Morgunblaðið - 07.01.2021, Side 40
40 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2021
Náttúruferða-
mennska er einn helsti
vaxtarbroddur ferða-
þjónustunnar og hún
byggist á upplifun
ferðamanna í fjöl-
breyttri náttúru.
Áfangastaðir með ein-
stætt og tiltölulega
óspillt umhverfi geta
aukið samkeppnishæfni
sína með því að hlúa vel
að slíkum svæðum. Lítt
spillt náttúra er því auðlind fyrir
ferðaþjónustuna og grundvöllur fyrir
gjaldeyrisöflun þeirra þjóða sem eiga
slíka auðlind. Ýmsar rannsóknir
benda til að áhugi ferðamanna á að
heimsækja svæði aukist við að það sé
gert að þjóðgarði.
Þjóðgarðar gegna tvenns konar
hlutverki: annars vegar að vernda
náttúruna og þær menningarminjar
sem þar er að finna og hins vegar að
gefa fólki kost á að kynnast og njóta
svæðisins. Lengi framan af heimsóttu
fáir slík svæði en á undanförnum ára-
tugum hafa vinsældir slíkra svæða
aukist mjög. Í sumum þjóðgörðum
hefur ferðamönnum fjölgað það mikið
að árekstrar hafa komið upp milli
þessa tvíþætta hlutverks þjóðgarða,
þ.e. verndunar og nýtingar, og hefur
það verið ein megináskorunin við að
stýra þjóðgörðum undanfarna ára-
tugi.
Tromp Íslands eftir
veirufaraldur
Fyrir kórónuveirufaraldurinn
mátti heyra að sumum landsmönnum
þætti meira en nóg um þann fjölda
erlendra ferðamanna sem kom til
landsins. Fjölgunin var enda hröð og
fór úr rúmlega hálfri milljón erlendra
ferðamanna árið 2011 í 2,3 milljónir
árið 2018. Þessi mikli fjöldi færði
þjóðinni miklar gjaldeyristekjur og
var ferðaþjónustan orðin stærsta
gjaldeyrisskapandi greinin, stærri en
sjávarútvegur og stóriðja samanlögð.
Flest ný störf frá fjármálakreppunni
2008 voru í ferðaþjónustu. Síðan kom
veiran, ferðaþjónustan hrundi og
landsmenn fundu á eigin skinni hvað
ferðaþjónustan skiptir efnahag lands-
ins miklu máli.
Nú glittir í bjartari framtíð en veir-
an hefur kostað þjóð-
arbúið mikla fjármuni.
Eins og eftir fjármála-
kreppuna árið 2008 er
ferðaþjónustan skær-
asta vonarstjarnan.
Margir munu vilja
ferðast eftir innilokun-
ina undanfarið ár og
mun náttúra Íslands ef-
laust laða marga að.
Samkeppnin verður
hins vegar hörð og þá
verður gott fyrir
áfangastaði að getað
spilað út trompi til að
auka samkeppnisyfirburði sína. Há-
lendisþjóðgarður getur orðið stóra
tromp Íslands.
Þjóðararfurinn á
hálendi Íslands
Miðhálendi Íslands er um margt
einstakt á heimsvísu. Þar eru eld-
stöðvar, hraun, jöklar, sandar, gróð-
urvinjar, fjöll og heiðar. Aðdráttarafl
hálendisins felst ekki síður í fámenn-
inu og fjarveru hins manngerða enda
er þar að finna eitt víðfeðmasta
óbyggða svæði í Evrópu. Slík svæði
eru fágæt í heimalöndum flestra
ferðamanna sem hingað koma.
Undanfarin ár hafa landsmenn sótt æ
meira í útivist af ýmsu tagi og er há-
lendið kjörvettvangur fyrir ýmiss
konar ævintýraferðir. Að ferðast um
hálendið er hluti af lífsgæðum Íslend-
inga, uppspretta gleðistunda og í
hugum margra liggur þar sjálfur
þjóðararfurinn. Náttúra hálendisins
er hins vegar viðkvæm fyrir álagi og
þarf því að fara varlega í allri um-
gengi um hana.
Tækifæri hálendisþjóðgarðs
Verði það stjórnarfrumvarp sem
nú liggur fyrir Alþingi samþykkt
mun það skapa frábær tækifæri fyrir
ferðaþjónustuna og byggðirnar sem
liggja næst þjóðgarðinum. Hálend-
isþjóðgarður myndi hafa mikið að-
dráttarafl fyrir ferðamenn og skapa
Íslandi sérstöðu á heimsvísu að því
leyti að 30% landsins væri þjóðgarð-
ur. Til þess að vernda hálendið gegn
ágangi þyrftu ferðamenn að dvelja
sem mest í byggð og mannvirkin
helst að vera á jöðrum hálendisins.
Það mætti gera með því að gera fleiri
skoðunarverða staði sem næst jaðri
hálendisins aðgengilega. Náttúra Ís-
lands er nefnilega það framandi í
augum margra ferðamanna að þeir
þurfa ekkert endilega að fara lengst
inn á hálendið til upplifa þennan
framandleika. Þetta hefur tekist vel
sunnan og austan Vatnajökulsþjóð-
garðs þar sem ferðamenn, sem og
þjóðgarðurinn sjálfur, hafa skapað
fjölda starfa og eflt byggðirnar.
Leikreglur nauðsynlegar
Við stöndum á þeim tímamótum að
mikilvægt er að setja skýrar leik-
reglur til framtíðar varðandi verndun
og nýtingu hálendisins. Sú tillaga
sem sett er fram í frumvarpi um há-
lendisþjóðgarð er vænleg leið til þess
að vernda þann þjóðararf sem miðhá-
lendið er. Í frumvarpinu er tekið tillit
til sjónarmiða ólíkra hópa og lands-
menn geta sannarlega haldið áfram
að ferðast um þetta stórbrotna svæði
án þess að þjóðgarðurinn hefti för. Í
frumvarpinu er mörkuð stefna hvað
varðar náttúruvernd, auk þess sem
stjórnun svæðisins og uppbygging
innviða verður markvissari en ella.
Betri yfirsýn fæst með því að líta á
hálendið sem eina stóra verndarheild
og þannig næst að samræma betur
landnýtingu svæðisins. Í kjölfar
stofnunar hálendisþjóðgarðs færi í
hönd gerð stjórnunar- og verndar-
áætlunar fyrir garðinn þar sem út-
færð yrðu mismunandi verndarstig
innan þjóðgarðsins, auk mótunar at-
vinnustefnu. Skýrt og vel útfært
skipulag þar sem sjálfbær þróun er
höfð að leiðarljósi er lykilatriði fyrir
nýtingu þeirrar viðkvæmu auðlindar
sem hálendið er. Ef við berum gæfu
til þess að tryggja að vernd gangi
ávallt fyrir þegar kemur að hinu tví-
þætta hlutverki þjóðgarða tel ég
stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu
ótvíræðan kost.
Hálendisþjóðgarður, já takk
Eftir Önnu Dóru
Sæþórsdóttur »Aðdráttarafl há-
lendisins felst ekki
síður í fámenninu og
fjarveru hins manngerða
enda er þar að finna eitt
víðfeðmasta óbyggða
svæði í Evrópu.
Anna Dóra
Sæþórsdóttir
Höfundur er prófessor í ferða-
málafræði við Háskóla Íslands.
annadora@hi.is
Nú virðist stefna í
að megninu af þjóð-
inni verði gefið lyf
sem hefur verið kallað
bóluefni án þess að
vera það í venjulegum
skilningi þess orðs.
Þetta stungulyf til að
vinna á núverandi
kórónuveiru er alls
óskylt þeim bóluefn-
um sem við þekkjum
til, heldur er hér á
ferðinni lyf sem er
inniheldur svokallaðar RNA-
kjarnasýrur sem vinna með erfða-
efninu, DNA, í frumum líkamans
og gæti leitt til breytinga á erfða-
efni viðkomandi einstaklings að
því er nokkrir læknar og vísinda-
menn hafa varað við. Þetta yrðu
óafturkræfar breytingar og öld-
ungis óvíst hvað þessar breyt-
ingar gætu haft í för með sér.
Mörg ár gætu liðið áður en afleið-
ingarnar væru að fullu komnar
fram enda verið að fikta við mjög
flókna líffræðilega uppbyggingu
vefja líkamans, sem er langt frá
því að vera skilin til fulls.
Kannski eru hér á ferðinni stór-
kostlegar nýjungar til góðs í sókn
mannkyns gegn veirusjúkdómum.
Þær gætu kollvarpað stöðu mann-
kyns gegn ýmsum leiðum pestum
sem hafa fylgt mannkyni frá upp-
hafi, bæði svokölluðum drepsótt-
um og minni háttar kvefpestum
eins og eru á ferðinni á hverju ári.
Núverandi Covid-19-pest mun
vera skæð kvefpest en kór-
ónuveiran er á ferðinni í nýjum
útgáfum á hverju ári að því er
skilja má.
Þetta nýja lyf er þó alls óreynt
miðað við þær kröfur sem ætti að
gera til slíks byltingarlyfs en þró-
unartími lyfja er almennt talinn
þurfa að vera hátt í áratugur. Nú
þykir liggja svo mikið við að víkja
á allri varúð til hliðar eftir að
töluverður fjöldi hugrakkra
manna hefur látið sig hafa það að
vera tilraunadýr fyrir þessi nýju
lyf. Vonandi verður þeim ekki of
mörgum meint af
þessari fórnfýsi en
ljóst er að alltaf
verða einhver afföll
við lyfjagjafir, en af-
leiðingarnar koma
kannski ekki fram að
fullu fyrr en eftir
nokkur ár. Þess
vegna þarf að miða
þróunartíma lyfja við
það.
Ég hef sjálfur
hlustað á fjóra er-
lenda lækna og vís-
indamenn sem nota
afar sterk orð til
þess að lýsa þeim hættum sem
gætu verið hér á ferðinni. Þessir
menn eru Sucharid Bhakdi og
Wolfgang Wodarg í Þýskalandi,
Wakefield frá Bretlandi og Søren
Ventegodt í Danmörku. Það sem
er nú sameiginlegt með öllum
þessum mönnum er að þeir hafa
fengið að kenna á því að halda
uppi gagnrýni enda eru þeir að
ganga gegn afar sterkum hags-
munaaðilum, sem eru lyfjaris-
arnir, og kannski ekki síður gegn
stjórnmálamönnum sem standa
illa í lappirnar þegar mikið er í
húfi.
Þessir menn nutu misjafnlega
mikillar virðingar áður en þeir
stigu núna fram en óhætt er að
fullyrða að báðir Þjóðverjarnir
voru í fremstu sveit áður en þeir
fóru í núverandi andstöðu og þá
sérstaklega Sucharid, sem segir
að Covid-19 sé að vísu slæmt kvef
með hærri dánartíðni en oft en
dánartíðnin hjá frísku fólki sé þó
ekki meiri en 0,02% sem jafn-
gildir að einn af hverjum 5.000
sem sýkist deyi. Annað gildir með
dauðveikt fólk en þar geti sýking
flýtt fyrir dauðanum eins og við
höfum séð hér á landi. Afleiðing-
arnar af því að gefa stærsta hlut
heilla þjóða þetta erfðabreytandi
lyf gætu orðið margfalt verri.
Honum er töluvert niðri fyrir.
Wakefield hafði áður unnið sér
það til óhelgi að tala gegn bólu-
setningum, sem gekk svo langt að
hann missti læknisleyfi sitt á
Bretlandi og fluttist til Bandaríkj-
Eftir Valdimar H.
Jóhannesson
Valdimar
Jóhannesson
Viljum við
vera tilraunadýr?
Helstu rök sem
færð eru fyrir því að
lögfesta miðstýrt
stjórnsýslubákn fyrir
miðhálendið eru
hvorki þungvæg né
trúverðug, alla vega í
eyrum mínum sem
hef undanfarna tvo
áratugi haft fasta
starfsstöð langt innan
marka fyrirhugaðs
miðhálendisþjóð-
garðs.
Þrennt heyrist einkum nefnt sem
vandamál sem bregðast þurfi við
með því að stofna þjóðgarð og
„vernda miðhálendið“: skipulags-
leysi, ofbeit sauðfjár og utanvega-
akstur. Ekkert af þessu stenst þeg-
ar að er gáð en þessi atriði eru
samt óspart notuð til að sykurhúða
pólitíska og skaðlega forræð-
ishyggju í umræðunni á Alþingi og
í samfélaginu.
Hvað er málið?
Fullyrðingar um skipulagsleysi
eiga sér ekki stoð í veruleikanum.
Skipulagsmál eru í föstum skorðum
á miðhálendinu og ekki annað að
heyra en núgildandi stjórnsýsla
eigi sér stað í sátt og
samlyndi umsýsluaðila
þjóðlendunnar og
sveitarstjórna. Hverju
hefði miðhálendis-
stofnun þar við að
bæta?
Utanvegaakstur á
hálendinu er vissulega
vandamál en af fjöl-
miðlafréttum að dæma
er sá vandi mestur í
hinum margmærða
Vatnajökulsþjóðgarði.
Svo er það í þriðja lagi lausa-
ganga búfjár á hálendinu. Nær-
tækt er að lýsa eigin upplifun nú
þegar liðnir eru nær sex áratugir
frá því ég tók fyrst þátt í að reka
sauðfé á norðlenskar heiðar. Á
þeim tíma hefur fé fækkað og beit-
arstýring verið innleidd í samráði
Ófríð börn og þjóð-
garðsrökleysur
Eftir Pál Gíslason
Páll Gíslason
»Utanvegaakstur á
hálendinu er vissu-
lega vandamál en af fjöl-
miðlafréttum að dæma
er sá vandi mestur í hin-
um margmærða Vatna-
jökulsþjóðgarði.