Morgunblaðið - 07.01.2021, Qupperneq 44
44 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2021
✝ Róbert ÓlafurGrétar McKee
fæddist 9. nóv-
ember 1954 á Sól-
vangi í Hafnarfirði.
Hann lést á heimili
sínu í Hafnarfirði
17. desember 2020.
Foreldrar Ró-
berts voru Jóna
Ólafsdóttir, f. 6.
nóv. 1936, d. 31.
ágúst 2020, og Ro-
bert Henry McKee, f. 27. des.
1929, d. 13. okt. 2005. Foreldrar
Jónu voru Margrét Jónsdóttir og
Ólafur Tryggvason, foreldrar
Roberts voru Norine og Ernest
Maxwell McKee.
Hálfsystkini Róberts sam-
mæðra eru Magnús, f. 1958,
Gyða, f. 1959, og Ásdís, f. 1963,
Ásgeirsbörn.
Hálfbræður samfeðra eru
Scott, Wayne, Loyd og Mark.
Hinn 23. maí 1992 kvæntist
Róbert Helgu Margréti Sveins-
dóttur, f. 20. maí 1959. Foreldrar
hennar eru Sveinn Sigbjörn Þór-
arinsson, f. 10. nóv. 1935, og
araskóla Íslands þar sem hann
lauk kennaranámi og nánast all-
an sinn starfsferil vann hann
sem kennari við smíðar, sér-
kennslu og fleira. Ýmsum trún-
aðarstörfum gegndi hann á veg-
um Félags grunnskólakennara.
Þá starfaði hann sem landvörður
í Þórsmörk á árum áður.
Á yngri árum áttu íþróttir
hug hans allan, þ. á m. knatt-
spyrna, handbolti, golf og hlaup.
Útivistarmaður var hann mikill
og unni náttúrunni. Áhugi hans
á skotveiðum og stangveiði
vaknaði snemma og voru ófáar
ferðirnar farnar með frændum
og vinum.
Róbert reisti fjölskyldu sinni
framtíðarheimili í Klukkubergi
18, Hafnarfirði. Þá gerði hann
upp gamalt hús á Breiðdalsvík
sem varð sælureitur fjölskyld-
unnar.
Í desember árið 2019 greind-
ist hann með þann óvægna
taugahrörnunarsjúkdóm MND.
Á innan við ári lagði sjúkdóm-
urinn hann að velli.
Útförin fer fram frá Fríkirkj-
unni í Hafnarfirði í dag, 7. jan-
úar 2021, klukkan 13.
Stytt slóð á streymi:
https://tinyurl.com/yxhxssde
Hægt verður að nálgast virk-
an hlekk á
https://mbl.is/andlat
Guðný Jóhanna
Eyjólfsdóttir, f. 10.
júlí 1936, d. 24. jan-
úar 2020. Börn Ró-
berts og Helgu eru:
Anton Sveinn
McKee, f. 18. des.
1993, og Karitas
Irma McKee, f. 16.
okt. 1996, unnusti
Högni Grétar Krist-
jánsson, f. 20. okt.
1996.
Róbert átti fyrir son, Arnar, f.
8. janúar 1976. Maki Marín
Ólafsdóttir, f. 21. júlí 1977. Börn
þeirra eru Gunnar, Auður,
Benjamín og Daníel.
Ungur var hann sendur í
Málaskólann Mími í Reykjavík til
að nema ensku svo hann gæti
skrifast á við ömmu sína sem bjó
í BNA. Hún hélt ætíð tengslum
við hann og urðu mjög góð sam-
skipti við fjölskyldu hans í
Bandaríkjunum og enn í dag,
sem voru honum afar dýrmæt.
Eftir hefðbundna skólagöngu
lá leið hans í Menntaskólann
Flensborg og síðar í Kenn-
Elsku hjartans Róbert minn
ég kveð þig hinstu kveðju.
Leiðir okkar lágu saman
haustið ’91 og eftir mjög svo
stutt kynni vorum við flutt í litlu
íbúðina mína á Flyðrugrandan-
um. Við vorum eins og sköpuð
hvort fyrir annað. Um vorið ’92
byrjaðir þú að byggja framtíð-
arheimilið okkar í Klukkubergi
18 í Hafnarfirði þar sem við
bjuggum alla tíð. Hinn 23. maí
það sama ár giftum við okkur í
Fríkirkjunni í Hafnarfirði og
fórum í brúðkaupsferðina á und-
an til Austurríkis á skíði. Vorið
’93 fluttum við síðan inn í húsið
okkar sem var ekki fullklárað
þá.
Anton Sveinn kom svo í heim-
inn 18. des. ’93 og Karitas Irma
16. okt. ’96. Fjölskyldan var þér
allt og lagðir þú ýmis áhugamál
þín á hilluna til að verja sem
mestum tíma í uppeldi barnanna
og samveru með fjölskyldunni
þinni. Fyrir átti Róbert soninn
Arnar, f. 8. jan. 1976.
Við vorum samhent og gerð-
um flesta hluti saman, stunduð-
um útivist og ferðumst mikið
með börnin okkar innanlands og
á hverju sumri leigðum við bú-
stað og ferðuðumst út frá hon-
um. Þú kenndir okkur að meta
landið okkar eins og þú gerðir
enda vel lesinn í landafræði og
jarðfræði. Svo var auðvitað
skroppið í sólarlandaferðir inn á
milli.
Minnisstætt er mér er við fór-
um í fyrstu ferðina okkar saman
til Bandaríkjanna til að heim-
sækja ættingja þína, Anton
Sveinn þá tveggja og hálfs og ég
ólétt að Karitas. Það var svo
ótrúlegt að upplifa þá tilfinningu
að þarna lágu rætur þínar og þú
svo mjög líkur þeim í háttum og
gjörðum. Ferðirnar urðu fleiri
og einnig heimsóttu ættingjar
þínir okkur til Íslands. Í byrjun
ágúst 2017 fórum við á ættarmót
fjölskyldu þinnar í Norður-Kali-
forníu og síðasta ferðin sem við
Róbert fórum saman var í febr-
úar 2018.
Saman deildum við miklum
áhuga á allri klassískri tónlist,
djassi, big band og fleiru og
nýttum hvert tækifæri að sækja
tónleika hér heima og erlendis.
Árið 2008 keyptum við gamalt
hús á Breiðdalsvík sem Róbert
að sjálfsögðu gerði upp af sinni
alkunnu snilld. Hann var sannur
lista- og framkvæmdamaður og
óhræddur að takast á við ný við-
fangsefni og ber fallega heimilið
okkar og Ás þess merki.
Við tók nýr kafli í lífi okkar
þegar ungarnir okkar voru
flognir úr hreiðrinu og við ætl-
uðum svo sannarlega að njóta
hvort annars í ellinni, ferðast og
upplifa. Siglingin um Miðjarðar-
hafið í júní í fyrra varð síðasta
ferðin sem við fengum að njóta
saman. Í desember 2019 var
elsku Róbert minn greindur með
þann óvægna taugahrörnunar-
sjúkdóm MND sem reyndist
honum mjög erfiður og dró mjög
hratt af honum. Hann var um-
vafinn ást og umhyggju og allt
gert til að létta honum lífið og
tilveruna. Að verða fangi í eigin
líkama varð honum um megn.
Við fáum aldrei skilið hvers
vegna Róbert, þessi hrausti og
líkamlega vel á sig komni maður,
hlaut þennan dóm. Ég þakka þér
fyrir þau tæp þrjátíu ár sem við
fengum saman elsku ástin mín.
Minning þín lifir í hjarta okkar.
Þín að eilífu,
Helga Margrét Sveinsdóttir.
Elsku pabbi minn. Ég vildi ég
hefði getað sagt þessi orð við
þig, þér við hlið á þinni hinstu
stundu. Það er vont að vita að þú
hafir farið í sumarlandið án þess
að fá að heyra mig segja við þig
einu sinni enn hversu mikið ég
leit upp til þín, hversu mikið ég
elskaði þig og hversu vænt mér
þótti um öll þau skipti sem þú
kenndir mér á lífið, þótt ég hafi
stundum streist á móti. Ég er
þakklátur fyrir allar þær stundir
sem við áttum saman og fyrir
alla þá kennslu sem þú veittir
mér í gegnum lífið, hún gerði
mig að þeim manni sem ég er í
dag og ég á þér allt að þakka
sem mér hefur tekist að áorka í
lífinu.
Það er eitt sem stendur upp
úr af öllu því sem þú kenndir
mér og það er það mikilvægasta
sem ég lærði af þér; að vera
sannur keppinautur. Þegar mér
gekk illa í keppnum og á æfing-
um kenndir þú mér að læra að
tapa með sæmd, horfa fram á
veginn og læra af mistökum, og
sjá hvað gera mátti betur fyrir
næstu tilraun. Ég man alltaf eft-
ir því þegar ég var fúll eftir lé-
legt sund og þú sagðir mér að ef
ég hætti ekki að haga mér eins
og sár tapari skyldi ég labba
heim. Þú kenndir mér að gefast
aldrei upp, sama hversu erfitt
verkefni lá fyrir eða óhugsandi
markmið þurfti að vera sett. Þú
hafðir alltaf trú á mér og gafst
aldrei upp á mér. Eftir sigrana
kenndirðu mér að fara ekki fram
úr mér, melta sigurinn og horfa
svo á hvaða markmið tækju við
næst. Ég gleymi því aldrei hvað
ég var glaður að sjá þig fyrir ut-
an sundlaugina eftir 200 m
bringuna á EM 2019 og eftir að
hampa framförum í smástund
var umræðan strax komin í hvað
hefði mátt fara betur og hvernig
við ætluðum að bæta það á æf-
ingum.
Ég veit ekki hversu oft þú
ræddir við mig um mismunandi
æfingaaðferðir, markmiðasetn-
ingu og hversu miklu máli það
skiptir að hvílast vel. Það síðasta
sem við ræddum saman í símann
var hvernig ég gæti nýtt sótt-
kvína í Covid yfir jólin í að hjóla
og af hverju það væri sniðug
hugmynd að færa áhersluna í
lyftingaherberginu á æfingar
með líkamsþyngd fyrir hendur
og axlir. Við ræddum þetta allt
saman því ég veit að þú syntir
alltaf með mér í hjartanu þegar
ég stakk mér í laugina. Allur sá
árangur sem ég náði var þér að
þakka. Þú vaktir mig alltaf
klukkan fimm á morgnana og
keyrðir mig á morgunæfingu,
sást til þess að ég færi ekki fram
úr mér með aukaæfingum eða
álíka vitleysu, að ég nærðist vel
og hjálpaðir við heimalærdóm-
inn svo ég gæti farið fyrr að
sofa. Minn árangur var og er
þökk sé þinum fórnum og
kennslu á lífið.
Ég verð alltaf þakklátur fyrir
það sem þú hefur gefið mér á
lífsleiðinni og ég vona að ég geti
verið jafn góður faðir og þú
varst í framtíðinni. Þín verður
sárt saknað og það verður erfitt
að halda áfram án þinna ráð-
legginga, en ég mun gera mitt
besta til að halda heiðri þínum á
lofti í öllu sem ég geri. Hlakka til
að synda með þér í Tókýó.
Sofðu rótt, ég elska þig.
Þinn
Anton Sveinn McKee.
Í dag kveðjum við ástkæran
mág og svila. Það var sárt að sjá
mann verða fanga í eigin líkama
án þess að geta komið vörnum
við og fráfall hans mikill missir
fyrir fjölskyldu og vini.
Róbert var einstakur náttúru-
unnandi og handverksmaður
mikill, maður sem alltaf hafði
orku til útivistar og vinnu.
Handverk hans er að sjá víða
þar sem að hann aðstoði marga
við smíðar og skapaði fallega
hluti í höndunum. Auk þess var
hann veiðimaður af lífi og sál.
Þær voru ófáar stundirnar
sem við áttum í Laufhaganum í
matarboðum og margt skegg-
rætt. Róbert var nú ekki endi-
lega sammála í einu og öllu og
hafði hann, að við höldum, pínu
gaman af því að vera aðeins
ósammála í mörgum málefnum
sem tekin voru fyrir. Áttum ynd-
islegar stundir í vor á Breiðdals-
vík en þar hafa Róbert og fjöl-
En minningarnar eru margar
og góðar. Skíðaferðir, borðtenn-
is í kjallaranum hjá honum,
íþróttir, smíði og fleira kemur
upp í hugann. Alltaf var hann
tilbúinn að hjálpa og ég gleymi
líklega aldrei þeirri stundu þeg-
ar ég sá hann koma upp inn-
keyrsluna heima á Suðurgötu,
með verkfæri í höndum, kominn
til að hjálpa mér við tröppusmíði
þegar ég hélt að enginn gæti að-
stoðað og ég á leið úr landi.
Hann kastaði til hliðar öðrum
verkum og kom.
Róbert var mikill íþróttamað-
ur og keppnismaður. Hann var
öflugur liðsmaður FH í milli-
vegalengdahlaupum og hafði
sérstaklega heillaður af 800 m
hlaupum enda þurfti að beita
bæði herkænsku og skynsemi í
þeim hlaupum. Og til gamans
má geta að hann á enn 18. besta
tíma FH-inga í þeirri grein inn-
anhúss.
Róbert hafði ríka réttlætis-
kennd og lét skoðanir sínar á
málefnum óspart í ljós. Hann lá
ekki á liði sínu ef taka þurfti á
málum og var með afbrigðum
hjálpsamur. Hann var handlag-
inn með afbrigðum og smiður
góður hvort heldur á tré sem
málm og múrverk vafðist heldur
ekki fyrir honum. Nemendur
hans í smíði nutu góðs af hæfi-
leikum hans og metnaði og hafa
eflaust ekki getað fengið betri
handavinnukennara. Var sér-
staklega gaman að hafa fengið
tækifæri til að heimsækja hann í
skólastofu og upplifa.
Það var sárt að sjá hann berj-
ast við óvæginn sjúkdóm sem
tók allt hans þrek á stuttum
tíma og getu til að gera það sem
hann var vanur að gera. Við
söknum góðs vinar en ég kýs að
minnast hans af öllu því sem fær
mann til að brosa og gera mann
þakklátan, því efst í huga er
þakklæti fyrir samferðina öll ár-
in.
Við Kristjana vottum fjöl-
skyldu hans allri samúð, Helgu,
sem sér á eftir ástkærum maka
og vini og börnum þeirra Antoni
Sveini og Karitas Irmu og
Arnari sem fæddist á mennta-
skólaárum okkar.
Minning um góðan dreng lifir.
Guðni Gíslason.
Jæja elsku vinur, þá er komið
að kveðjustund, loksins laus úr
þeirri prísund sem þessi sjúk-
dómur skapaði. Þrátt fyrir þenn-
an mikla mótbyr sem þú varst að
berjast við þá barstu þig alltaf
vel, alltaf stutt í brosið og hlát-
urinn. Ég þakka vinskapinn og
öll samtölin. Vildi að við hefðum
getað kynnst á öðrum forsend-
um og átt fleiri samtöl. Þú munt
ávallt eiga stað í huga mínum og
hjarta.
Þinn vinur,
Bjarni Birgir.
Ég kynntist Róbert fyrst þeg-
ar ég hóf störf sem kennari við
Vatnsendaskóla í Kópavogi, en
þá hafði hann verið þar kennari
um nokkurra ára skeið. Með
okkur tókst fljótlega ágætur
kunningsskapur sem hélst þar
til yfir lauk.
Róbert var ekki allra, hann
gat verið orðhvass, einkum á
fundum kennara, og kunnu kon-
urnar ekki alltaf að meta orðfæri
hans. Hann var mjög fastur fyrir
þegar kom að starfsréttindum
og launamálum samkennara,
enda gegndi hann ósjaldan stöðu
trúnaðarmanns. Hann kunni
kjarasamninga kennara utan að,
þar mátti treysta hans leiðsögn.
Róbert hafði sterkar skoðanir á
þjóðmálum og tókumst við fé-
lagarnir oft á um þau og þá voru
ekki spöruð stóru orðin. En þeg-
ar upp var staðið og kaffitíminn
búinn vorum við sömu félagarnir
eftir sem áður.
Þótt Róbert hafi ekki verið
allra þá var hann góður drengur
með stórt hjarta og afar hjálp-
samur þegar því var að skipta,
vildi leysa hvers manns vanda.
En það voru margir sem mis-
skildu hann.
Ég er nokkuð viss um að ef
Róbert hefði tamið sér mildara
orðfæri hefði hann getað náð
langt í félagsmálum, hann var
skarpgreindur og góður grein-
andi, fljótur að tileinka sér
flókna hluti.
Ég vil að lokum votta fjöl-
skyldu hans, Helgu, börnum
þeirra og öðrum aðstandendum,
innilega samúð.
Minning um góðan félaga og
litríkan samstarfsmann er ljós-
lifandi. Kveð þig með djúpri
virðingu og söknuði.
Einar Baldursson.
Það var eins og allt lifnaði við
um leið og þú birtist, því það
fylgdi þér svo mikill kraftur og
glaðværð. Það var virkilega
ánægjulegt að Helga Margrét
skyldi kaupa sér hús á Breið-
dalsvík eins og við Sveinn. Þú
byrjaðir strax að vinna í þessu
húsi ykkar, útbjóst einkar fal-
lega og snotra íbúð og varst
byrjaður á að útbúa aðra í hinum
enda hússins. Þú komst næstum
alltaf í heimsókn til okkar er þú
komst austur að vinna. Við
spjölluðum mikið saman enda
varst þú hafsjór af fróðleik og þó
að ég væri miklu eldri en þú
lærði ég margt og mikið af þér.
Þú varst snillingur í eldhúsinu,
tókst stundum þátt í matseldinni
með mér og áttir það til að færa
mér eitthvað sem tengdist elda-
mennskunni. Ég gleymi aldrei
fallega brosinu þínu er þú leist á
mig þegar ég smakkaði sósuna
sem þú útbjóst með steikinni.
Ég hef aldrei smakkað eins góða
sósu, hvorki fyrr né síðar. Þegar
við þurftum að fá nýjar rúður í
stofugluggana okkar vannst þú
auðvitað það verk og komst líka
með glerið að sunnan til þess að
spara okkur sendingarkostnað.
Eitt sinn var Sveinn minn ný-
kominn úr aðgerð frá Akureyri
og átti frekar erfitt með að setj-
ast á rúmið. Þú fannst strax
lausn á þessu og smíðaðir upp-
hækkun og komst með í næstu
ferð austur. Svona varstu ávallt,
hugulsamur gagnvart okkur.
Ég sakna þess tíma er þú
komst til okkar. Það var mikið
spjallað og mikið hlegið. Það var
sko engin lognmolla í kringum
þig. Þú áttir stundum til að
hækka róminn ef umræðan var
um ranglæti sem einhver hafði
orðið fyrir. Þú barðist fyrir rétt-
læti og varðir alltaf þá sem
minna máttu sín.
Postulinn forðum
Páll víst reit
um kærleikans kost og leiðir.
Misvel gengur
mönnum breyskum
náðargáfur nýta sínar.
Vel er þeim
er veginn rata
samferðamönnum til sælu.
Þér var gefin
sú gjöfin stóra,
með gleði strá gæfuljósi.
Náttúrunnar
nýttir orku
lífs á leikvangi.
Útgeislun hlý
anda heilbrigðs
heilar næm hjörtu.
Með alúð stakri
og elsku muna
verk þín af göfgi vannst.
Ljúfu brosi
léttir vinum.
Hönd þín til hjálpar fús.
Svipt er mörgum
af sviði lífs
er mest eiga munargæða.
Sæta mega
sárum harmi
þau innilegast elska.
(GMB)
Elsku Helga Margrét, börn
og aðrir aðstandendur, innilegar
samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning Róberts McKee.
Guðríður Guðbjartsdóttir.
Róbert Ólafur
Grétar McKee
skylda byggt upp sælureit.
Einnig minnumst við frábærrar
ferðar sem við fórum á Eyja-
fjallajökul og Þórsmörk en þar
hafði Róbert verið landvörður
um árabil. Á erfiðum stundum
er gott að ylja sér við góðar
minningar og að leiðarlokum
þökkum við Róberti samfylgd-
ina.
Elsku Helga Margrét, Anton
Sveinn og Karitas Irma. Sökn-
uðurinn er sár en eftir situr
djúpt þakklæti fyrir lífið með
Róberti og minningarnar ómet-
anlegu.
Hér við skiljumst
og hittast munum
á feginsdegi fira;
drottinn minn
gefi dauðum ró,
hinum líkn, er lifa.
(Úr Sólarljóðum)
Minning þín lifir.
Árni Þór, Linda Dögg
og synir.
Í dag verður mágur minn og
svili, Róbert Ólafur Grétar
McKee, borinn til grafar eftir
hetjulega baráttu við tauga-
hrörnunarsjúkdóminn MND
sem hann hafði greinst með fyrir
um ári. Róbert sýndi mikinn
kjark og æðruleysi í þessu ferli
öllu og reyndi að halda í glað-
værðina sem honum var eðlis-
læg. Það var stutt í fallega bros-
ið hans og húmorinn en þrátt
fyrir veikindin hafði hann sterk-
ar skoðanir á málefnum líðandi
stundar og tjáði sig um þær. Við
Róbert vorum ekki alltaf á einu
máli um pólitík og skiptumst
gjarnan á skoðunum. Róbert var
handmenntakennari að mennt,
kunni vel til verka og bera bæði
húsið þeirra í Klukkuberginu
sem hann byggði sjálfur og hús-
ið á Breiðdalsvík sem hann gerði
upp því fagurt vitni. Það gladdi
Róbert mjög þegar Karitas hóf
nám í húsgagnasmíði við Tækni-
skólann nú í haust þar sem hann
gat miðlað henni af þekkingu
sinni og reynslu. Róbert var
mikill útivistaramaður og unni
náttúrunni og hafði verið land-
vörður í Þórsmörk nokkur sum-
ur þegar hann var við nám.
Helga og Róbert voru frábærir
gestgjafar enda bæði frábærir
kokkar og fengum við að njóta
árangurs Róberts af rjúpna- og
hreindýraveiðum. Annars hitt-
umst við systurnar, makar og
börn oftast heima í Laufhagan-
um á Selfossi hjá mömmu og
pabba og var þá glatt á hjalla.
Mér fannst við eiga eftir að gera
svo margt saman við systurnar
og makar en þannig týnist tím-
inn. Elsku Helga Margrét, Ant-
on Sveinn og Karitas Irma, Guð
styrki ykkur í sorg ykkar. Sökn-
uður ykkar er mikill en eftir
stendur minning um einstakan
mann og góðan vin eins og segir
í textanum: „Þú fagra minning
eftir skildir eina.“ Þér Róbert
minn þökkum við samfylgdina,
hvíl þú í friði.
Kveðja,
Steinunn og Eyjólfur.
Æskufélagi, nágranni og
tryggur vinur, Róbert Ólafur
Grétar McKee, er farinn heim
eins og það er orðað í skátunum.
Við kynntumst reyndar ekkert í
skátunum, hann var í Ránfugl-
um en ég í Riddurum. Við viss-
um af hvorum öðrum á Holtinu
sem krakkar en kynntumst svo
ekki fyrr en við fórum í mennta-
skóla. Við kynntumst í Flens-
borg af því að við vorum öðru-
vísi; við klæddum okkur eftir
veðri, við komum með nesti með
okkur í skólann og við komum
oft á hjóli í skólann. Þetta þótti
skrýtið þá.
Fráfall Róberts var mikið
áfall, og það er sárt að horfa til
baka og átta sig á því að sam-
skiptin hefðu getað verið meiri
síðustu mánuði. Covid-19 var
hindrun og kannski meiri en hún
þurfti að vera.