Morgunblaðið - 05.01.2021, Side 14

Morgunblaðið - 05.01.2021, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Veiran fráKína ervinalaus og hötuð. En þótt svo sé að vonum er þýðingarmest að umræðunni, sem að henni snýr og er sjálfsögð og nauðsynleg, sé haldið í jafnvægi. Sama gildir um stýringu hennar af hálfu opinberra aðila, hvernig sem hver og einn þeirra kemur þar að. Hún þarf í senn að vera hreinskilin og bera það með sér að ekki sé verið að halda því frá almenningi sem hann á rétt á að fá vitneskju um. Um leið skiptir miklu að þeir stjórnmála- og embætt- ismenn sem þýðingarmest er að hafi trúverðugleika sem aldrei beri skugga á lendi ekki að óþörfu í vörn í málinu. Óþægilegar fréttir bárust í gær um að þrír einstaklingar hefðu látist, en þeir höfðu fengið bóluefnið úr 5.000 manna skammti sem tekið var á móti með viðhöfn og auglýs- ingabrag. Í umræðunni í kjöl- farið var mörgum brugðið svo sem vonlegt var. Sumir þeirra svo að þeir reiknuðu sig upp í að ætla mætti að allt að 200 Íslendingar kynnu að látast svo rekja mætti það til bólu- setningarinnar ef þau mark- mið næðust að bólusetja alla þjóðina. En það henta ekki öll mál í einfaldan framreikning. Mbl.is hafði sagt frá tveimur dauðsföllum sem orðið höfðu í kjölfar bólusetningar, sem Lyfjastofnun hefði fengið upplýsingar um, en RÚV hafði svo sagt að tilvikin sem tilkynnt hefðu verið væru orðin þrjú. Var vitnað í Þórólf Guðnason sóttvarnalækni í RÚV sem hefði áréttað að óvíst væri hvort dauðsföllin þrjú tengdust bólusetning- unum og áréttað að afla þyrfti meiri upplýsinga um heilsu- far þessa fólks áður en komist væri að niðurstöðu um hvort bólusetningarnar tengdust andlátunum: „Maður þarf líka að muna að þarna var verið að bólusetja þá veikustu og elstu í samfélaginu, sem eru hrum- ir og með langvinna sjúk- dóma. Það getur ýmislegt haft áhrif, sem ekki tengist bólusetningunni, þegar um er að ræða veikasta fólkið okkar. Þannig að spurningin er hvort þetta tengist bólusetn- ingunni. Það getur verið erf- itt að fullyrða nokkuð um það.“ Augljóst er að um leið og allrar varúðar er gætt þá má það aldrei leiða til þess að upplýsingum af þessum toga sé haldið leyndum. Og eftir þessa opinberu atburða- rás hlýtur það að verða ófrávíkjan- legur hluti af vinnubrögðum við þessa bólu- setningu að það fólk sem er í áhættuflokki fái, ásamt nán- ustu trúnaðarmönnum, að vera upplýst um þá hugsan- legu áhættu sem sé fyrir hendi. Það er öllum ljóst að rann- sakendur og framleiðendur á borð við lyfjafyrirtæki hafa legið undir yfirþyrmandi þrýstingi að koma sem allra fyrst fram með bóluefni sem framleiða megi fyrir heims- byggðina með öruggum hætti, eða a.m.k. af „ásætt- anlegu“ öryggi. Þeir sem fylgjast af áhuga með umræðu um þróun bar- áttunnar við veiruna vita að það er samdóma álit að sam- bærilegt bóluefni hafi aldrei áður verið komið á fram- leiðslustig og á markað með jafnskömmum fyrirvara og nú hefur tekist. Það er vissulega mikið fagnaðarefni eftir þann skaða sem veirupestin hefur nú þegar valdið veröldinni og er þó hvergi nærri hætt. En þessum fagnaðarboð- skap hafa einnig fylgt fullyrð- ingar um að miklu minni tími hafi að þessu sinni gefist til að sannreyna gæði bóluefnisins og til að ganga úr skugga um að bólusetningunni fylgi ekki skaðlegir þættir sem fari yfir þau mörk sem almennt séu dregin. Borið hefur á því að stjórn- lynt fólk í valdaaðstöðu hafi notað „tækifærið“ nú, eins og því hættir ætíð til, að þrengja að rétti einstaklinganna um- fram það sem þegar er orðið. Það er bölvað og er ástæða til að fara vel yfir þau efni þegar horfa má til þeirra gjörða án þess að hafa vofu veirunnar yfir sér. En hversu óþægileg- ar sem þessar fyrstu fréttir af bólusetningunni eru þá væru verstu viðbrögðin þau að draga fjöður yfir veruleikann, svo ekki sé sagt að leitast við að gera þá mynd sem þó ligg- ur fyrir óljósari en hún er. Muna verður að sá kostur er enn fyrir hendi að tryggja að þeir hópar sem veikastir standa séu vel varðir fyrir því að veiran nái til þeirra. Um slíka kosti og um þá áhættu sem fylgir eða getur fylgt bólusetningu má ekki fela neitt fyrir neinum. Það var mörgum brugðið vegna frétta um hugsanlegar afleiðingar bólu- setningar} Alvörumál sem þolir þó hreinskilna umræðu M eðan við þraukum þetta Co- vid-19-ástand er afar mikil- vægt að við gleymum ekki að halda einmitt utan um fólkið okkar. Okkar viðkvæma hóp eldri borgara og öryrkja. Fleira fólk má ekki hrekjast í fátækt og örbirgð, því þar eru því miður nú þegar allt of margir fyrir í boði þess- ara og fyrri stjórnvalda. Þess vegna er kjörorð Flokks fólksins að hafa fólkið í forgangi – fólkið fyrst. Ríkisvald hvers tíma hefur ekki tekið utan um og vernd- að þegna sína eins og því ber og er frum- skylda stjórnvalda hvers tíma. Við afgreiðslu fjárlaga og fjáraukalaga lögðum við í Flokki fólksins fram röð breyt- ingatillagna sem allar snerust um velferðar- mál – að meira fé yrði veitt til að vernda fólkið í landinu á erfiðum tímum. Því miður var þetta allt fellt af stjórnarmeirihlutanum. Við í Flokki fólksins gefumst þó aldrei upp og horfum við með bjart- sýni fram á veginn. Dropinn holar steininn í baráttu okk- ar fyrir fólkið fyrst og fremst. Þar er númer eitt að sjá til þess að ekkert barn þurfi að lifa við fátækt á Íslandi, eins og fjöldi barna býr við í dag, sem er ekkert annað en þjóðarskömm. Við vitum að umræðan um velferðarmálin og hagsmuni fátækra, ör- yrkja og eldri borgara væri hvergi söm í sölum þingsins ef okkar nyti ekki við. Faraldurinn hefur ekki dregið máttinn úr okkur í Flokki fólksins þó við gætum ýtrustu varúðar í öllum okkar daglegu störfum, eins og við öll þurfum nú að halda áfram að gera, eins og flest okkar með heilbrigða skynsemi hafa gert. Við í Flokki fólksins höfum starfað ötullega í þinginu því við vitum að við megum ekki bregðast þeim sem við berjumst fyrir. Fremsta hugsjón okkar er að fátækt sé bölv- un og hún á ekki að finnast í okkar ríka sam- félagi. Við erum staðráðin í að útrýma fátækt í okkar ríka landi og sjá til þess að þegnar Ís- lands líði ekki skort á nauðsynjum né búi við þá niðurlægingu sem fylgir örbirgð. Til að gera þetta nýtum við okkur þá að- stöðu sem þingsetan veitir okkur. Það sem af er þessu löggjafarþingi sem hófst nú 1. októ- ber hefur þingflokkur Flokks fólksins lagt fram alls 18 lagafrumvörp þar sem ég eða Inga Sæland, formaður flokksins, erum fyrstu flutningsmenn. Við höfum borið upp 38 fyrirspurnir til ráðherra ríkis- stjórnarinnar. Þeir fá engan frið fyrir okkur. Frá 1. októ- ber höfum við farið 220 sinnum í ræðustól til þess í flest- um tilfellum að tala máli eldri borgara, öryrkja, atvinnulausra og láglaunafólks. Nefna má frumvörp um rétt til þess að aldurstengd ör- orkuuppbót skuli haldast óbreytt þegar réttur til örorku- lífeyris fellur niður og skerðingarlausa atvinnuþátttöku almannatryggingaþega. Gleðilegt ár. Guðmundur Ingi Krist- insson Pistill Fólkið fyrst og útrýmum fátækt Þingflokksformaður Flokk fólksins. Gudmundurk@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Efnastofnun Evrópu(ECHA) stefnir að því aðskila greinargerð um tak-mörkun við notkun blýs í skotfærum og veiðarfærum til Fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins (ESB) þann 15. janúar. Verði til- laga um takmörkun samþykkt gæti hún tekið gildi á EES-svæðinu síðla ársins 2023, gangi áætlunin ECHA eftir. Ísak Sigurjón Bragason, sér- fræðingur á sviði efna-, eftirlits- og veiðistjórnunar hjá Umhverfis- stofnun, segir að nú sé rætt um mark- aðssetningu blýs og notkun þess í högl og kúlur skotfæra og veiðarfæri til fiskveiða. Notkun blýs og efnasambanda þess er nú þegar ýmsum takmörk- unum háð samkvæmt hinni samevr- ópsku REACH-reglugerð. Ísak bendir á að málið sé í vinnslu og eigi eftir að fara í gegnum tvær vísinda- nefndir hjá ECHA sem meta annars vegar hvaða hætta kann að fylgja þessari blýnotkun og hins vegar fé- lagsleg áhrif af þeim takmörkunum sem lagðar verða til. Að auki fær samstarfshópur um efnaeftirlit tæki- færi til að koma að ábendingum varð- andi mögulegar áskoranir við að framfylgja tillögunni. Niðurstaðan verði heildstætt mat á því hvort ástæða sé til að takmarka notkun blýs í skot- og veiðarfærum innan EES. Þaðan mun tillagan fara aftur til Framkvæmdastjórnar ESB. Einn- ig mun ríkjanefnd sem fer með þessi mál í ESB ræða málið og kjósa um það. Að lokum verður tillagan rýnd af Evrópuþinginu og ráðinu áður en til samþykktar kemur. Ísak segir að til- lagan geti tekið ýmsum breytingum áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Hann segir ómögulegt að segja á þessu stigi hvort tímaáætlun ECHA standist. Verði tillagan sam- þykkt verði gefinn aðlögunartími áð- ur en hún tekur gildi. Skotveiðimenn bregðast við Ísak segir að nú þegar hafi ríkja- nefndin samþykkt að banna blýhögl við skotveiðar í votlendi, þótt bannið hafi ekki enn náð fram að ganga og sé í ferli. Nú þegar hafa 24 Evrópuríki þrengt að notkun blýs í skotfærum með einhverjum hætti. Sama gildir um fjölda annarra ríkja víða um heim, m.a. vestanhafs. FACE – Evrópsk samtök um veiðar og verndun, gera nú netkönn- un á meðal evrópskra skotveiði- manna um áhrif banns á notkun blýs í höglum og byssukúlum. Innan sam- takanna eru landsfélög sem telja um sjö milljónir evrópskra skotveiði- manna. Eitt þeirra er Skotveiðifélag Íslands (Skotvís) en formaður þess er Áki Ármann Jónsson, líffræðingur og fyrrverandi veiðistjóri. Hann telur viðbúið að þrengt verði að notkun blýs í skotfærum og veiðarfærum innan EES. „FACE er að kanna hversu mik- il áhrif blýbann muni hafa og hvað að- lögunartíminn þyrfti að vera langur,“ sagði Áki. Hann sagði að FACE hafi kært ákvörðunina um bann við notk- un blýhagla í votlendi vegna þess að óeðlilega hafi verið að henni staðið. Þá er FACE að skoða að kæra málið til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna þess að sönnunarbyrði sé snúið við. Veiðimaður sem er með blýskot við votlendi verði talinn sekur og þurfi því að sanna sakleysi sitt. Auk þess telur FACE að ekki gangi að skilgreina votlendi sam- kvæmt vatnatilskipun ESB. Hún sé of víðtæk. Þannig teljist t.d. fráveitu- skurður sem fyllist af vatni á vorin vera votlendissvæði, þótt hann sé skraufþurr mestallt árið. Undirbúa blýbann í skot- og veiðarfærum Morgunblaðið/ÞÖK Blýbann Í undirbúningi er að takmarka notkun blýs í skotfærum og veið- arfærum í EES. Þar með yrði sala á blýskotum til æfinga og veiða bönnuð. Á heimasíðu Efnastofnunar Evr- ópu (ECHA) segir að 21-27 þús- und tonn af blýi fari út í um- hverfið í Evrópusambandinu (ESB) á ári vegna notkunar blýs í skot- og veiðarfærum. Það er talið geta valdið blýeitrun hjá villtum dýrum eins og til dæmis fuglum. Einnig er talið að heilsu manna kunni að stafa hætta af blýleifum í villibráð sem veidd er með blýskotfærum. Blýbannið er talið munu geta náð til allrar skotiðkunar utan- húss, það er bæði skotveiða og iðkunar skotíþrótta. Skotfæra- framleiðendur hafa brugðist við og sett á markað blýlaus skot- færi. T.d. eru fáanleg haglaskot með höglum úr stáli, blöndu af bismút og tini eða tungsten- höglum. Margar eldri gerðir haglabyssa eru ekki gerðar fyrir stálhögl. Þannig er talið að í Bretlandi einu muni um 500.000 haglabyssur úreldast verði bannað að nota blýhögl. Högl, kúlur og sökkur BLÝ BANNAÐ VIÐ VEIÐAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.