Morgunblaðið - 07.01.2021, Síða 29

Morgunblaðið - 07.01.2021, Síða 29
FRÉTTIR 29Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2021 Útsala - Frábær tilboð 10-50% afsláttur Ýmis sértilboð Örninn Golfverslun Bíldshöfða 9 577-2525 www.orninngolf.is Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í vikunni karlmann til að greiða 1,3 milljónir króna í sekt fyrir fjölda umferðarlagabrota. Maðurinn var einnig sviptur ökuréttindum í tvo mánuði og honum gert að greiða um hálfa milljón króna í máls- kostnað. Var maðurinn m.a. sakfelldur fyrir hraðakstur, fyrir að tala í síma undir stýri án þess að notast við handfrjálsan búnað, utan- vegaakstur, fyrir að aka greitt inn á bílaplan og spóla bifreið sinni í nokkra hringi sem skildi eftir sig hjólför og reyk og fyrir að aka bif- reið sviptur ökuréttindum. Alls var maðurinn ákærður fyrir að brjóta umferðarlög í 14 skipti á tímabilinu frá 19. ágúst 2019 til 2. október 2020 en dómurinn sýknaði hann af af tveimur ákæruliðum. Fram kemur í dómnum, að mað- urinn var sektaður fyrir umferðar- lagabrot í Danmörku í byrjun síð- asta árs og sviptur ökuréttindum þar í landi í eitt ár. 1,3 milljónir í sekt fyrir umferðar- lagabrot Morgunblaðið/Ómar Dómhús Hús Héraðsdóms Reykja- ness við Linnetsstíg í Hafnarfirði. Um 140 milljónum króna verður varið til bráðaaðgerða og upp- byggingar innviða á svæðum sem friðlýst voru árið 2020. Fram kemur á vef umhverfis- ráðuneytisins, að á Geysissvæðinu, sem friðlýst var sl. sumar, verði m.a. smíðaðir timburpallar við Konungshver, Strokk og útsýnis- skífu og ráðist í gerð malarstíga. Þá verði farið í uppbyggingu innviða í Kerlingarfjöllum, en svæðið er á rauðum lista í ástands- mati vegna mikils álags af völdum ferðamanna og hætta á að svæðið tapi verndargildi sínu ef ekkert verður að gert. Segir ráðuneytið, að álagið sé hvað sýnilegast á Neðri-Hveravöllum þar sem mikill skortur sé á stýringu og innviðum til að verja einstök hverasvæði og leirkenndan jarðveginn. Göngubrú við Hveradali Einnig á að ráðast í gerð göngu- brúar á 5 km langri gönguleið úr Ásgarði í Hveradali. Þá leggur verkefnisstjórnin til að ráðist verði í vinnu í umhverfi Búrfells og Búrfellsgjár, en gönguleiðin í Búrfellsgjá er mjög vinsæl og mikið álag á henni. Viðkvæmur gróður á svæðinu liggur því sums staðar undir skemmdum vegna traðks. Önnur verkefni sem sem ráðu- neytið nefnir eru gerð upplýsinga- og gönguleiðaskilta við Goðafoss, sem og vinna í Þjórsárdal við við- hald innviða við Háafoss og frum- athugun á uppbyggingarþörf í Gjánni og við Hjálparfoss. Fé varið til uppbyggingar Morgunblaðið/Árni Sæberg Brúargerð Unnið við gerð göngubrúar í Kerlingarfjöllum árið 2014.  Framkvæmdir á svæðum sem friðlýst voru á síðasta ári Þjóðskrá Íslands hefur opnað fyrir umsóknir á skráningu kyns sem kynsegin/annað fyrir þá einstaklinga sem eftir því óska. Fram kemur á vef stofnunarinnar, að leitað var til Sam- takanna ’78 eftir samstarfi við að finna heiti fyrir hlutlausa skráningu kyns og var þetta heiti talið ná mestri sátt innan hinsegin sam- félagsins. Lög sem veita einstaklingum rétt til að skilgreina kyn sitt tóku gildi 6. júlí 2019 og fékk þjóðskrá Íslands 18 mánaða aðlögunartíma til að gera nauðsynlegar breytingar. Meðal annars leitaði Þjóðskrá til Árna- stofnunar með vafamál á einstaka heitum sem notuð eru í íslenskri tungu tengd kyni. Hefur verið efnt til hýryrðakeppni hjá Samtökunum 7́8 í samvinnu við Árnastofnun til að finna ný orð sem hægt er að nota um stöðu kynsegin einstaklinga, t.d. hvaða orð skal nota um kynsegin ein- stakling sem misst hefur maka sinn. Opnað fyrir hlutlausa skráningu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.