Morgunblaðið - 05.01.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2021
Garðatorg 6 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is
Ten Points Alice
Nú 20.293 kr. 28.990 kr.
Útsala
30-60%
afsláttur af
útsöluvörum
lega tíu þúsund tonn frá vegna 5,3%
skerðingar og tvö þúsund tonn
vegna framlags til Rússa. Þá standa
eftir tæplega 184 þúsund tonn.
Alls veiddu íslensku skipin 239
þúsund tonn af kolmunna á síðasta
ári, en kvóti þeirra var 247 þúsund
tonn. Átta þúsund tonn flytjast á
milli ára. aij@mbl.is
Fyrstu skipin lögðu af stað til kol-
munnaveiða suðaustur af Færeyjum
strax aðfaranótt 3. janúar. Í gær
voru átta skip komin á miðin eða á
leiðinni þangað; Beitir NK, Börkur
NK, Bjarni Ólafsson AK, Hoffell SU,
Venus NS, Víkingur AK, Jón Kjart-
ansson SU og Guðrún Þorkelsdóttir
SU.
Fréttir af aflabrögðum hafa ekki
verið sérstakar síðustu daga, en út-
gerðin vonast til að ná afla á Fær-
eyjamiðum næstu vikur áður en kol-
munninn gengur sunnar. Þegar líður
á febrúar er veiðisvæði íslensku
skipanna á alþjóðlegu hafsvæði vest-
ur af Bretlandseyjum.
Alþjóðahafrannsóknaráðið
(ICES) leggur til að kolmunnaafli
2021 fari ekki yfir 929 þúsund tonn,
en ráðgjöf síðasta árs var 1,2 milljón
tonn og er því um að ræða 20% lækk-
un á ráðgjöf. Hins vegar var í haust
áætlað að alls yrði kolmunnaaflinn
2020 tæplega 1,5 milljón tonn sem er
27% umfram ráðgjöf.
Sjávarútvegsráðherra hefur gefið
út reglugerð um kolmunnaveiðar á
þessu ári og tekur hún til flotvörpu-
veiða íslenskra skipa á kolmunna í
fiskveiðilandhelgi Íslands, fiskveiði-
landhelgi Færeyja og á veiðistjórn-
unarsvæði Norðaustur-Atlantshafs-
fiskveiðinefndarinnar (NEAFC).
Alls er leyfilegur heildarafli 196 þús-
und tonn. Af því magni dragast rúm-
Samdráttur í kol-
munnaveiðum í ár
Skipin að veiðum
sunnan við Færeyjar
63,1
105
183
215
187
229
293
268
239
196
Kolmunnaafl i íslenskra skipa 2011-2020
Þús. tonn
300
250
200
150
100
50
0
Afl i 2011-2020
Leyfi legur heildarafl i 2021
2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021
Heimild: Hafrannsóknastofnun
5,9Rannsóknaskipin Árni Friðriksson
og Bjarni Sæmundsson héldu úr höfn
í Hafnarfirði upp úr hádegi í gær til
loðnuleitar og mælinga. Síðdegis og í
gærkvöldi var ráðgert að Aðalsteinn
Jónsson SU, Ásgrímur Halldórsson
SF og grænlenska skipið Polar Am-
aroq héldu einnig til leitar.
Að sögn Birkis Bárðarsonar, fiski-
fræðings á Hafrannsóknastofnun, er
útlit fyrir þokkalegt veður fram á
föstudag, en föstudagur og laugar-
dagur gætu orðið erfiðir. Hann segist
vonast til að á næstu dögum náist að
fara að minnsta kosti eina yfirferð
yfir leitarsvæðið frá Vestfjarða-
miðum og austur í Héraðsdýpi.
Birkir segir að hafís gæti torveldað
leit í Grænlandssundi og er meiri haf-
ís þar heldur en vonast hafði verið til.
Fullorðin loðna var við ísröndina á
þessum slóðum í leiðangri í desem-
ber, en hugsanlega hefur sú loðna
gengið af því svæði og það kemur í
ljós hvort meiri loðna birtist undan
ísnum. aij@mbl.is
Veðurgluggi til loðnu-
leitar fram á föstudag
Ís gæti torveldað leit í Grænlandssundi
Ljósmynd/Gungör Tamzok
Aðalsteinn Jónsson Vel búinn tækjum til bergmálsmælinga og greiningar.
Að meðaltali eru 60% íbúa á hjúkr-
unarheimilum á Íslandi með greind-
an geðsjúkdóm og nærri 70% nota
geðlyf að staðaldri. Þetta kemur
fram í nýrri rannsókn Páls Biering
geðhjúkrunarfræðings og Ingi-
bjargar Hjaltadóttur, sérfræðings í
öldrunarhjúkrun, en greint er frá
niðurstöðunum í nýjasta hefti
Læknablaðsins.
Í greininni segir að rannsóknir
sýni mikla útbreiðslu geðræns
vanda og geðlyfjanotkunar meðal
aldraðra í þróuðum löndum. Fólki
sem býr á hjúkrunarheimilum og
hafi greiningu þunglyndis eða kvíða
fjölgi stöðugt. Árið 2003 hafi 49,4%
verið greind með
fyrrgreind veik-
indi og hlutfallið
svo hækkað í
60,9% árið 2010.
Margt af þessu
fólki notar þung-
lyndislyf og ríf-
lega fjórðungur
er á geðrofslyfj-
um. Og fær fólkið
líka lyf án þess
að hafa greiningu.
Aldursbreytingar hafa áhrif á
verkun geðlyfja og rannsóknir hafa
ekki staðfest jákvæða langtíma-
verkun þeirra fyrir aldraða. Þeir
eru einnig viðkvæmir fyrir skaðleg-
um aukaverkunum lyfjanna sem
aukast enn meira þurfi fólk að taka
margar tegundir. Því er mikilvægt
að geðlyfjanotkun aldraðra sé
byggð á nákvæmri skoðun, segir í
greininni. Eins er mikilvægt að
þróa aðrar lausnir til að bæta geð-
heilsu íbúa hjúkrunarheimila. Í
greininni segir að geðheilsa eldra
fólks sé þó sennilega ekki stórum
verri en í öðrum löndum Evrópu.
Því megi ætla að há tíðni geðrask-
ana þessa hóps starfi geti stafað af
versnandi heilsu við flutning á dval-
arheimili og skertum lífsgæðum í
aðdraganda þess.
Aldraðir greinast oft
með ýmsa geðsjúkdóma
Eldri konur í
gönguferð.
Nærri 70% íbúa á hjúkrunarheimilum eru á geðlyfjum
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ekki liggur fyrir hvað björgunar-
sveitir landsins hafa haft upp úr sölu
flugelda nú fyrir áramótin. Jón Svan-
berg Hjartarson,
framkvæmda-
stjóri Slysavarna-
félagsins Land-
bjargar, telur að
salan hafi gengið
ágætlega og held-
ur aukist frá fyrra
ári hjá sumum
sveitanna. Síðan
bætist við smá-
vegis sala fyrir
þrettándann.
Flugeldasalan er mikilvægasta
tekjuöflun flestra björgunarsveita
landsins. Hún hefur úrslitaáhrif á
það hvað sveitirnar geta gert á ný-
byrjuðu ári. Björgunarsveitirnar eru
sjálfstæðar einingar, bæði félagslega
og fjárhagslega, og hagnaðurinn
verður eftir hjá þeim þótt Lands-
björg annist innflutning og dreifingu
flugeldanna. Árlegar tekjur hafa ver-
ið af stærðargráðunni 700 milljónir.
Alltaf er eitthvað um það að fólk
mæti á sölustaði björgunarsveitanna
og kaupi flugelda eða rótarskot og
borgi fyrir en styrki sveitirnar sér-
staklega með því að taka vörurnar
ekki með.
Jón Svanberg segir að sveitirnar
séu einnig með aðrar fjáraflanir en
þær vegi yfirleitt minna. Bakvarða-
kerfi Landsbjargar er farið að skila
verulegum tekjum og þeim er skipt á
milli björgunarsveitanna. Þá skilar
sala á Neyðarkallinum þeim tekjum
en vegna aðstæðna í samfélaginu
varð að fresta þeirri fjáröflun og er
stefnt að sölu í febrúar. Ýmsar aðrar
tekjur hafa tapast vegna kórónu-
veirufaraldursins.
Þakklát fyrir stuðninginn
„Við erum afskaplega sátt og
þakklát fyrir stuðninginn. Þetta sýn-
ir okkur enn og aftur hvað þetta fé-
lag okkar er mikil þjóðareign enda
gætu sjálfboðaliðarnir ekki staðið í
þessu starfi nema með öflugum
stuðningi fólks. Þessi áramót sýna
okkur líka að fólk vill halda í flug-
eldahefðina. Núna birtist það skýrt
hvernig flugeldar tengjast tilfinn-
ingum fólks því margir ræddu um að
sprengja þetta ár í burtu,“ segir Jón
Svanberg.
Björgunarsveitir komu upp gám-
um fyrir flugeldarusl við sölustaði
sína. Það mæltist svo vel fyrir að
gámarnir fylltust fljótt. Sums staðar
voru björgunarsveitarmenn einnig
að aka um með kerru til að hirða upp
rusl.
Fólk vill halda í flugeldahefðina
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fjáröflun Flugeldasala er stærsta tekjuöflun björgunarsveitanna. Hún stendur undir stórum hluta af starfi ársins.
Sala flugelda gekk ágætlega fyrir áramótin og sums staðar varð aukning Flugeldasalan er
langmikilvægasta fjáröflun björgunarsveita landsins og ræður mestu um starf þeirra á nýbyrjuðu ári
Jón Svanberg
Hjartarson