Morgunblaðið - 05.01.2021, Side 15

Morgunblaðið - 05.01.2021, Side 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2021 Spegilmynd Nei, þessi mynd er ekki á hvolfi, kæru lesendur. Hér er skemmtileg spegilmynd í polli af Bensbifreið sem var lagt við Reykjavíkurhöfn í gær. Árni Sæberg Eftir kvartöld af nán- ast samfelldri stjórn jafnaðarmanna með fulltingi alls kyns með- reiðarsveina er ástand- ið í Reykjavík orðið ein- staklega slæmt; skattar og skuldir eru í hæstu hæðum, mengun eykst dag frá degi, skólar drabbast niður og þrengsli eru farin að vega að framtíð Reykjavíkur sem fjölskylduborgar. Skuldir, skattar og tómir sjóðir Það segir margt að eftir eitt mesta góðærisskeið sem sögur fara af eru allir sjóðir í borginni tómir og ekki bara það heldur eru skuldir og skatt- ar í hættulegum hæðum. Engan þarf að undra það enda virðist það löngu horfin viska að nota skuli feitu árin til varnar þeim mögru. Sama má segja um virðingu fyrir almannafé. Almennt séð skapar hið opinbera ekki verðmæti þótt þegnarnir geri það og fjármagnar borgin sig þar af leiðandi eingöngu með beinni eða óbeinni skattheimtu. Í því samhengi er lántaka lítið annað en skattheimta framtíð- arinnar. Lán þarf nefni- lega að greiða til baka og sá dagur er skulda- dagur nefnist getur ómögulega sett á sig feluliti nafna síns. Með framangreint í huga, þ.e. að öll verðmæti borgarinnar séu nú eða síðar runnin undan rifj- um borgaranna, er hægt að slá því föstu að það sem einn fær án þess að vinna fyrir verður auðvitað einhver annar að vinna fyrir án þess að fá. Þetta er grundvallaratriði sem þarf að halda á lofti. Í verki sýna ábyrgir stjórnmálamenn þessu virð- ingu með hófsemi og ábyrgri for- gangsröðun. Það er ekki hægt að segja að sú virðing sé til staðar hér í Reykjavík en á meðan skólar og vegir grotna niður er ekkert lát á kostn- aðarsömum gæluverkefnum, s.s. bragga sem kostaði hálfan milljarð, þrengingu gatna og gleymum ekki borgarlínunni sem enginn getur sagt hvað á að vera; sumir segja lest en aðrir segja að þetta verði bara mjög dýr strætó; ef ekki dýrasti strætó sem sögur fara af. Slík meðferð á al- mannafé er ekkert annað en efna- hagsspellvirki. Holóttir vegir, þrengsli og svifryk Í þessari nyrstu höfuðborg veraldar mætti ætla að borgarfulltrúar væru sammála um að það væri til happs að huga vel að vegakerfinu enda sé það augljóst að blautir, dimmir og kaldir vetur gera einkabíllinn að hinum al- menna ferðamáta. Það sjónarmið að borgarbúar hjóli eða húki í strætó, ungir sem aldnir, mæður og börn í gegnum sudda og slyddu, er í besta falli draumsýn námsmanna eða tálsýn þeirra sem hafa aldrei þurft að mæta á réttum tíma í vinnuna. Sama hvern- ig menn stilla þessu upp búum við í nyrstu höfuðborg veraldar þar sem er vindasamt og kalt. Því þarf að leggja alla áherslu á að gatnakerfið sé hann- að með það fyrir augum að umferð flæði. Þá þarf að huga að bílastæðum því bílastæðaskortur elur af sér um- ferðartafir með sama hætti og óhrein- ar götur auka svifryksmengun. Í Þýskalandi eru allar götur sópaðar vikulega. Allt árið um kring. Þröng byggð og lítið andrými Ofan á algjöra vanrækslu í vega- framkvæmdum hefur verið haldið fast í borgarsýn sem gengur út á þéttreist háhýsi og þrengsli. Er sú stefna farin að vega illa að eðlilegu andrými manna og dýra. Til þess að taka af all- an vafa er hér átt við svokallaða „þétt- ingu byggðar“ sem hefur nú staðið yf- ir í kvartöld og beðið allsherjar skipbrot. Byggist sú sýn á fallvöltum sjónarmiðum um að íbúar þurfi ekk- ert annað en lágmarksrými, búi og vinni á sama stað og eigi ekki börn. Slíkt gengur ekki upp í framkvæmd. Þessu til rökstuðnings má benda á að í miðbænum eru þjónustustörf á hverju horni en varla hefur nokkur sem starfar í þjónustustarfi efni á að búa í miðbænum. Þá er það nú svo að fátt vegur jafn illa að fjölskyldulífi eins og þrengsli í bland við sósíalíska blokkastefnu. Í Evrópu hafa menn brennt sig illa á slíkri stefnu sem alls staðar hefur skilað aukningu í fé- lagslegum vandræðum, mengun, fjöl- skylduflótta og umferðartöfum. Hér skal því haldið til haga að það eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í þeim efnum þar til stöðnun verður óafturkræf. Flugvallarmálið er afsprengi þessarar stefnu en að- förin að þessari einu samgöngumiðju okkar ber í brjósti sér algjört virð- ingarleysi gagnvart landsbyggðinni og mun eyðileggja stöðu Reykjavíkur sem höfuðborgar. Stefnufesta er grundvöllur sigra Til að hægt sé að snúa við þessari óheillaþróun þarf Sjálfstæðisflokk- urinn að láta betur í sér heyra og það með afgerandi hætti. Hér er sér- staklega átt við borgarfulltrúa hans. Enginn annar stjórnmálaflokkur hef- ur til þess samsvarandi burði og hvíl- ir því ríkari ábyrgð á kjörnum fulltrúum hans sem þurfa að ganga í takt, fylgja oddvitanum að málum, virða landsfundarsamþykktir og veita umrótinu sem hreiðrað hefur um sig í borginni raunverulega and- stöðu. Í huga hins almenna kjósanda er nefnilega pólitísk þögn sama og samþykki. Eftir Viðar Guðjohnsen »Eftir eitt mesta góð- ærisskeið sem sögur fara af eru allir sjóðir í borginni tómir og ekki bara það heldur eru skuldir og skattar í hættulegum hæðum. Viðar Guðjohnsen Höfundur er lyfjafræðingur og sjálfstæðismaður. Endurheimt höfuðborgarinnar Um daginn brá ég mér í sund eins og ég geri alloft og er ekki í frásögur færandi. Á þröngum göngustígn- um niður að lauginni mætti ég slatta af grímulausu fólki og fjarlægðin á milli var engir tveir metrar. En þetta var úti við og kannski innan skekkju- marka enda varla hægt að hafa það öðruvísi. Við sundlaugina setti ég upp grím- una og stillti mér upp í röðina til að komast inn. Lögum og reglum sam- kvæmt. Til að komast í heitasta pott- inn eins og ég var vanur komst ég bara ekki að. Hann var yfirfullur. Aðrir pottar voru það líka. Ég skellti mér því bara í að synda tvö hundruð metrana. Að því loknu hugðist ég að vanda fara í gufuna. Þar varð ég frá að hverfa þar sem þar var allt pakkað af fólki. Nánast eins og síld væri í tunnu. Fór ég því næst í kalda pottinn. Þar var nóg pláss og gat ég verið þar eins lengi og ég vildi en vistin reyndist kuldaleg. Rétt eins og í pólitíkinni. Mátti hlýja mér undir sturtunni eftir það því að heitu pottarnir voru allir yfirfullir. Að sjálfsögðu var þetta fólk allt grímu- laust rétt eins og for- sætisráðherrann, sem var grímulaus að faðma að sér Seyðfirðinga, sem áttu um sárt að binda eftir nátt- úruhamfarirnar. Mér fannst það reyndar nokkuð gott hjá henni og full ástæða til. Sagt er, að engin sé regla án und- antekningar. Kannski nokkuð til í því. Á Þorláksmessu brá fjár- málaráðherrann sér á sölusýningu listmuna ásamt konu sinni. Fátt var þar manna í fyrstu eins og verða vill á listsýningum og grímunotkun óþörf. Fljótlega tók að fjölga á svæðinu svo að tilefni var til að skella á sig grím- unni. Ráðherranum láðist að gera það. Einhver kvaddi til lögreglu, sem leysir upp samkomuna og skrifar makalausa skýrslu með vafasömum og ósannfærandi atvikalýsingum svo ekki sé meira sagt. Engu líkara en pólitískir andstæðingar ráðherrans hafi verið að verki og talið sig komast í feitt. Síðan verður allt vitlaust í net- heimum. Óvandaðir skriffinnar skunda fram með skítkast og subbu- legar ávirðingar, sem viti borið fólk tekur lítið mark á sem betur fer. Sam- fylkingin krefst þess að Alþingi sé kvatt saman af þessu tilefni. Píratar eins og venjulega uppfullir af vand- lætingu. Jafnvel er krafist afsagnar. Og í ríkisútvarpi vinstrimanna gerir fréttahaukur sér far um reyna að grilla ráðherrann í Kastljósi. Dembt er yfir ráðherrann einkaskoðunum fréttahauksins í formi fúkyrðaflaums. Vafasömum og jafnvel röngum full- yrðingum er beitt, skítkasti, rógi og öðrum dónaskap. Ítrekað er gripið fram í fyrir ráðherranum, sem nær þó að lokum að útskýra mál sitt. Burtséð frá því, að ráðherrann hefði átt að nota grímuna fyrr og koma sér fyrr út úr þessu voðalega samkvæmi, þá finnst mér hann koma bærilega út úr þessari orrahríð. Sig- urinn er eiginlega hans. Hann braut hvorki lög né reglur og hegðaði sér ekki á neinn hátt með ámælisverðum hætti. Ámælisverða hegðun er að finna annars staðar: Netverjar mættu vanda betur mál- far sitt og gera það málefnalegra. Fúkyrðaflaumur gerir málefnaflutn- ing þeirra marklausan. Í stuttu máli ættu þeir að skammast sín. Lögreglan þarf að vanda betur til verka við að halda uppi lögum og reglu. Að því er virðist sérpöntuð og tilefnislítil skýrsla gerir störf hennar ótrúverðug. Þeir í löggunni mættu skammast sín líka. Flokkur Samfylkingar, sem ber stóra ábyrgð á hruninu og var reiðubúinn að láta þjóðina að þarf- lausu gangast undir Icesave- skuldadrápsklyfjarnar, ætti enn fremur að skammast sín. Á sama tíma og flokkur sá vegur að fullveldi þjóð- arinnar og stefnir að því að koma auð- lindum hennar undir erlenda stjórn lifir hann og þrífst á að stunda per- sónuníð til að svipta pólitíska and- stæðinga ærunni að tilefnislausu. Flokkur, sem kennt hefur sig við jöfn- uð og bræðralag, talar nú fyrir hatri og ofstæki. Píratar kunna ekki að skammast sín svo það þýðir ekkert að fara fram á það. Aðeins skal bent á það, að einn hinna kjaftagleiðu þingmanna flokks- ins er fyrsti þingmaðurinn, sem fund- inn hefur verið sekur um brot á siða- reglum Alþingis. Nóg um þetta síblaðrandi furðufyrirbæri. Og ríkisútvarp vinstrimanna þyrfti að temja sér vandaðan óhlutdrægan fréttaflutning og líða ekki þátta- stjórnendum að flíka persónulegum skoðunum sínum. Sýna ætti viðmæl- endum fyllstu háttvísi í stað þess að reyna að niðurlægja þá. Hér mættu hausar fjúka. Stofnunin er ekki trú- verðug í dag. Í biblíusögunum las maður forðum dæmisöguna um bersyndugu konuna, sem lýðurinn vildi grýta. Lýðnum var þá bent á, að sá syndlausi skyldi kasta fyrsta steininum. Lýðurinn sá þá að sér og hætti við steinkastið. Það var nefnilega enginn syndlaus nema hugs- anlega sú, sem talin var bersyndug. Það er vandalaust að búa til söku- dólg. Eftirspurnin er nokkuð trygg, ekki síst ef ráðherra á í hlut, sem er formaður Sjálfstæðisflokksins að auki. Og hatursþörf manna sýnist mér lítið hafa breyst í aldanna rás. Eftir Sverri Ólafsson » Það er vandalaust að búa til sökudólg. Eftirspurnin er nokkuð trygg, ekki síst ef ráð- herra á í hlut, sem er formaður Sjálfstæðis- flokksins að auki. Sverrir Ólafsson Höfundur er viðskiptafræðingur. sverrirolafs@simnet.is Grjótkast hinna syndlausu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.