Morgunblaðið - 05.01.2021, Side 24

Morgunblaðið - 05.01.2021, Side 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2021 STOFNAÐ 1956 Glæsileg íslensk hönnun og smíði á skrifstofuna Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur Sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni. 60 ára Anna er frá Stokkseyri og er hús- móðir og bóndi í Eyði- Sandvík í Árborg. Hún rekur kúabú þar ásamt eiginmanni. Anna er mikið fyrir handavinnu. Maki: Ólafur Ingi Sigurmundsson, f. 1961, bóndi. Börn: María Ósk, f. 1982, Guðbjörn Már, f. 1984, Rúnar Geir, f. 1988, og Ólafur Dagur, f. 1989, d. 1999. Barna- börnin eru orðin sex. Foreldrar: Gísli Rúnar Guðmundsson, f. 1938, fyrrverandi sjómaður og vann síðan við fiskvinnslu, búsettur á Eyrar- bakka, og Unnur Guðmundsdóttir, f. 1943, d. 2005, húsmóðir og vann við verslunarstörf. Anna Gísladóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Sambönd halda áfram að vera ögr- andi og eitthvað mikilvægt gerist í kvöld. Ættingjar treysta á þig og þú bregst þeim ekki. 20. apríl - 20. maí  Naut Vertu fyrri til að rétta fram sáttahönd, því sjaldan veldur einn þá tveir deila. Þér hættir til að sjá ekki hluti sem eru fyrir fram- an nefið á þér. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú verður í aðstöðu til að ráða ungu fólki heilt í dag. Ef líkaminn er hraustur og geðið gott er eins og allur heimurinn sé á þínu bandi. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Njóttu þess að vera samvistum við fjölskylduna í dag. Þú ert löngu búin/n að átta þig á að hún skiptir öllu máli. Góður vin- ur hefur samband og biður um ráð. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Nú ertu komin/n á gott ról í því sem þú ert að gera og það veitir þér ákveðna hugar- ró. Ekki láta gremju annarra hafa áhrif á þig, haltu þínu striki. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert ekki eins og þú átt að þér og ættir að vera heiðarleg/ur við þig og aðra. Spurðu þig hvað þú hefur lært og hvernig þú getur nýtt þér það. 23. sept. - 22. okt.  Vog Vandamál sem hefur elt þig lengi virðist auðleysanlegt með hjálp einhvers sem þekk- ir það af eigin raun. Njóttu þess að eiga frí. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Samstarfsmenn þínir munu koma auga á hæfileika þína og vilja njóta þeirra. Vertu til staðar fyrir fjölskylduna. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Haltu þig við skammtímaáætl- anirnar og láttu hjá líða um sinn að skipu- leggja til lengri tíma. Leitaðu tilboða, ekki taka því fyrsta sem þú færð. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú ert í góðri aðstöðu til þess að koma þér á framfæri í dag. Ekki gefast upp þótt á móti blási. Þú getur allt sem þú ætlar þér. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú munt halda áfram að fá góð tækifæri í fasteignaviðskiptum á næstunni. Fólk lítur lífið misjöfnum augum og þér er frjálst að velja þá sýn sem hentar þér best. 19. feb. - 20. mars Fiskar Óljós vafi um eitthvað sem þú hyggst taka þér fyrir hendur fyllir þig óöryggi. Mak- inn er eitthvað öfugsnúinn í dag, reyndu að komast að af hverju. kennsluna og betra að einbeita sér að stjórnunarstörfunum.“ Skólastarfið í Verzlunarskólanum hefur tekið miklum breytingum frá hefur hann m.a. setið í stjórn Fé- lags stjórnenda í framhaldsskólum. Þorkell lauk BA-námi í íslensku í Háskóla Íslands 1995 og kennara- menntun 1997. Hann byrjaði að kenna í Verzlunarskólanum sama ár og hefur verið þar síðan. „Ég stökk í háskólann í smá stund en kom síðan aftur í Versló. Það er einstakur andi í skólanum og mér hefur alltaf liðið mjög vel þar, fyrst sem nemanda og ekki síður sem kennara. Það er alltaf gaman að mæta í vinnuna.“ Þorkell kenndi fyrst íslensku og tölvunotkun og síðan eingöngu ís- lensku en varð svo yfirkennari 2008 og hefur verið það síðan. „Það eru voða fáir sem kallast yfirkennarar í dag, ætli þeir kallist ekki aðstoð- arskólastjórar núna, sem mér finnst synd því yfirkennari er fal- legt starfsheiti. Ég sinni bara stjórnunarstörfum núorðið, ég kenndi reyndar samhliða fyrstu önninni minni sem yfirkennari en mér fannst það bitna á nemend- unum. Það var margt sem truflaði Þ orkell Hjálmarsson Diego fæddist 5. janúar 1971 á Fæðingarheim- ilinu í Reykjavík en ólst upp í Breiðholti, nánar tiltekið í Hólunum. „Ég er mikið borgarbarn og var til að mynda aldrei í sveit sem krakki. Ætli það komist ekki næst því að ég var há- seti á fraktara tvö sumur 16-17 ára gamall. Það stóð samt aldrei til að ég fetaði í fótspor föður míns og gerðist sjómaður,“ segir Þorkell að- spurður. „En þetta eru eftir- minnileg sumur og það að vera hluti af áhöfn og sinna daglegum störfum til sjós var mjög þrosk- andi. Mér þykir alltaf jafn vænt um að eiga þessa starfsreynslu á feril- skránni.“ Þorkell er mikill Breiðhyltingur en hefur aðeins flutt sig um set og býr í Seljahverfinu. „Fljótlega eftir að við hjónin hófum sambúð flutt- um við þangað og höfum komið okkur vel fyrir í hverfinu og líður mjög vel.“ Þorkell gekk í Hólabrekkuskóla og var formaður nemendafélagsins þar og eftir grunnskólann lá leiðin í Verzlunarskóla Íslands. „Þar tók ég virkan þátt í félagslífinu og var meðal annars í stjórn nemenda- félagsins.“ Versló hefur lengi lagt mikinn metnað í söngleikjauppfærslur sín- ar. „Ég tók samt bara einu sinni þátt í söngleik í skólanum, en það var í Bugsy Malone,“ segir Þorkell þegar hann er spurður út í þátt- töku sína í þeim. „Ég reyndi að komast í kórinn en þótti ekki nógu lagviss, sem kom svo sem ekki á óvart, en ég grenjaði mig inn sem dansari. Það hefur alltaf verið mik- ill metnaður í þessum sýningum og danshlutverk mitt minnkaði í réttu hlutfalli við það og eiginlega má segja að ég hafi endað sem hluti af sviðsmyndinni fremur en dansari. Ég gef mig alls ekki út fyrir að vera félagsmálatröll en þegar ég lít til baka þá hef ég komið nokkuð víða við. Ég lít svo á að ef ég tel mig hafa eitthvað fram að færa, þá reyni ég að leggja mitt á vogar- skálarnar.“ Þorkell tók þátt í stúd- entapólitíkinni í Háskóla Íslands og því að Þorkell hóf að kenna. „Öll upplýsingatæknin sem hefur komið í skólann, kennsluhættir hafa breyst, stúdentsprófið hefur verið stytt um eitt ár og svo sjáum við fram á nýjar hæfnikröfur, t.d. í tengslum við loftslagsmál og fjórðu iðnbyltinguna. Það eru spennandi tímar fram undan í skólamálum.“ Skólastarfið í ár hófst í gær, en eins og kunnugt er var það æði sérstakt á liðnu ári. „Við sjáum sem betur fer fram á að vera með meiri staðkennslu en á síðustu önn og stefnum meira og minna á að vera með fulla kennslu í skólanum í trausti þess að smitin í samfélag- inu haldi áfram að vera fá. En að sjálfsögðu fylgjum við öllum fyrir- mælum yfirvalda í þeim efnum.“ Árið 2015 ákvað Þorkell að kom- inn væri tími á endurmenntun og skráði hann sig í MBA-nám við Háskólann í Reykjavík og lauk náminu 2017. „Í MBA-náminu gafst mér svo tækifæri til þess að láta gamlan draum rætast og það var að fara út í skiptinám. Fyrir Þorkell H. Diego yfirkennari – 50 ára Ljósmynd/Sigríður Jóhanna Sigurðardóttir Sumar á Íslandi 2020 „Fjölskyldan að leggja saman upp í fyrstu fjallgönguna og varð Helgafell fyrir valinu. Þær hafa nú reyndar ekki verið fleiri, fjölskylduferðirnar upp á fjall.“ F.v.: Þórunn, Þorkell, Hulda María og Hjálmar Tumi. Alltaf liðið vel í Versló Hjónin Sigríður og Þorkell í göngu upp á Esju í nóvember síðastliðnum. 40 ára Sandra ólst upp í Reykjavík og á Akureyri og býr í Bökkunum í Breið- holti. Hún er ritari framkvæmdastjórnar á Reykjalundi. Sandra hefur m.a. verið for- maður nemenda- og starfsmannafélaga og situr í stjórn Starfsmannafélags Reykjalundar. Maki: Trausti Bergmann, f. 1986, pípari. Börn: Almar Blær Ragnarsson, f. 2000, Kara Kristrún Bergmann, f. 2013, Andrés Ingi Bergmann, f. 2016, og Brynjar Trausti Bergmann, f. 2018. Foreldrar: Halldóra Berglind Brynjars- dóttir, f. 1961, og Andrés Einar Einars- son, f. 1960, sjómaður hjá Sjóla. Þau eru búsett í Mosfellsbæ. Sandra Ösp Andrésdóttir Til hamingju með daginn Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.