Morgunblaðið - 07.01.2021, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 07.01.2021, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2021 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á aukafundi í gær tillögu þess efnis að bannað verði að endurbyggja húsnæði á þeim lóðum sem urðu fyr- ir skriðuföllum í desember fyrr en hættumat liggur fyrir og gerðar hafa verið fullnægjandi ráðstafanir í ofanflóðavörnum. Alls er um að ræða hús á tíu lóðum, þar af fimm íbúðarhúsalóðum. Tillagan var unn- in í samvinnu við Náttúruhamfara- tryggingar Íslands og felur hún í sér að þeir sem orðið hafa fyrir tjóni fái fullar bætur úr sjóðnum samkvæmt brunabótamati. Umrædd hús eru: Breiðablik, Framhús, Berlín, Dags- brún, Sandfell, Silfurhöllin, Turninn, Skipasmíðastöð, Gamla skipa- smíðastöðin og Tækniminjasafnið. Leyfa ekki endur- byggingu  Gera þarf hættu- mat og bæta varnir Morgunblaðið/Eggert Eyðilegging Tíu hús á Seyðisfirði verða ekki endurbyggð í bráð. Alls greindust fimm með kórónu- veirusmit innanlands á þriðjudag. Fjölgað hefur í hópi þeirra sem eru í einangrun og sóttkví, nú eru 127 í einangrun og 152 í sóttkví. Allir þeir sem greindust með Covid-19 innan- lands í fyrradag voru í einkenna- sýnatöku. Af þeim voru tveir í sóttkví. Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir sagði í gær að ekki væri hægt að fullyrða um það hvort sú mikla fjölgun smita sem búist var við yfir hátíðarnar væri að verða að veruleika eða ekki. Greint var frá því á covid.is í gær að mikil fjölgun er meðal fólks í skimunarsóttkví og eru nú 2.532 ein- staklingar í slíkri sóttkví. Alls greindust 12 með staðfest Covid-19- smit á landamærunum á þriðjudag og sex bíða niðurstöðu mótefnamæl- ingar. Daginn áður greindust sex með Covid á landamærunum en einn var með mótefni. Nýgengi smita miðað við 100 þúsund íbúa er nú 18,8 innanlands en 21,3 við landamærin. Mikið álag hefur verið á bráðamót- töku Landspítala undanfarna daga og hefur fólki með vægari áverka og veikindi verið bent á að leita heldur til heilsugæslunnar eða læknavakt- arinnar. „Það hefur verið töluverð aðsókn á bráðamóttökuna síðustu daga og á sama tíma hefur ekki náðst að útskrifa jafn marga af spítalanum eins og þyrfti að gera. Þetta leiðir þá af sér að það er vaxandi fjöldi sjúk- linga sem bíða á bráðamóttökunni eftir innlögn. Þar með verða fleiri á bráðamóttökunni heldur en hún ræð- ur við með góðu móti,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga Landspítala. Í gær var tilkynnt að 80 einstaklingar biðu þess að komast af Landspítala og í önnur úrræði. Á sama tíma biðu um 20 einstaklingar á bráðamóttöku eft- ir því að komast á legudeildir og sumir þeirra þurftu að bíða í rúmum á göngum bráðamóttökunnar. „Hjúkrunarfræðingur metur alla sem leita til okkar. Þeir sem þurfa að fá þjónustu strax fá hana en það eru þeir sem eru með vægari slys eða veikindi sem geta lent í aukinni bið undir þessum kringumstæðum. Það eru þeir einstaklingar sem við hvetj- um til þess að nota bráðaþjónustu heilsugæslunnar eða læknavaktar- innar. Þá vinna heilsugæslan og læknavaktin með okkur í því að gera þessa forgangsröðun þannig að þeir vísa þá þeim áfram til okkar sem þurfa á bráðaþjónustu að halda en þjónusta þá sem þeir geta sinnt hjá sér,“ segir Jón Magnús. Þá hafa miklar annir verið hjá sjúkraflutningafólki á höfuðborgar- svæðinu að undanförnu og hefur þurft að auglýsa eftir fleira starfs- fólki til að geta sinnt þessu aukna álagi. Útköll voru 146 á einum sólar- hring í gær sem er með því mesta sem gerist. Af þeim voru 30 for- gangsflutningar og 15 verkefni tengd Covid-19. Af sjúkraflutning- unum voru 116 þeirra á dagvaktinni, það er á tólf tímum. Jón Viðar Matt- híason, slökkviliðsstjóri á höfuðborg- arsvæðinu, sagði við mbl.is í gær að hann sæi ekki neina augljósa ástæðu fyrir því, aukningin sé ekki bein- tengd Covid-málum og tilfinningin sé frekar að dregið hafi úr umferð- arslysum þar sem fólk heldur sig frekar heima. „Fyrir nokkrum misserum tók maður eftir því þegar dagar fóru yfir 100 útköll en núna í dag er það orðið venjan,“ segir Jón Viðar. Mikið álag á Landspítala  Fimm kórónuveirusmit innanlands en 12 smit á landamærunum  Mikið álag á bráðamóttöku Landspítala og sjúkraflutningafólki  Erfiðlega gengur að útskrifa Morgunblaðið/Eggert Álag Miklar annir hafa verið á bráðamóttöku Landspítalans undanfarna daga. Þá hefur mikið verið af sjúkraflutningum og mannskap vantar. Jón Magnús Kristjánsson 10-60% AFSLÁTTUR ÚTSALAN ER Í FULLUMGANGI SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS YFIR 20 GERÐIR GASGRILLA Á ÚTSÖLUNNI  Stærð: 149 x 110 x 60 cm Útsölunni Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 Grillbúðin www.grillbudin.is laugardaginn lýkur 9. janúar kl. 16 Opið virka daga kl. 11-18 Opið laugardag kl. 11-16 Þrettándagleðin var með óvenjulegu sniði í Vestmanna- eyjum í gær. Kveikt var á eldunum í Molda í Herjólfsdal og flugeldum var skotið af fimm fjöllum; Há, Klifi, Heimakletti, Eldfelli og Helgafelli. Jólasveinarnir héldu sig í hæfilegri fjarlægð en veifuðu til barnanna áður en þeir héldu til síns heima. Jólin kvödd á þrettándagleði í Eyjum Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.