Morgunblaðið - 07.01.2021, Síða 43
MINNINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2021
✝ VilhelmínaÞorvaldsdóttir
fæddist 21. maí
1930 á Akureyri.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu Eir/
Eirarholti 19. des-
ember 2020.
Foreldrar Vil-
helmínu voru hjón-
in Þorvaldur Sig-
urðsson, f. 14.12.
1882, d. 8.7. 1946,
kaupmaður og síðar bókhaldari
hjá Gefjun á Akureyri og El-
ísabet S. Friðriksdóttir, f. 14.4.
1888, d. 6.4. 1985, handavinnu-
kennari í Barnaskólanum á Ak-
ureyri, menntuð í Den kvinne-
lige industriskole í Osló. Systur
Vilhelmínu: Ólafía Kristín, f.
5.8. 1918, d. 30.4. 1968, síðustu
árin vefnaðarkennari á Laugum
í Þingeyjarsýslu; Soffía, f. 6.5.
1924, d. 26.1. 2008, húsmóðir á
Akureyri; Guðbjörg, f. 28.1.
1927, húsmóðir og hattagerð-
armeistari, búsett á hjúkrunar-
heimilinu Sóltúni.
Eiginmaður Vilhelmínu var
Vernharður Kristjánsson, f.
19.9. 1912, d. 29.7. 1985,
rannsóknarlögreglumaður og
síðan þingvörður á Alþingi. Þau
gengu í hjónaband 10.2. 1957 og
bjuggu í Kópavogi. Vilhelmína
bjó síðan í Garðabæ eftir lát
Vernharðs. Foreldrar Vern-
harðs voru hjónin Kristján Þor-
kelsson, f. 27.10. 1861, d. 10.1.
1934, bóndi og hreppstjóri í
Álfsnesi á Kjalarnesi og síðar í
Víðinesi, og Sigríður Þorláks-
dóttir, f. 12.10. 1871, d. 23.7.
1945, húsfreyja.
Dætur Vilhelmínu og Vern-
við University of London 1952
og sótti enskukennaranámskeið
í Hastings 1981. Þá kynnti Vil-
helmína sér störf kvenlögregl-
unnar í ýmsum borgum í Banda-
ríkjunum veturinn 1953-54.
Vilhelmína stundaði ýmis
störf með námi. Hún var þing-
skrifari á Alþingi veturna 1950-
51 og 1951-52. Þá var hún fyrsta
lögreglukonan í Reykjavík eftir
að stofnuð var sérstök kvenlög-
regludeild innan lögreglunnar
en hún starfaði þar 1954-57.
Vilhelmína stundaði skrif-
stofustörf hjá rannsóknarstofu
Fiskifélags Íslands og síðar
Rannsóknarstofnun fiskiðnaðar-
ins 1957-70 og var í hálfu starfi
1973-75 en hún var ritari rekt-
ors Tækniskóla Íslands 1970-72.
Hún var um árabil gjaldkeri og
bókari Ferskfiskseftirlits rík-
isins og Félags íslenskra fisk-
framleiðenda. Vilhelmína starf-
aði sem kennari við Þinghóls-
skóla í Kópavogi frá 1972-93.
Frá 1994-96 starfaði hún sem
kennari við Steinsstaðaskóla í
Lýtingsstaðahreppi í Skaga-
firði.
Vilhelmína sat í stjórn Kven-
félags Kópavogs 1970-74 og í
stjórn Kvenfélagssambands
Kópavogs 1973-75. Hún sat í
tómstundaráði Kópavogskaup-
staðar 1972-75 og í stjórn
Rauðakrossdeildar Kópavogs-
kaupstaðar í mörg ár, meðal
annars sem gjaldkeri, einnig
starfaði hún við ýmis sjálf-
boðaliðastörf, t.d. „Föt sem
framlag“ og sem heimsókn-
arvinur.
Útför hennar fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 7. janúar
2021, klukkan 13 að viðstöddum
boðsgestum, fjölskyldu og vin-
um. Athöfninni verður streymt
á slóðinni:
https://tinyurl.com/y6ccxhsp
Virkan hlekk má nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat
harðs eru: 1) Elísa-
bet, f. 26.3. 1958,
iðjuþjálfi og starfar
sem deildarstjóri á
Barnhabiliteringen
í Vermalandi í Sví-
þjóð, gift Hans
Gunnar Erlands-
son, f. 5.4. 1956,
heilsugæslulækni.
Börn þeirra eru
þrjú: a ) Sunna
Hansdóttir, f. 22.2.
1987, listamaður, í sambúð með
Joakim Ojanen, f. 14.11. 1985; b)
Kristján Erlandsson, f. 4.4.
1989, landslagsarkitekt, og c)
Sólveig Hansdóttir, f. 7.5. 1993,
stundar nám í sálfræði; 2) Sig-
ríður Snjólaug, f. 7.8. 1961,
grafískur hönnuður og kennari
í Reykjavík, börn hennar eru
tvö: a) Vernharður L. Rein-
hardsson, f. 21.7. 1990,
pípulagningamaður í sambúð
með Tinnu Björk Hilmars-
dóttur, f. 23.3. 1992, og b ) El-
ísabet Snjólaug Reinhar-
dsdóttir, f. 8.4. 1994,
viðskiptafræðingur, í sambúð
með Tómasi Helga Stefánssyni.
Barnsfaðir Sigríðar Snjólaugar
er Reinhard Reinhardsson pípu-
lagningamaður.
Vilhelmína var mikil náms-
manneskja og vann ritgerð-
arsamkeppni sem Herald Trib-
une stóð fyrir 1949. Í verðlaun
var ferð til Bandaríkjanna en
hún fékk Akureyrarveikina og
komst ekki.
Vilhelmína lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum á Akureyri
1950 og síðan BA-prófi í ensku,
dönsku og uppeldisfræði við HÍ
1954. Hún stundaði enskunám
Það eru blendnar tilfinningar
sem bærast í brjósti okkar þessa
dagana, bæði sorg en einnig mik-
ið þakklæti fyrir allar þær góðu
minningar sem mamma skilur
eftir.
Hún var okkur ávallt mikil
fyrirmynd og stöðugt hefur hún
hvatt okkur og stutt. Mamma var
kona með marga strengi í hörpu
sinni. Hún var mikill listunnandi,
tungumálamanneskja, og meðal
annars liggja mörg falleg mál-
verk og aðrir listmunir eftir
hana. Það var alltaf stutt í hlátur
og góðlátlegt grín hjá henni. Hún
var aldrei aðgerðalaus – ef stofu-
borðið heima á Borgarholtsbraut
var ekki fullt af bókhaldspapp-
írum, þá var það yfirfullt af
ættfræðigrúski eða hún var að
leggja á borð fyrir óvænta gesti.
Foreldrar okkur voru miklir
félagar og bæði voru þau fé-
lagsverur og mannvinir. Á heim-
ili okkar systra var mikill gesta-
gangur og oft glatt á hjalla meðal
annars vegna þess að systkina-
hópur pabba var stór. Þegar þau
komu saman heima var mikið
sungið og spilað, meðal annars á
píanó og harmonikku, og kveðn-
ar rímur. Mamma var alltaf
snögg að útbúa eitthvað matar-
kyns fyrir óvænta gesti.
Fjölskyldan fór mikið í ferða-
lög og þá voru sagðar sögur,
landslag skoðað út frá fegurð og
jarðfræði. Ferðalög okkar vestur
í Ísafjarðardjúp voru árviss við-
burður – mamma fyllti litlu fólks-
vagnsbjölluna af mikilli útsjónar-
semi til að allt kæmist með í
Djúpið. Troðfullt var í öllum
rýmum og á toppnum þegar lagt
var af stað.
Mackintoshdós með steiktum
lambakótilettum var það síðasta
sem komst fyrir í bílnum – svo
var stoppað á fallegum stað á
leiðinni og þessi ljúffengi matur
snæddur.
Það var alltaf gaman að
ferðast um Ísland með mömmu
og eitt af því sem hún hafði fyrir
reglu var að stoppa við læki og
fara í fótabað til að finna kulda-
strauminn fara upp eftir hrygg-
súlunni og enda í höfðinu. Hún
var sannfærð um að kuldinn
hefði mögnuð áhrif á líkamann
og heilann.
Mamma var orðheppin og
mikill ljóðaunnandi og hún átti
það til að kasta fram vísum.
Skiptist hún meðal annars á vís-
um við nágrannann í sambandi
við byggingu bílskúrs á Borgar-
holtsbrautinni og við eiganda
lóðar sem hún keypti á Vatns-
leysuströnd, öllum til gamans.
Með þessum fáu orðum viljum
við systur þakka mömmu fyrir
það veganesti sem hún hefur gef-
ið okkur.
Blessuð sé minning hennar.
Dætur þínar,
Elísabet og Sigríður
Snjólaug.
Það er sorglegt og skrýtið að
tengdamóðir mín Vilhelmína hafi
nú endanlega kvatt okkur. Þrátt
fyrir að hún hafi síðustu ár smátt
og smátt horfið inn í gleymsk-
unnar heim kem ég ávallt til með
að minnast hennar sem þessarar
lífsglöðu, greindu og fróðu konu
sem ég var svo heppinn að kynn-
ast.
Fyrstu kynni okkar voru sum-
arið 1985 þegar ég kom í fyrsta
skipti til Íslands í fylgd dóttur
hennar, Betu. Villa, Venni og
Sigga tóku á móti okkur á Kefla-
víkurflugvelli – tungumálið var
mér framandi og ég skildi ekki
orð af því samtali sem fram fór í
bílnum á leið okkar í Kópavog-
inn. Ég horfði mest í undrun út
um gluggann og virti fyrir mér
hina endalausu hraunbreiðu og
fjallahringinn.
Villa átti síðar eftir að sýna
mér og fræða um fleiri náttúru-
perlur landsins. Hennar góða
viðmót, umhyggja og vinátta
gerðu það að verkum að ég hef
alltaf upplifað mig innilega vel-
kominn þegar ég hef komið hing-
að til Íslands. Þetta hefur líka
orðið til þess að ég upplifi Ísland
eins og mitt annað heimaland.
Villa var mikil málamanneskja
og áður en ég náði tökum á ís-
lenskunni var aldrei erfitt að
eiga skemmtilegar samræður við
hana, enda hún mjög fróð um
marga hluti.
Eins og margir Íslendingar
var hún mjög áhugasöm um ætt-
fræði. Ég minnist þess sérstak-
lega þegar við Beta höfðum eign-
ast okkar fyrsta barn, Sunnu, og
mér hafði með mikilli fyrirhöfn
tekist að rekja ættir mínar í móð-
urætt aftur til átjándu aldar og
nefndi þetta við hana.
Villa stóð þá upp og kom til
baka með skjal sem hún hafði
unnið og það sýndi fram á skyld-
leika hennar við víkinga sem
komu frá Rússlandi í kringum
árið 400 og í gegnum Flosa í
Njálssögu og fram til dagsins í
dag. Ég var að sjálfsögðu orðlaus
og mjög uppnuminn yfir þessu.
Barnabörnin voru Villu afar
mikilvæg en aldrei kvartaði hún
yfir fjarlægðinni við okkar börn
þó svo að við vissum að hún sakn-
aði þess að hafa þau nær sér.
Villa var alla tíð mjög áhuga-
söm og fylgdist vel með hvernig
gengi hjá okkur og börnunum
handan hafsins. Hún kom oft í
heimsókn til okkar og fékk að
kynnast sænska sumrinu bæði í
Vermalandi sem og á vestur-
ströndinni í Björnes.
Villa var endalaus uppspretta
fróðleiks, hagmælt, orðheppin og
skemmtileg kona. Það var alltaf
gaman að hafa Villu í heimsókn
hjá okkur. Hún kenndi börnun-
um urmul íslenskra kvæða og
söngva sem eru þeim svo góð
minning um hana í dag.
Hún naut þess líka að hafa
okkur og börn okkar nær sér í
þau tvö skipti sem við bjuggum á
Íslandi í lengri tíma og hjálpaði
okkur þá líka á margan hátt. Hún
var meðal annars einstök í að
hjálpa mér í margs konar erfið-
um samskiptum við opinberar
stofnanir. Það tók hana bara
nokkur símtöl, þá hafði hún
reddað málunum fyrir mig.
Villa skilur okkur eftir með
margar góðar minningar og ég
veit að hún hefur gefið börnun-
um okkar gott veganesti. Meðal
annars með því að horfa jákvæð-
um augum á lífið og tilveruna,
styðja við lítilmagnann og vera
víðsýn.
Andi Villu mun lifa áfram –
minningin er björt.
Kær kveðja,
Hans Gunnar Erlandsson.
Það er mikill missir af ömmu
Villu. Alltaf var hún til staðar,
hlý, ljúf, yndisleg, síbrosandi og
hress.
Hún var góð og einnig klár, í
öllum afmæli og veislum hélt
amma ræðu og stundum fylgdi
vísa með. Ég var mjög stoltur af
henni, hún var svo skemmtileg.
Amma sagði alltaf við mig og
Tinnu „verið góð við hvort ann-
að“.
Takk elsku amma fyrir allt.
Vernharður L.
Reinhardsson (Venni)
Þó að við barnabörnin hennar
ömmu Villu höfum lengst af búið
fjarri henni hefur það alltaf verið
trausti og hlýi faðmurinn hennar
sem hefur boðið okkur velkomin
„heim“ og hún verið sú sem hefur
tengt okkur svo sterkum bönd-
um við hitt heimaland okkar – Ís-
land.
Hún kynnti okkur m.a. álfa og
kraftinn í náttúrunni. Kenndi
okkur að það væri mikilvægt að
staldra við og líta í kringum sig
til að uppgötva fegurðina hér og
nú. Sagði svo oft: „Náttúran er
aldrei ósmekkleg.“
Hún kenndi okkur að við gæt-
um sótt kraft í Snæfellsjökul,
sem á góðviðrisdögum var hægt
að sjá frá íbúð hennar á 7. hæð í
Garðabæ.
Hún kenndi okkur að meta
góðan húmor og hlátursköstin
með henni út af litlu sem engu
voru ófá.
Hún benti okkur á og sýndi,
ekki síst gegnum sína eigin lífs-
sögu, hvers konur eru megnug-
ar.
Hún kenndi okkur merkingu
íslenska orðasambandsins „að
kúra í hálsakotinu“.
Við munum minnast elsku
ömmu sem þeirrar hlýju,
skemmtilegu og kláru konu sem
hún var.
Þegar við vorum börn og átt-
um erfitt með að sofna eða vorum
óróleg eða hrædd á kvöldin sagði
mamma að afi Venni vekti yfir
okkur og nú vitum við að þau
vaka bæði saman yfir okkur.
Minning ömmu lifir.
Þín barnabörn,
Sunna, Kristján og Sólveig.
Þegar ég hugsa til ömmu verð-
ur mér strax hlýtt í hjartanu og
brosi. Ég er afskaplega stolt af
ömmu. Amma áorkaði miklu á
sinni ævi og til dæmis var hún
fyrsta lögreglukonan á Íslandi
árið 1954. Amma var bráðsnjöll
kona, gáfuð og klár. Hún lagði
mikla áherslu á góða menntun.
Ég vil því þakka ömmu fyrir alla
þá hvatningu sem ég fékk á
minni skólagöngu, fyrir hvað
mér hefur gengið vel og þann
metnað sem ég hef tamið mér
með hana mér við hlið.
Amma var alltaf tilbúin að lesa
allt yfir og var með svör við öllu,
hún var sneggri en allar bækur
og leitarvélar. Ef amma var ekki
á staðnum var ég sneggri að fá
svörin með því að taka upp tólið
og hringja í ömmu, mikið væri
gott að geta tekið upp tólið aftur
og átt samtal við ömmu.
Það voru fáar stundirnar þeg-
ar ég var með ömmu sem fólk í
kringum hana var ekki brosandi
eða hlæjandi. Þvílíkur húmor
sem konan hafði, ég þekki engan
sem er með jafn góðan húmor og
hún. Hún fékk mann alltaf til að
hlæja og syngja með sér. Ég á
ótal margar minningar með
henni þar sem við syngjum sam-
an. Þá sérstaklega í bílferðunum
okkar út á land, þar sem við fjöl-
skyldan vorum dugleg að
ferðast, og keyrðum í átt að
Akranesi og sáum Akrafjall, þá
sungum við alltaf lagið „Vor-
kvöld í Reykjavík“ eftir Sigurð
Þórarinsson. Við tókum alltaf öll
undir með ömmu hátt og snjallt
þegar kom að: „… Akrafjall og
Skarðsheiði eins og fjólubláir
draumar. Ekkert er fegurra en
vorkvöld í Reykjavík.“ Mikið
hugsa ég til þín þegar ég sé
Akrafjallið.
Bílferðirnar okkar út á land
voru ekki einungis söngur heldur
einnig fótaböð í hverjum einasta
læk sem amma kom auga á. Í
fyrstu fótaböðunum þurfti amma
að draga mig með en ekki leið á
löngu þar til við amma vorum
bestu fótabaðsvinkonur og skott-
uðumst alltaf saman tvær út í
læk. Amma sagði alltaf við mig
að það að baða sig í ísköldum læk
væri svo gott fyrir mann og sér-
staklega fyrir heilann. Enn í dag
tek ég undir orðin hennar ömmu
og mun alltaf gera.
Amma var alltaf jafn hrifin af
fallegu útsýni. Hún var svo stolt
af útsýninu úr stofuglugganum á
heimili sínu í Garðabænum þar
sem hún tók fjölda mynda. Hún
var alltaf jafn spennt fyrir að
sýna manni þær myndir þegar
maður kom í heimsókn. Útsýnið
var sérstaklega fallegt þar sem
hún bjó í sjöunda himni, eins og
amma sagði, þar sem hún bjó á
sjöundu hæð. Amma var með út-
sýni yfir Snæfellsjökul og þótti
henni gífurlega vænt um það þar
sem Snæfellsnesið var hennar
uppáhaldsstaður. Ég hugsa alltaf
til ömmu þegar ég geng strönd-
ina á Snæfellsnesinu, með tærn-
ar í sandinum, buslandi í sjónum
eða þegar ég horfi á Snæfellsjök-
ul. Mikið hafðir þú gott auga
amma.
Ég þakka þér fyrir allt sem þú
hefur gefið mér og kennt mér í
gegnum árin.
Ég á svo margar góðar minn-
ingar sem einkennast að hlátri,
söng og latínukennslu.
Hvíldu í friði amma, minning
þín lifir í hjarta mínu.
Þitt yngsta og besta barna-
barn, eins og lagið sem þú söngst
til mín áður ég fór að sofa,
Elísabet Snjólaug
Reinhardsdóttir.
Villa móðursystir mín var ein-
stök kona og stóra fyrirmyndin
mín í lífinu. Ég á henni óendan-
lega mikið að þakka.
Ég fæddist á 16 ára afmælis-
degi hennar og fékk að njóta
þess ævilangt.
Hún kallaði mig alltaf „bestu
afmælisgjöfina“ sína.
Hún gaf óöruggu barni full-
vissu um að vera dýrmætt, ráð-
villtum unglingi skilyrðislausa
væntumþykju og fullorðnu kon-
unni vináttu sína og tryggð,
sama hvað.
Svo var hún dásamlega
skemmtileg og aldrei hrædd við
að fara ótroðnar slóðir eða prófa
eitthvað nýtt. Hláturmild, hlý og
skapandi.
Þegar ég var níu ára veiktist
pabbi af berklum og mamma
þurfti að senda okkur tvö elstu
systkinin tímabundið frá sér til
ættingja. Þá bjó ég sumarlangt
hjá Villu og ömmu Elísabetu í
Miðtúninu í Reykjavík.
Á þeim tíma var tiltölulega
nýstofnuð innan lögreglunnar
sérstök kvenlögregludeild á Ís-
landi. Villa var fyrsta lögreglu-
konan á Íslandi sem starfaði inn-
an þessarar deildar og mér þótti
mikið til starfs hennar koma.
Þó ég væri ung að árum
skynjaði ég einlæga löngun
frænku minnar til að láta gott af
sér leiða í starfinu, fordómaleysi
hennar og velvild gagnvart þeim
sem höfðu orðið illa úti í lífinu og
hún hafði afskipti af. Mig langaði
að líkjast henni þegar ég yrði
stór.
Þegar ég varð erfiður ung-
lingur greip mamma oftar en
einu sinni til þess ráðs að fá Villu
frænku til að koma skynsemi inn
í höfuðið á mér. T.d. þegar ég
uppástóð að hætta í MA af því að
ég féll í stærðfræði eftir fyrsta
veturinn þar.
Mamma vissi sem var að Villa
náði til mín, að ég hlustaði á
hana.
Þegar Villa giftist Vernharði
Kristjánssyni rannsóknarlög-
regluþjóni og þau stofnuðu
heimili bjó amma Elísabet áfram
á heimili dóttur sinnar og gerði
alla tíð eða þar til hún þurfti orð-
ið á meiri umönnun að halda en
hægt var að veita i heimahúsi.
Venni var ömmu sem besti
sonur, dekraði við hana og smit-
aði hana og umhverfi sitt með
glaðværð og elsku, eins og Villa.
Það var einstaklega gott að
heimsækja þau og gaman að
vera með þeim.
Maður var svo innilega vel-
kominn, alltaf fagnað eins og
maður væri langþráður gestur.
Þannig var heimili þeirra. Þar
ríkti gestrisni og glaðværð.
Þetta upplifðu líka vinir og fé-
lagar dætranna tveggja, þeirra
Elísabetar og Sigríðar Snjólaug-
ar, og stundum virtist unga fólk-
ið ekkert síður vera að heim-
sækja húsráðendur og njóta
þess að spjalla við þau.
Eftir að Venni lést flutti Villa í
yndislega íbúð á sjöundu hæð í
blokk í Garðabæ þar sem útsýnið
var fagurt og vítt og hún undi sér
vel og sinnti sínum fjölmörgu
áhugamálum og félagsstörfum.
Þegar hún seinna flutti inn á
hjúkrunarheimilið Eir var hún
fljót að benda á og vera þakklát
fyrir gott útsýni úr herberginu
sínu. Jákvæðnin og góða skapið
fylgdu henni alltaf.
Hún var einfaldlega mikill
mannvinur, fordómalaus og
skilningsrík, skemmtileg og
skarpgreind. Gildin hennar hafa
orðið mér æ dýrmætari, vinátta
hennar ómetanlegur fjársjóður.
Veri hún kært kvödd, elsku
frænka mín, og hafi hún þökk
fyrir allt.
Jónína Elísabet
Þorsteinsdóttir
(Jóna Lísa).
Vilhelmína
Þorvaldsdóttir
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár