Morgunblaðið - 07.01.2021, Síða 36

Morgunblaðið - 07.01.2021, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Segja má aðkosn-ingatörn- inni í Bandaríkj- unum hafi lokið í gær með talningu eftir kjördaginn áður. Þegar þetta er skrifað er þó ekki talið algjörlega útséð um hvernig úrslitin falli, því enn er eftir að telja nokkra tugi þúsunda atkvæða. Sleg- ist var um bæði sæti Georgíuríkis í öldungadeild- inni í Washington. Fjölmiðlar vestra töldu þá orðið því sem næst öruggt að fullyrða mætti að demókrat- ar hefðu þegar náð öðru þingsætinu af repúblikönum og þeir hefðu einnig forystu í talningu um hitt þingsætið þótt þar væri munurinn enn minni. Fari svo, sem ekki er líklegt, að einungis annað sætið falli til demókrata gætu andstæðingar þeirra litið á úrslitin sem varnar- sigur sinn. Þá yrði þrengra svigrúm fyrir forseta demó- krata að eiga við að koma málum sínum í gegn í þinginu, hvort sem um væri að ræða lagamálefni eða skipun í fjölmörg áhrifamikil embætti sem öldungadeildin á seinasta orðið um. Falli bæði sætin til demó- krata þá er staðan jöfn í þinginu og ímynd nýliðinna kosninga fyrir repúblikana myndi versna enn. En of mikið væri sagt að telja að staða demókrata væri þá sterk í þinginu. Því það vill gleymast að í kosningunum í nóvember sl. töpuðu demó- kratar verulegu fylgi og þar með fulltrúum í hinni fjöl- mennu fulltrúadeild þingsins, svo að þar skilja aðeins örfá sæti fylkingarnar að. Það á eftir að verða demókrötum erfið raun. Við þetta bætist að aldrei í sögu Bandaríkj- anna hefur veikari forseti komið nýr í Hvíta húsið. Hann var, svo sem frægt er, geymdur í kjallaranum heima hjá sér næstum alla kosningabaráttuna, en ræki- lega studdur af bandaríska fjölmiðlaveldinu sem lét sér nægja að fá sendar spurn- ingar til frambjóðandans frá umsjónarmönnum hans og sitja svo „hugfangnir“ fyrir framan hann þegar Joe las svörin af spjöldum sem ekki var endilega ljóst hvort hann hefði haft nokkuð með að gera! En þessi úrslit sem nú urðu eru þó hvergi nærri því að vera óvenjuleg. Þegar Obama hvarf úr Hvíta húsinu fékk Donald Trump meirihluta í báðum þing- deildum í ferða- nesti. Þegar George W. Bush kvaddi 2008 fékk Obama meirihluta í báðum þing- deildum í sitt nestisbox. Munurinn er sá að Trump tapaði sínu embætti eftir 4 ár eins og Jimmy Carter gerði. Það gerði Bush eldri einnig, en þá verður að hafa í huga að hann hafði verið varafor- seti Reagans í 8 ár áður en hann varð forseti og repú- blikanar höfðu því haldið Hvíta húsinu í 12 ár sam- fleytt. Svo að samanburðinum sé haldið áfram þá má minna á að Carter átti við Ronald Reagan að eiga sem eftir 4 ár í embætti forseta vann meiri- hluta í 49 af 50 ríkjum Bandaríkjanna. Mondale, keppinautur hans, vann að- eins sitt heimaríki, en jafnvel þar munaði aðeins örfáum at- kvæðum að Reagan ynni það eins og öll hin. En Trump átti við Joe Bi- den, sem er varla umdeilt að gengur „ekki á öllum,“ og var því geymdur í kjallaranum ásamt öðru því sem passaði ekki í stássstofurnar uppi. Það er ekki góð einkunn fyrir Trump að hafa ekki ráðið við það. En hans menn geta bent á að enginn forseti á síðari tímum hefur sætt öðru eins einelti og Trump sætti í sinni tíð. Nær allt kjörtímabilið var sveit sérstaks saksókn- ara með tugi saksóknara og rannsakenda að fara yfir ásakanir um að Rússar hefðu séð til að Trump ynni kosn- ingarnar 2016. Allir helstu fjölmiðlar Bandaríkjanna fylgdu þess- ari dellu eftir eins og þeir vissu sjálfir ekkert í sinn haus. Það var einnig eftir- tektarvert að evrópskir fjöl- miðlar töldu allan þennan tíma að þarna væri verið að fjalla um alvöru mál, og það jafnvel risavaxið mál og urðu því sér til minnkunar eins og starfssystkinin vestra. En það hefur sjálfsagt orð- ið huggunarríkt fyrir Trump í harmi hans að Gallup birti niðurstöður könnunar sinnar í gær sem sýndi að hann, Do- nald Trump, væri á þessari stundu dáðasti maður Banda- ríkjanna. Obama kom næstur á eftir Trump og sá þriðji í kjallara þessarar mælingar var nýkjörni forsetinn, Joe Biden. Sko hann. Löngum kosn- ingaslag er lokið vestra en ofsagt að taka undir með karl- inum að friður sé „skollinn á“} Að loknum stóraslag S amfélög verða til úr mörgum ólíkum þáttum. Aðstæður eru mótandi þáttur, ekki síst þar sem landslag rammar inn bæjarstæði á stór- fenglegan en jafnframt ráðandi hátt. Menning og atvinnuhættir ráðast líka af legu samfélaga, í okkar tilviki aðgengi að landsins gæðum – fiskimiðum, vatni, orku og á síðari tímum atvinnuskapandi náttúru – og samgöngum á hverjum tíma. Fáir bæir eru fegurri eða eiga merkari sögu en Seyðisfjörður. Milli himinhárra fjalla hefur byggst upp öflugt samfélag, menningarlegur hornsteinn og sögufrægur staður. Þar kom í land fyrsti símastrengurinn sem tengdi Ísland við umheiminn og þaðan hafa ferðalangar lengi lagt yfir hafið og gera enn. Tengingin við umheiminn er þar sterk og í raun má segja að Seyðisfjörður sé heimsborg í dulargervi. Fjöldi erlendra listamanna hefur dvalið við listsköpun í lengri eða skemmri tíma, þar eru veitingastaðir á heimsmæli- kvarða, mannlífið er blómlegt og Seyðisfjörður geymir sögufrægar byggingar af erlendum uppruna – litrík, norskættuð timburhús frá fyrstu áratugum 20. ald- arinnar gera Seyðisfjörð einstakan meðal bæja á Íslandi. Mörg þeirra hafa mikið menningarsögulegt gildi og njóta friðunar í samræmi við það. Sum hafa fengið glæsi- lega andlitslyftingu á undanförnum árum og eigendur varið ómældum tíma og fé í varðveislu þeirra. Aurskriðurnar sem féllu á bæinn skömmu fyrir jól skutu Íslendingum öllum skelk í bringu og þjóðin fylgd- ist agndofa með fréttum. Ótrúleg mildi var að ekki yrði manntjón í hamförunum og engu líkara en almættið hafi staðið vörð um bæjar- búa. Þeirra bíður nú það verkefni að bæta hið veraldlega og menningarlega tjón sem varð, græða sárin og standa saman. Stjórnvöld hafa heitið því að styðja Seyðfirðinga og vinna við hreinsun og endurreisn er hafin. Brýnt er að bjarga sem mestu af persónu- legum verðmætum íbúa, og jafnframt er mikilvægt fyrir samfélagið að menningararf- urinn glatist ekki. Þúsundir sögulegra ljós- mynda í eigu Tækniminjasafnsins fundust heilar í aurnum og vinna við björgun úr safn- kostinum hefur gengið vel. Það er menningin sem gerir okkur mennsk og hana ber okkur að varðveita. Í dag sæki ég Seyðfirðinga heim, ásamt þjóðminjaverði og forstjóra Minjastofnunar, til að sjá að- stæður með eigin augum. Ég er full eftirvæntingar að hitta kraftmikið heimafólk, en kvíði því jafnframt örlítið að standa frammi fyrir eyðileggingunni sem hefur orðið. Við vitum að húsin geyma merka sögu, bæði fjölskyldna og samfélagsins alls og það er okkar skylda að sýna að- stæðunum áfram virðingu. Það hafa allir hlutaðeigendur sannarlega gert hingað til og svo verður áfram. Það mun Þjóðminjasafnið gera sem og Minjastofnun, en báðar stofnanirnar gegna lykilhlutverki við viðgerð húsa og safngripa. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Heimsborg við hafið Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fjallaverkefnin nutu mikillavinsælda í fyrra og viðsáum talsvert af nýjufólki koma inn í starf Ferðafélagsins. Nýtt ár byrjar einn- ig af krafti, nýliðar síðasta árs halda áfram reynslunni ríkari og nýtt fólk hefur skráð sig,“ segir Páll Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Á síðasta ári jókst þátttaka í fjallaverkefnum og ferðum um 20%. Fyrrnefnd fjallaverkefni hafa verið kynnt í vikunni á sam- félagsmiðlum og áhugi verið mikill að sögn Páls. Fjallaverk- efnin eru 14 tals- ins og standa yfir í 4-12 mánuði. Á sjötta hundrað manns hafa skráð sig og er uppselt í tólf þessara verkefna. Á annað hundrað manns er á biðlista og verður bætt við verkefnum næstu daga. Þau eru miserfið og sniðin að getu, áhuga og reynslu þátttakenda. Heiti þeirra gefa nokkra hugmynd um hvað er að ræða í hverju tilviki. Nefna má verkefnin alla leið, 52 fjallatindar, fyrsta skrefið, næsta skrefið, meistaradeildina, léttfeta, fótfráan og þrautseigan. Meistaradeildin erfiðust Af einsökum fjallaverkefnum nefnir Páll að í ár eru tíu ár síðan 52 fjalla verkefninu var hleypt af stokkunum. Þess verður m.a. minnst með því að í ár verða sömu fararstjórar og í upphaflegu göng- unum, þau Hjalti Björnsson, Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir. Páll segir að Meistara- deildin sé líklega erfiðasta verk- efnið, en það er ætlað fólki sem hef- ur mikla reynslu af fjallgöngum og er í góðu formi. Verkefnið sam- anstendur af 15 göngum, í flestum tilvikum á brattgeng og krefjandi fjöll í 1-2 þúsund metra hæð. Há- punkturinn verður ganga á Hvanna- dalshnúk um Virkisjökul og Dyr- hamar. Ferðafélag Íslands stendur fyrir Ferðafélagi barnanna og FÍ Ung. Uppselt er í allar ferðir Ferðafélags barnanna sumarið 2021 og verður bætt við ferðum. Skálarnir vel bókaðir Páll segir greinilegt að vaxandi áhugi sé á útivist og hafa bókanir í skála félagsins gengið vel. Þar sé þó talsverð óvissa vegna bókana ferðaskrifstofa fyrir erlenda ferða- menn vegna kórónuveikinnar. Að- spurður um vaxandi áhuga á útivist segist Páll telja að helstu skýringar fyrir utan heilnæma hreyfingu, úti- veru og góðan félagsskap meðal annars þá að fleiri ferðist innan- lands og færri fari til útlanda. Þá verði fólk háð því að fara út og hreyfa sig og endurnæra líkama og sál. Ferðafélagið hefur gripið til margvíslegra ráðstafana til að koma í veg fyrir smit í ferðum og annarri starfsemi félagsins. Þannig er fjöldi þátttakenda í fjallaverkefnum t.d. takmarkaður við 30-50 manns og miðað er við að hægt sé að skipta hópum upp þannig að 10 manns með fararstjóra verði í hverju teymi. Iðulega sé farin hringleið til að hóp- ar þurfi ekki að mætast, hugað sé að mismunandi brottfarartíma og fjölda fólks í skála og bílum. Allt sé gert til að mæta sóttvarnareglum og Páll segir að það sé hægt að ná miklum árangri í baráttu við veir- una með því að fylgja persónu- bundnum sóttvörnum. Páll segir að Ferðafélaginu hafi tekist að „ná mjúkri lendingu“ í rekstri sínum þrátt fyrir erfitt ár 2020 vegna færri gistinátta í skálum félagsins samfara fækkun erlendra ferðamanna til landsins. Hann þakkar árangurinn aðhaldi í rekstri, frestun á stórum framkvæmdum, aukinni þátttöku í ferðum félagsins og auknum tekjum vegna fjölgunar félagsmanna sem eru nú 10 þúsund talsins. Aukinn áhugi og verkefnum fjölgað Ljósmynd/Hermann Þór Snorrason Á leið á toppinn Horft yfir til Hvannadalshnúks af Hrútsfjallstindum. Páll Guðmundsson Fjölbreytni » Í ferðaáætlun Ferðafélags Íslands fyrir þetta ár má finna yfir 200 ferðir, allt frá ferðum á göngustígum í þéttbýli yfir í fjallgöngur á hæstu tinda landsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.