Morgunblaðið - 07.01.2021, Qupperneq 41
anna. Daninn hafði komist upp á
kant við samfélagið af alls óskyld-
um ástæðum. Þessir menn lærðu
ekki það af Galileo Galilei sem
fyrir fjórum öldum afneitaði opin-
berlega villukenningu sinni um að
jörðin snerist um sjálfa sig en
ekki alheimurinn um hana. Galileo
hafði vit á því að segja í hálfum
hljóðum: Hún snýst nú samt.
Þessir menn koma fram fyrir al-
heiminn til þess að vara hann við
fullum rómi þó að þeir viti að þeir
sem tala gegn valdinu hafa nær
alltaf verra af.
Hvað gæti svo sem gerst? hafa
þessir menn verið spurðir. Hvað
gæti ekki gerst? spyrja þeir á
móti. Þeir hafa nefnt að þetta
gæti leitt til sjálfsónæmis þar sem
drápssellurnar, hvítu blóðkornin,
ráðast á eigin vefi vegna útlits-
breytinga á frumum líkamans sem
þessar RNA-kjarnasýrur myndu
valda í samstarfi við DNA-kjarna-
sýrur frumnanna. Þá nefna þeir
ófrjósemi hjá konum en allt milli
himins og jarðar gæti orðið þegar
nákvæmu jafnvægi líkamsfrumn-
anna er raskað með þessum hætti.
Nú er spurningin þessi: Eru til
einhverjir þeir menn á Íslandi
sem geta látið heyra í sér á
grundvelli mikillar þekkingar á
þessu sviði og stoppað það að Ís-
lendingar verði gerðir að jafngildi
tilraunamúsa í risastórri tilraun
lyfjarisa með þetta lyf? Hann ætti
það á hættu að verða úthrópaður
sem skaðræðisdýr og jafnvel
þjóðníðingur að vara við þeirri
rússnesku rúllettu sem Þórólfur
og Kári eru að fara í með íslensku
þjóðina. Æ skrambinn, myndu
þeir og lyfjarisarnir segja. Fram-
farir verða ekki án einhverra
fórna!
» Afleiðingarnar af því
að gefa stærsta
hluta heilla þjóða þetta
erfðabreytandi lyf gætu
orðið margfalt verri
Höfundur er á eftirlaunaaldri.
UMRÆÐAN 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2021
Þann 8. desember 2020
birtist í Morgunblaðinu
grein sem bar heitið
„Ólögmætar innheimtu-
aðgerðir Hafnarfjarðar-
bæjar afhjúpaðar“. Í
greininni sagði að Hafn-
arfjarðarbær með bygg-
ingarfulltrúa í broddi
fylkingar hefði gengið
svo langt að leggja á
greinarhöfund persónu-
lega dagsektir upp á 20.000 krónur á
dag ef hann greiddi ekki fyrir stöðu
tveggja gáma á lóð hans. Jón Auðunn
Jónsson lögmaður kærði málið til úr-
skurðarnefndar umhverfis- og auð-
lindamála (ÚÚA) að beiðni framan-
greinds greinarhöfundar. Niðurstaða
nefndarinnar var sú að fella úr gildi
álagningu stöðuleyfisgjalds vegna
gámanna.
Aðili sem lenti í svipuðu máli gegn
Hafnarfjarðarbæ bað undirritaðan að
gera grein fyrir hans máli þar sem
svona ólögmæt stjórnsýsla á ekki að
líðast. Þessi aðili á tvö svokölluð báta-
skýli við Lónsbraut í Hafnarfirði. Þeg-
ar hann keypti bátaskýlin var búið að
steypa veggi á lóð í eigu Hafnarfjarðar
fyrir utan lóðir bátaskýlanna og voru
veggirnir alveg upp að lóðum báta-
skýlanna. Hafnarfjörður virðist ekki
vita hvenær umræddir veggir voru
reistir en veit þó að þeir hafa verið
þarna frá að minnsta kosti 2005 vegna
þess að þá var minnst á þá í máli sem
var rekið fyrir forvera ÚÚA og Hafn-
arfjörður var aðili að því máli.
Í febrúar 2020 fór eiganda lóðanna
að berast erindi frá byggingarfulltrúa
um að honum bæri að fjarlægja um-
rædda veggi og hann vissi varla
hvernig hann átti að snúa sér í málinu
vegna þess að umræddir veggir voru
ekki á hans vegum. Eigandinn ákvað
þó að benda byggingarfulltrúa á að
þessir veggir hefðu ekkert með hann
að gera, hann hefði ekki reist þá, né
væru þeir á hans lóð. Málinu lauk þó
ekki með þessari ábendingu hans.
Byggingarfulltrúi hélt áfram að krefj-
ast þess að hann fjarlægði umrædda
veggi. Veggi sem höfðu staðið í að
minnsta kosti 15 ár. Í
september 2020 barst
svo eigandanum bréf
frá byggingarfulltrúa
þar sem settar voru á
hann dagsektir kr.
20.000 á dag fyrir
hvora lóð ef hann fjar-
lægði ekki umrædda
veggi. Byggingar-
fulltrúi hafði sem sagt
sett á eiganda báta-
skýlanna dagsektir
sem námu kr. 1.200.000
á mánuði ef hann fjar-
lægði ekki umrædda veggi sem voru
ekki á hans lóð og hann hafði ekki
reist.
Við þessi tímamót hafði eigandinn
samband við undirritaðan og bað um
aðstoð. Á þessum tímamótum leið eig-
andanum verulega illa vegna þess að
hann var komin í aðstöðu sem mætti
kalla catch 22. Hann gat ekki brotið
niður umrædda veggi vegna þess að
þeir voru ekki á hans lóð og hann átti
þá ekki og þeir voru auk þess á friðuðu
svæði. Vegna þessara veggja sem
hann hafði ekkert með að gera voru
settar á hann dagsektir ef hann fjar-
lægði ekki veggina sem hann átti ekk-
ert í. Ákveðið var að biðja byggingar-
fulltrúa um fund og á þeim fundi var
útskýrt með teikningum það sem
byggingarfulltrúi hefði átt að vita, þ.e.
að umræddir veggir hefðu ekkert með
eigandann að gera og væru utan lóða
hans. Þetta kom byggingarfulltrúa á
óvart og byggingarfulltrúi ákvað að
senda mælingamann og hann staðfesti
frásögn eigandans og var þá álitið að
málið yrði láti niður falla, en svo var
ekki.
Þá átti eigandinn enga aðra kosti en
að kæra málið til ÚÚA. Áður en málið
var kært til ÚÚA var Hafnarfjarð-
arbæ sent bréf þar sem gerð var grein
fyrir því að augljóst væri að um gá-
leysi væri að ræða hjá Hafnarfjarð-
arbæ og gerð yrði krafa á Hafnar-
fjarðarbæ vegna þess tjóns sem
eigandi lóðanna yrði fyrir, vegna
þessa gáleysis Hafnarfjarðarbæjar, ef
hann þyrfti að kæra málið til ÚÚA.
Hafnarfjarðarbær gaf sig ekki þrátt
fyrir varnaðarorð. Niðurstaða í máli
ÚÚA kom ekki á óvart. Dagsektir
voru felldar úr gildi og vinnsla Hafn-
arfjarðar á málinu talin vera haldin
annmörkum. Með öðrum orðum galli
var á afgreiðslu málsins hjá Hafn-
arfjarðarbæ og það felur í sér gáleysi
eins og Hafnarfjarðarbæ hafði verið
bent á en Hafnarfjörður ákveðið að
láta þau varnaðarorð sem vind um
eyrun þjóta.
Vegna þessa gáleysis Hafnarfjarðar
var bæjarstjóra Hafnarfjarðar sent
bréf. Þegar upp er staðið er það
bæjarstjórinn og bæjarstjórnin sem
ber ábyrgð á rekstri Hafnarfjarðar-
bæjar. Bæjarstjóranum var gerð
grein fyrir því að vegna þessa gáleysis
Hafnarfjarðar hafði eigandinn orðið
fyrir tjóni sem og óþægindum.
Í bréfinu til bæjarstjórans var þess
krafist að bærinn greiddi eigandanum
það tjón sem Hafnarfjarðarbær olli
honum með saknæmum og ólögmæt-
um hætti. Ekki þarf að hafa frekari
orð um svar bæjarstjórans vegna þess
að það barst ekki svar. Af því má ráða
að bæjarstjórinn telji þessa afgreiðslu
bæjarins eðlilega. Bærinn telur það
eðlilegt að krefjast þess að tiltekinn
aðili brjóti niður mannvirki sem er ut-
an hans lóða og aðilinn hefur ekki
reist. Sem betur fer búum við ekki í
ríki sem telur slíkt eðlilegt.
Hafnarfjarðarbær svarar ekki er-
indi eigandans og á hann þá enga kosti
eftir, vegna þessa tjóns sem Hafnar-
fjarðarbær olli honum, aðra en dóm-
stóla.
Hvers vegna er stjórnsýslan með
þessum hætti?
Ólögmæt stjórnsýsla Hafnarfjarðar-
bæjar og enn um dagsektir
Eftir Berg
Hauksson »Hafnarfjörður setti á
eigandann dagsektir
kr. 1.200.000 á mánuði
ef hann fjarlægði ekki
veggi sem voru ekki á
hans lóð og hann hafði
ekki reist.
Bergur Hauksson
Höfundur er lögmaður.
ÚTSALA
50%
A F S L Á T T U R
A L L T A Ð
VERIÐ
VELKOMIN Í
SJÓNMÆLINGU
Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200
Opið: Virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14
við Landgræðsluna með þeim ár-
angri að gróðri á hálendinu hefur
farið verulega fram.
Þá er vert að geta þess sem varla
eða alls ekki er að finna í lagatexta
og greinargerð frumvarps um
miðhálendisþjóðgarð. Hugtakið
„sjálfbærni“ kemur til að mynda
aðeins einu sinni fyrir og það í
greinargerðinni (!). Umhverfis- og
auðlindaráðherra getur auðvitað
ekki verið þekktur fyrir að nefna
orkuauðlindir miðhálendisins og
sjálfbærni nokkurs staðar í sam-
hengi. Hvar stæði íslensk þjóð ann-
ars ef orka í fallvötnum og jarð-
varma hefði ekki verið virkjuð? Nú
skal slíkt stöðvað í eitt skipti fyrir
öll, það er undirliggjandi andi laga-
setningar um miðhálendisþjóðgarð.
Hálendið er verðmætt, já! Hver
mælir svo sem gegn því? Er ein-
hver annar kvarði til að mæla verð-
mætið en fjárhagslegur? Ekki svo
ég viti.
Þarf þá ekki miðhálendisþjóð-
garður að skila beinhörðum tekjum
af ferðamönnum til að verðmæti
svæðisins birtist og skili sér
„heim“? Augljóslega, já.
Komið er þá að því sem óneit-
anlega vekur athygli en kemur ekki
á óvart þegar haft er í huga að
fyrrverandi framkvæmdastjóri
Landverndar vermir ráðherrastól
umhverfis- og auðlindaráðuneyt-
isins. Hugtakið „rekstraraðili“
kemur hvergi fyrir í frumvarpinu.
Undirliggjandi andi lagasetning-
arinnar er enda sá að þeir sem
stunda ferðaþjónustu og rekstur á
hálendinu skuli vera í hlutverkum
ófríðu barnanna sem Eva faldi
hingað og þangað þegar von var á
Guði, sbr. Grimmsævintýri IV.
Umhverfis- og auðlindaráðherra
lofar sveitarfélögum gulli og græn-
um skógum gegn stuðningi við
miðhálendisþjóðgarð og nokkrir
sveitarstjórnarmenn láta freistast.
Á sama tíma er ætlast til þess að
Vatnajökulsþjóðgarður skeri niður
rekstrarkostnað um tugi prósenta
vegna minnkandi ríkisframlags.
Er þá ástæða til að kokgleypa
agnið um rausnarlegar ríkisfjár-
veitingar til miðhálendisþjóðgarðs
um ókomin ár? Ætli meiningin sé
ekki frekar sú að ófríðu börnin eigi
að borga þennan pólitíska brúsa!
Rekstraraðilar á hálendinu verða
að búa sig undir breyttar rekstrar-
forsendur og gjaldheimtu sem ekki
verður staðið undir nema með því
að velta auknum álögum út í verð-
lagið. Það er nokkuð sem ferða-
þjónustan þarf mjög á að halda eða
hitt þó heldur.
Umhverfis- og auðlindaráðherra
fullyrðir að miðhálendisþjóðgarður
muni „marka straumhvörf í nátt-
úruvernd á Íslandi“. Eftirtektar-
vert er þá að sjá að í frumvarpinu
er hvorki að finna skilgreind sjálf-
bærnimarkmið með miðhálendis-
þjóðgarði né að gerð sé grein fyrir
samþættingu málsins við Heims-
markmið Sameinuðu þjóðanna um
sjálfbæra þróun. Slíkt má undar-
legt heita þegar fimmtungur er lið-
inn af 21. öldinni og sjálfbærni mál
málanna heima og heiman.
Höfundur er verkfræðingur og
áhugamaður um skynsemi og sjálf-
bærni við nýtingu hálendisins.