Morgunblaðið - 07.01.2021, Qupperneq 30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2021
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
2012
2020
HJÁ OKKUR FÁST
VARAHLUTIR
Í AMERÍSKA BÍLA
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Afurðaverð á markaði
5. janúar 2021, meðalverð, kr./kg
Þorskur, óslægður 445,32
Þorskur, slægður 468,25
Ýsa, óslægð 311,55
Ýsa, slægð 297,77
Ufsi, óslægður 137,13
Ufsi, slægður 172,91
Gullkarfi 282,24
Blálanga, óslægð 284,40
Blálanga, slægð 359,21
Langa, óslægð 240,34
Langa, slægð 216,48
Keila, óslægð 70,85
Keila, slægð 98,00
Steinbítur, óslægður 520,16
Steinbítur, slægður 560,00
Skötuselur, slægður 693,37
Grálúða, slægð 572,00
Skarkoli, slægður 477,59
Þykkvalúra, slægð 1.293,90
Bleikja, flök 1.422,22
Regnbogasilungur, flök 3.176,00
Gellur 1.519,00
Grásleppa, óslægð 9,23
Hlýri, óslægður 239,00
Hlýri, slægður 730,39
Hrogn/þorskur 409,25
Lúða, slægð 835,71
Lýr, óslægður 103,00
Lýsa, óslægð 132,58
Rauðmagi, óslægður 369,19
Skata, slægð 32,00
Stóra brosma, óslægð 51,00
Stóra brosma, slægð 62,00
Stórkjafta, slægð 43,00
Undirmálsýsa, óslægð 128,49
Undirmálsýsa, slægð 49,00
Undirmálsþorskur, óslægður 205,61
Undirmálsþorskur, slægður 242,06
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Íslenski togaraflotinn hélt til veiða á
ný um helgina eftir að hafa legið við
bryggju frá því fyrir jól. „Það
stefndu flestir á Vestfjarðamiðin á
nýju ári,“ segir Arnar Óskarsson,
skipstjóri á frystitogaranum Bald-
vini Njálssyni GK, en togarinn var
einmitt á þessum slóðum er blaða-
maður ræddi við skipstjórann.
Hefðbundið er að halda á þessi
mið eftir áramót og ganga veiðar vel
hjá áhöfninni á Baldvini Njálssyni.
„Þetta er alveg með besta móti mið-
að við árstíma,“ segir Arnar. Að-
allega er verið að veiða ufsa og ýsu
að svo komnu og kveðst skipstjórinn
hæstánægður með aflann. „Þetta er
flottur fiskur. Stór og mikill ufsi og
sama með ýsuna. Þetta er allt fiskur
af stærstu gerð.“
Veðrið mun betra en
á sama tíma í fyrra
Lagt var frá bryggju á sunnudag
og stendur til að vera á sjó út jan-
úarmánuð og er gert ráð fyrir að
koma til hafnar í Hafnarfirði fyrsta
febrúar, að sögn skipstjórans. „Það
hefur verið gott veður og góð veiði.
Hafísinn er aðeins að trufla okkur,
en hann hefur kannski einhver áhrif
á það hve veiðin er góð.“
Arnar segir ekki sjálfgefið að
veiðar gangi vel í janúar. „Oft er það
veðrið sem truflar á þessum árs-
tíma. Það var leiðindaveður þegar
við fórum út, en það er búið að vera
bara blíðveður hérna núna. Það
brælir aðeins á okkur um helgina en
annars er ágætis útlit veðurfars-
lega.“
Má í þessu samhengi rifja upp þá
miklu ótíð sem fór yfir landið fyrir
ári, bæði í desember 2019 og síðan í
ársbyrjun 2020. Beið fjöldi togara af
sér hvassviðri í vari oftar en einu
sinni, meðal annars í Ísafjarðardjúpi
og Húnaflóa, margir lögðu jafnvel
ekki frá bryggju.
Reynir á mannskapinn
Spurður um stemninguna um
borð í ljósi blíðunnar og þokkalegs
fiskirís segir skipstjórinn alla
hressa. „Það er létt yfir mannskapn-
um. Við erum allir að koma úr góðu
jólafríi og bara eintóm hamingja,“
svarar hann og hlær.
Þá sé mikill kostur að það sé nóg
að gera um borð enda kjöraðstæður
til að ná af sér jólaspikinu. „Það
bara rennur lýsið af mannskapn-
um,“ segir Arnar og skellir upp úr.
„Ég á nú svolítið erfitt með þetta, ég
sit bara hérna í stólnum og stýri
skipinu. En það reynir á mannskap-
inn í svona veiði. Það er kannski
bara allt of gott að borða hérna en
þeir þurfa nú kraftmikið fæði þessir
strákar.“
Almennt nokkuð gott
Það var einnig gott hljóðið í Eiríki
Jónssyni, skipstjóra á skuttogaran-
um Akurey, er blaðamaður náði tali
af honum í gær. Þá var togarinn á
leið til hafnar í Reykjavík frá Vest-
fjarðamiðum.
„Þetta hefur gengið alveg þokka-
lega í þessum fyrsta túr. Það er búið
að vera þorskur hérna í Kantinum
fyrir vestan. Ágætis veiði í þorski og
svo hefur verið svolítið mikið af ýsu
líka, reyndar óvenjumikið. Svo hefur
verið dálítið af ufsa vestar í Kant-
inum, mjög stór ufsi,“ segir hann.
„Þetta er mjög góður fiskur, bara
vertíðarfiskur,“ bætir skipstjórinn
við. „Svo voru frystitogararnir
hérna í Víkurálnum að moka upp
karfa. Það er bara búið að vera al-
mennt nokkuð gott,“ segir Eiríkur.
„Við erum að fara í land núna og
erum bara að taka síðustu sköfuna.
Það er kominn ís á slóðina,“ segir
hann og útskýrir að hafísinn hafi
strítt áhöfninni á þriðjudag og að-
faranótt gærdagsins. Stefnt sé að
því að togarinn komi til hafnar í
Reykjavík undir morgun í dag og
haldi aftur til veiða í kvöld.
„Það er búið að vera ágætis veð-
ur, nánast sléttur sjór allan túrinn.
Vonandi fer þessi [haf]ís að fara aft-
ur til baka. Hann er svo fljótur að
æða yfir þegar hann fer af stað,
þessi vestanátt er að stríða okkur í
því. Ef við fáum norðaustanátt fer
hann aftur,“ segir Eiríkur. Kveðst
skipstjórinn vona að það fari að
koma vertíð sunnar í byrjun febr-
úar.
Árni rembist við að finna loðnu
Rannsóknaskipið Árni Friðriks-
son hefur verið í loðnuleiðangri um
Vestfjarðamið á meðan fjögur önnur
skip hafa verið að loðnumælingum
norður af landinu. Samkvæmt
færslu sem birt var á vef Hafrann-
sóknastofnunar hefur hafísinn á
svæðinu hamlað leit Árna Friðriks-
sonar nokkuð.
Eiríkur segir hins vegar að það
hafi fundist loðna í þeim afla sem
áhöfnin á Akurey hefur fengið um
borð. „Það er einhver loðna í honum.
Ég sé nú að hafrannsóknaskipið er
eitthvað að rembast við að komast í
gegnum þennan ís með misjöfnum
árangri.“
„Lýsið rennur af mannskapnum“
Góð veiði er hjá áhöfninni á Baldvini Njálssyni í fyrsta túr ársins, segir skipstjórinn Stór og mikill
ufsi á Vestfjarðamiðum Óvenjumikil ýsa, segir skipstjórinn á Akurey sem er ánægður með veiðina
Ljósmynd/Nesfiskur
Frystitogari Áhöfninni á Baldvini Njálssyni GK, sem gerður er út af Nes-
fiski ehf., gengur vel að ná af sér jólaspikinu að sögn skipstjórans.
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Skuttogari Hafísinn hefur truflað veiðar og er hundleiðinlegur að eiga við.
Veiðar hafa samt verið með ágætum hjá Akurey á Vestfjarðamiðum.