður skapast hópast
fólk í sportinu saman og fer í leik.
„Miklu skiptir að velja stað sam-
kvæmt aðstæðum; vera á sjó eða
vatni þar sem vindur stendur að
landi,“ segir Hjörtur. „Því er gott að
vera á Skógartjörn í suðaustanátt, og
hafa eiðið á Hliðsnesi að baki sér. Í
sömu vindátt hentar Langisandur við
Akranes vel, Geldinganes er best í
austanátt og Grótta á Seltjarnarnesi
þegar átt er vestanstæð eða norð-
læg.“
Gott er að hver vængbrettamað-
ur eigi í pússi sínu vængi af nokkrum
stærðum og noti samkvæmt aðstæð-
um. Eftir því sem hvassar blæs þarf
minni væng eða flugdreka, útskýrir
Hjörtur sem hefur tiltækan fimm fer-
metra væng og sá stærsti er átján fer-
metrar. Ein af minnstu stærðunum
var notuð í strekkingnum á sunnudag.
„Jú, þegar allt fer á flug fylgja
slíku mikil átök sem reyna á allan lík-
amann, mest á magavöðva og læri.
Þar er átakið mest, enda er ég alveg
búinn eftir tveggja tíma sprett,“ segir
Hjörtur sem hefur farið til fjölda
landa til að iðka sport sitt þar. Má þar
nefna Grænhöfðaeyjar, Jamaíka,
Kosta Ríka, Kenía og Bandaríkin.
Vill á Ólympíuleika
„Ég finn frelsið í vindinum,“ seg-
ir Rannveig Grímsdóttir tannlæknir
sem var í þeim góða hópi sem steig
dans við storminn á Skógtjörn um
helgina. Hún byrjaði í vængbretta-
sportinu fyrir ellefu árum, þá búsett í
Síle þangað sem hún flutti með for-
eldrum sínum ellefu ára gömul. Ytra
hefur Rannveig tekið þátt í alþjóð-
legum keppnum í sportinu, verið Síle-
meistari í hraðsiglingu á vængbretti í
mörg ár og fleira.
„Ég er nýlega flutt aftur heim til
Íslands og á mér þann draum að
keppa fyrir hönd Íslands á væng-
bretti á Ólympíuleikum í framtíðinni.
Forysta íþróttahreyfingarinnar á Ís-
landi hefur þó ekki verið neitt sér-
staklega áhugasöm að taka þetta inn
sem nýja ólympíugrein en við sjáum
hvað setur.“
Rannveig segir vængbrettaflug
íþrótt fyrir alla, en mikilvægt sé þó
að byrjendur fái í upphafi leiðbein-
ingar hjá sér reyndara fólki. Mik-
ilvægt sé að læra á vindinn og kunna
réttu handtökin þegar tekið er í
strenginn sem tengir saman bretti
og væng.
„Þetta sport krefst ekki krafta,
heldur þess að beita líkamanum og
tækinu rétt. Dóttir mín, níu ára
gömul, byrjaði fyrir nokkru að æfa
sig á vængbretti og er strax orðin
nokkuð góð. Brettasportið er grein í
miklum vexti, iðkendum um allan
heim fer fjölgandi, enda finnur fólk
fljótt að þessa íþrótt býður upp á
mörg ævintýri,“ segir Rannveig.
Frelsi í vindi
Iðkendum í vængbrettasporti á Íslandi fjölgar. Stífur
stormur veit á gott og á góðri stundu má fljúga upp í
tíu metra hæð. Íþróttin er fyrir alla, sem krefst réttra
handtaka og góðs læsis á veður og vindáttir.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Skógtjörn Aðstæður eru hinar bestu á Álftanesinu og vængurinn feykir fólki um vatnsflötinn. Þeir sem stunda
sportið fylgjast vel með veðurspám og þegar byr býður er farið þangað sem aðstæður eru góðar þá stundina.
Gaman Tilfinningin er óviðjafnanleg, segir Hjörtur sem hefur
farið víða um heim til að stunda þessa skemmtilegu íþrótt.
Leikni Beita líkama og tæki rétt, segir Rannveig Grímsdóttir
sem byrjaði í sportinu suður í Síle fyrir ellefu árum.
Vængur Vindstyrkur ræður því hve stóran dreka þarf hverju sinni.
Dans Sveiflar sér á vatnsborðinu í mjúkri lendingu. Mikilvægt
er að ná réttum tökum á vængnum og beita eftir aðstæðum.
Instagram: Ranny kite
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og íþrótta- og tóm-stundanefnd stóðu á dögunum fyrir afhendinguviðurkenninga til íþróttamanna sem keppa með
hafnfirskum liðum, Íslandsmeistara, hópa bikarmeist-
ara, Norðurlandameistara, heimsmeistara og sérstakra
afreka, ásamt vali á íþróttakonu, íþróttakarli og íþrótta-
liði Hafnarfjarðar á árinu 2020. Á árinu 2020 unnu rúm-
lega 300 manns Íslandsmeistaratitla, bikarmeistaratitla
eða hvort tveggja með Hafnarfjarðarliðum.
Afrekslið Hafnarfjarðar 2020 var valinn meistara-
flokkur karla og kvenna í frjálsum íþróttum hjá FH.
Liðið sigraði í öllum frjálsíþróttamótum á árinu þar sem
keppt var til stiga. Þá vann liðið til fjölda titla, bæði á
meistaramótum og í bikarkeppni.
Meðal fremstu í mörg ár
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, kylfingur frá Golf-
klúbbnum Keili, var valin Íþróttakona Hafnarfjarðar
árið 2020. Hún var Íslandsmeistari kvenna í golfi árið
2020 og hefur sigrað þrjú ár í röð. Hefur verið meðal
fremstu kylfinga landsins í mörg ár, sigraði Íslands-
mótið í höggleik sl. sumar, varð stigameistari GSÍ þar
sem hún sigraði á þremur mótum af fimm mótum árs-
ins. Leikur í Evrópumótaröð kvenna þar sem hún hefur
fullan þátttökurétt á þessu sem og næsta ári. Guðrún er
í 125. sæti á styrkleikalista LET Evrópumótarað-
arinnar og er í 949. sæti á heimslista atvinnukvenna í
golfi.
Með farseðil á ÓL
Anton Sveinn McKee, sundmaður úr Sundfélagi Hafn-
arfjarðar, er Íþróttamaður Hafnarfjarðar árið 2020 auk
heldur að vera sundkarl SH og Sundsambands Íslands
2020. Hann varð margfaldur Íslandsmeistari á árinu auk
þess að verða Íslandsmeistari í boðsundi. Hann setti þrjú
Íslandsmet sem einnig voru ný Norðurlandamet í 200
metra og 100 metra bringusundi. Anton Sveinn var fyrst-
ur Íslendinga til að tryggja sér farseðil á ÓL í Tókýó.
Hann hefur einnig tryggt sér keppnisrétt á Evrópu-
meistaramótinu í sundi á þessu ári. sbs@mbl.is
Hafnarfjörður margra meistara
Íþróttafólk Hafnarfjarðar 2020. Guð-
rún Brá og Anton Karl voru útnefnd.
Afrek Anton Sveinn McKee og Guðrún Brá Björgvins-
dóttir eru framúrskarandi í íþróttalífi Hafnarfjarðar.