Morgunblaðið - 05.01.2021, Blaðsíða 12
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Á síðasta ári hækkaði Úrvalsvísi-
tala Aðalmarkaðar Kauphallar Ís-
lands, Nasdaq Iceland, um 20,5%.
Það er næst mesta verðhækkun í
Nasdaq-kauphöllum Norður-
landanna á árinu, en sama vísitala
í Danmörku hækkaði talsvert
meira, eða um 33,7%. Í Finnlandi
varð hækkunin
8,6% og í Stokk-
hólmi 5,8%.
Finnbogi Rafn
Jónsson, for-
stöðumaður við-
skipta og við-
skiptatengsla
hjá Nasdaq Ice-
land, segir að
hækkunin hér á
landi sé til
marks um að hlutabréfamarkaður-
inn hafi „staðið veðrið af sér“ eftir
þann óróa sem kórónuveiran olli.
Finnbogi segir það einnig mark-
vert að skráð félög hafi aflað sér
29 milljarða króna á markaði í
haust auk þess sem félög nýttu
hlutabréf sín sem gjaldmiðil við yf-
irtökur. „Hæst bar útboð Ice-
landair Group sem var það þriðja
stærsta í sögu markaðarins,“ segir
Finnbogi.
Hampiðjan hækkaði mest
Eins og sést á meðfylgjandi
korti hækkaði Hampiðjan mest
allra félaga í Kauphöllinni á síð-
asta ári, en fyrirtækið er skráð á
First North-vaxtarmarkaðinn. Af
félögum sem skráð eru á Aðal-
markað hækkaði Kvika banki mest
eða um 63,5% á árinu og trygg-
ingafélagið TM um 53,6%. Félögin
tvö sameinuðust í lok árs.
Mesta lækkunin varð hins vegar
á verði Icelandair, en kórónuveir-
an olli hruni í ferðaþjónustu á
landinu í fyrra. Lækkaði gengi fé-
lagsins um 78,3%. Félagið hefur
verið að ná vopnum sínum upp á
síðkastið og hækkaði mest alla fé-
laga á fyrsta viðskiptadegi nýs árs
í gær, um tæp sex prósent.
Finnbogi segir að tvöföldun á
þátttöku einstaklinga á hlutabréfa-
markaði sé að hans mati það
markverðasta sem gerðist á árinu
2020 í Kauphöllinni. „Síðustu sex
til sjö ár hafa um það bil átta þús-
und manns verið með vörslureikn-
ing hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð,
og það hefur haldist nokkurn veg-
inn óbreytt milli ára, þar til nú.“
Finnbogi segir ástæðurnar eink-
um tvær; annars vegar neikvæðir
raunvextir innlána, sem hvöttu
fólk til að leita nýrra leiða við að
ávaxta sitt fé, og hins vegar vel
heppnað hlutafjárútboð Icelandair
Group á haustmánuðum 2020. „Við
höfum séð þó nokkra breytingu
varðandi þátttöku almennings, það
er stærsta fréttin,“ segir Finn-
bogi.
Hann segir að þrátt fyrir þessa
jákvæðu breytingu séu Íslending-
ar enn eftirbátar hinna norrænu
landanna hvað þátttökuna varðar.
Stærsti mánuður frá hruni
Annað sem sætti tíðindum á ný-
liðnu ári var að sögn Finnboga að
desembermánuður var stærsti við-
skiptamánuður frá hruni í fjölda
viðskipta talið. „Reyndar voru sjö
af tíu stærstu viðskiptamánuðum
frá hruni á síðasta ári þegar horft
er til fjölda viðskipta.“
Finnbogi segir að árið hafi einn-
ig verið ólíkt síðustu árum að því
leyti að nú hafi fjöldi smærri við-
skipta borið uppi veltuna á mark-
aðnum frekar en færri stór, sem
er til marks um aukna þátttöku
smærri fjárfesta.
Næstmesta verðhækkunin
varð hér á landi í fyrra
Markverðast á árinu 2020 þykir að tvöföldun hafi orðið á þátttöku almennings
Verðbreytingar hlutabréfa á árinu 2020
Hampiðjan 75,00%
Kvika banki 63,50%
TM 53,60%
ORIGO 50,90%
Síminn 49,80%
Sjóvá-Almennar tryggingar 46,30%
Hagar 37,20%
Eimskipafélag Íslands 36,10%
Festi 33,20%
Vátryggingafélag Íslands 32,90%
Marel 28,30%
Brim 28,10%
Iceland Seafood International 26,90%
Kaldalón 21,20%
Eik fasteignafélag 12,60%
Sýn 11,40%
Arion banki 10,10%
Skeljungur 8,70%
Reginn 2,90%
Sláturfélag Suðurlands 0,00%
Reitir Fasteignafélag -2,90%
Klappir Grænar lausnir -6,50%
Icelandair Group -78,30%
OMXC25 Kaupmannahöfn 33,70%
OMXI10 Ísland 20,50%
OMXH25 Helsinki 8,60%
OMXS30 Stokkhólmur 5,80%
Finnbogi Rafn
Jónsson
Flug Vel heppnað útboð Icelandair átti stóran þátt í mikilli þátttöku almenn-
ings á hlutabréfamarkaði í fyrra. Icelandair lækkaði þó mest allra á árinu.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2021
PON er umboðsaðili
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður
Sími 580 0110 | pon.is
Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna!
GÆÐI OG ÞJÓNUSTA
Ráðgjafarfyrirtækið Poppins &
Partners (P&P), sem sérhæfir sig í
nýsköpunargeiranum, hefur gefið út
lista yfir efnilegustu sprotaverkefni
ársins 2020, en listinn er birtur á vef
fyrirtækisins.
Hanna Kristín Skaftadóttir, annar
stofnenda P&P, segir í samtali við
Morgunblaðið að listinn sé nú birtur
í fyrsta skipti, en verði árlegur héðan
í frá. „Okkur fannst þörf á að draga
fram þessi efnilegu fyrirtæki sem
eru á Íslandi og gera smá samantekt
á þeim sem voru að gera markverða
hluti á árinu 2020. Við fengum fólk í
grasrótinni og aðila með góð tengsl
við nýsköpunargeirann til að hjálpa
okkur við gerð listans,“ segir Hanna
Kristín.
Hún segir að listinn sé þrískiptur.
Í fyrsta lagi séu á honum fyrirtæki
sem enn eru á hugmyndastigi. Í öðru
lagi séu félög sem sett hafi vöru á
markað, eða eru um það bil að senda
frá sér fyrstu vörurnar. Í þriðja lagi
séu á listanum fyrirtæki sem orðin
eru þekkt á markaði.
„Sían sem við notuðum var hvort
fyrirtæki hafði gert eitthvað mark-
vert á árinu 2020, hvort það lagaði
sig að breyttum aðstæðum á árinu,
eða hvort það náði að loka fjármögn-
un.“
Airbnb fyrir föt
Meðal hugmynda á frumstigi sem
eru á listanum er fyrirtækið Spjara,
en það hyggst leigja fólki fatnað til
tímabundinnar notkunar – nokkurs
konar Airbnb fyrir föt. Fyrirtækið
sigraði í Spjaraþon hugmyndasmiðj-
unni á síðasta ári. Þekkt fyrirtæki á
listanum eru t.d. Lucinity, Geo Silica
og YAY.
Nýr þrískiptur sprotalisti
Verður árlegur héðan í frá Fyrirtæki á hugmyndastigi
eru á listanum Félög sem lokuðu fjármögnun ná inn
Morgunblaðið/RAX
Vöxtur Geo Silica, sem Fida Abu
Libdeh stýrir, er á listanum.
● Í gær rann út yfirtökutilboð Strengs
hf. til hluthafa Skeljungs hf. um kaup á
hlutum þeirra í félaginu á genginu
8,315 fyrir hvern hlut.
Tilboðið nær til allra hluta í Skelj-
ungi sem ekki voru í eigu Strengs eða
Skeljungs samkvæmt hlutaskrá við lok
viðskiptadags þann 4. desember
2020. Lögum samkvæmt hefur Skelj-
ungur þrjá daga til að greina frá nið-
urstöðum tilboðsins.
Samkvæmt upplýsingum sem koma
fram í tilboðsyfirliti ráðgerir Strengur
að bjóða valdar rekstrareiningar, fast-
eignir og lóðir Skeljungs til sölu. Einn-
ig segir í gögnunum að til greina komi
að úthýsa starfsemi sem reka megi
með hagkvæmari hætti utan félagsins.
„Fyrir liggur vilji Reykjavíkurborgar til
að fækka bensínstöðvum sem leiðir til
þess félagið mun þurfa að finna hluta
af lóðum félagsins nýjan tilgang. Til-
boðsgjafi mun því reyna að selja lóðir
þar sem talið er að sala skili hærra
virði fyrir Skeljung en að halda stöðv-
um áfram í rekstri. Í kjölfarið má gera
ráð fyrir að félagið verði smærra í
sniðum og eignaléttara. Vilji tilboðs-
gjafa er að starfsemin verði betur í
stakk búin til að mæta hröðum breyt-
ingum sem fylgja orkuskiptum á
næstu árum.“
Í gögnunum kemur einnig fram að
stefnt sé að afskráningu félagsins úr
Kauphöll Íslands.
Olía Skeljungur gæti breyst.
Niðurstaða yfirtöku-
tilboðs kynnt í vikunni
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
STUTT
5. janúar 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 127.21
Sterlingspund 173.55
Kanadadalur 99.91
Dönsk króna 20.98
Norsk króna 14.928
Sænsk króna 15.569
Svissn. franki 144.38
Japanskt jen 1.2341
SDR 183.85
Evra 156.1
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 186.7304
Hrávöruverð
Gull 1891.1 ($/únsa)
Ál 1978.0 ($/tonn) LME
Hráolía 51.49 ($/fatið) Brent