Morgunblaðið - 07.01.2021, Side 47

Morgunblaðið - 07.01.2021, Side 47
MINNINGAR 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2021 ✝ GuðbjörgSvava Eysteinsdóttir fæddist á Bræðra- brekku í Bitrufirði 3. febrúar 1924. Hún lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 22. desember 2020. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Magðalena Skúla- dóttir, f. 14. desem- ber 1989, d. 6. júlí 1978, og Ey- steinn Eymundsson, f. 10. ágúst 1889, d. 30. janúar 1982. Svava var næstelst fjögurra systkina, hin eru: Torfi, f. 22. júlí 1920, d. 11. júlí 1954, Ólafur Skúli, f. 30. ágúst 1928, og Kristjana Lilja, f. 14. nóvember 1933, d. 1. janúar 2019. Hinn 29. júní 1946 gekk Svava að eiga Halldór Jónsson frá Broddadalsá í Kollafirði, f. 10. júní 1913, d. 25. ágúst 2001. brekku til níu ára aldurs, en flutti þá með fjölskyldu sinni að Gilsfjarðarbrekku í Gilsfirði. Hún var í Húsmæðraskólan- um á Staðarfelli 1943-1944. Hún flutti að Broddadalsá 1945 er hún hóf búskap með Halldóri og bjuggu þau þar þangað til hann lést. Hún hafði meðal ann- ars áhuga á heilsufari og ætt- fræði og hannyrðum ýmiskon- ar. Eftir andlát Halldórs flutti Svava að Hjallabraut 33 í Hafn- arfirði. Hún dvaldi á Brodda- dalsá í mörg sumur, eða þangað til aldur og heilsa tóku völdin. Árið 2013 flutti hún á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útför Svövu fer fram frá Hólmavíkurkirkju í dag, 7. jan- úar 2021, klukkan 14. Einungis nánustu ættingjar verða við- staddir útförina. Streymt verður frá útförinni í facebookhópnum Útför Guð- bjargar Svövu Eysteinsdóttur. Slóðin er: https://www.facebook.com/ groups/3768958526481442 Virkan hlekk á slóð má nálg- ast: https://www.mbl.is/andlat Foreldrar hans voru Jón Brynjólfs- son, f. 25. júní 1875, d. 11. júlí 1940, og Guðbjörg Jónsdóttir, f. 11. júlí 1873, d. 10. desember 1952. Þau bjuggu á Broddadalsá. Börn Svövu og Halldórs eru: 1) Gunnhildur, f. 7. mars 1946, eiginmaður Sig- urkarl Ásmundsson. 2) Ásdís, f. 24. apríl 1947, eiginmaður Pálmi Ásmundsson, látinn. 3) Guðrún, f. 31. maí 1949, eig- inmaður Már Sveinbjörnsson. 4) Torfi, f. 29. maí 1954, eiginkona Unnur Þorgrímsdóttir. 5) Jón, f. 11. apríl 1961. Barnabörnin eru 18, lang- ömmubörnin 25 og langalang- ömmubörnin níu. Svava ólst upp á Bræðra- Við lát góðs vinar sækja minningarnar á hugann og ég rifja upp okkar góðu kynni, frá því við hittumst fyrst árið 1970. Ég fór norður á Broddadalsá um páska með kærustunni minni til að hitta tengdaforeldr- ana í fyrsta sinn. Veðrið var snarvitlaust þegar kom út Hrútafjörðinn og ekki sást út fyrir vegkantinn alla Bitruna og yfir Ennisháls. Neðst við Enn- ishálsinn norðanverðan yfirgáf- um við rútuna og gengum heim um 200 metra og sáum varla handa skil. Þó rákumst við á hesthúsið og þá vissi Gunna hvar við vorum stödd. Fiðring- urinn í maganum var fljótur að hverfa þegar inn var komið, ég boðinn velkominn til þeirra Svövu og Halldórs og mér varð strax ljóst að hér hitti ég fyrir öðlingsfólk. Það er langt síðan ég hætti að vera gestur á Broddadalsá. Gestrisin voru þau alla tíð Svava og Halldór og þegar gest bar að garði var honum boðið inn í kaffi og spjall. Ég minnist Svövu sérstak- lega fyrir rósemina og jafnaðar- geðið. Það var sama hvað gekk á, alltaf var hún róleg og yf- irveguð. Það vakti strax at- hygli mína að hún hafði blóma- potta í gluggakistum, þar sem hún sáði ýmsum fræjum, svo sem fyrir tómötum, paprikum og öðrum fræjum sem féllu til. Hún var natin við skrúðgarð- inn sinn, sunnan undir eldhús- veggnum, þótt plönturnar ættu stundum erfitt uppdráttar vegna kulda og trekks. Ættfræðin var eitt af hennar aðaláhugamálum og var með ólíkindum hvað hún gat rakið ættir í allar áttir og langt aft- ur. Það gat stundum verið erf- itt að fylgja henni eftir, þegar hún byrjaði, sérstaklega þegar hún tók hliðarspor frá ætt- leggnum sem hún var að rekja og tengdi enn fleira fólk saman. Hún sagði frá því að hún hefði verið afar áhugasöm fyrir hestum og útreiðum og hefði stundað þær á yngri árum. Þegar Halldór féll frá árið 2001 keypti Svava sér íbúð á Hjallabraut 33 í Hafnarfirði, aðeins steinsnar frá okkur Gunnu. Við höfðum áhyggjur af því að hún yrði einmana, þekkj- andi fáa. En annað kom á dag- inn. Hún var fljót að eignast vini og var afar vinsæl og hjálp- leg í hópnum. Hún ferðaðist talsvert eftir að hún kom suður. Meðal ann- ars fór hún til Danmerkur, Skotlands, ökuferð um sunnan- verða Evrópu og til Flórída í Bandaríkjunum. Eftir að hún missti hægri fótinn vegna krabbameins dró úr ferðalögum og hægðist veru- lega um. Hún flutti inn á Hrafnistu um páska árið 2013 og bjó þar til æviloka. Hún hafði, meðal annars, fyrir sið að fara út fyrir anddyri Hrafnistu til að gá til veðurs og fá sér frískt loft. Hún kom annað slagið til okkar í mat og kaffi enda aðeins um 500 metrar á milli okkar. Í góðu veðri líkaði henni best ef ég ók henni í hjólastólnum á milli húsanna, þá fékk hún bæði frískt loft og gat virt fyrir sér byggðina og gróðurinn á leiðinni. Svava hefði orðið 97 ára 3. febrúar næstkomandi þannig að hún átti langa og farsæla ævi. Hún lést þriðjudaginn 22. des- ember sl. og fékk friðsælt and- lát en það var einmitt nákvæm- lega eins og hún vildi hafa það. Ég kveð Svövu tengdamóður mína með mikilli virðingu og hlýhug og veit að nú hefur hún fundið Halldór sinn í Sumar- landinu eilífa. Már Sveinbjörnsson. Ég var svo heppin að fá að kynnast öllum mínum öfum og ömmum vel, en engum jafn vel og henni ömmu Svövu. Það er svo furðulegt að kveðja ein- hvern sem maður hefur þekkt svona vel og lengi. Allir sem þekktu ömmu vita hversu ein- stök manneskja hún var. Þol- inmóðari, glaðlyndari og ein- lægari manneskju er erfitt að finna. Þegar ég rifja upp allar góðu minningarnar þá finnst mér eins og ég hafi fengið að eiga tvær ömmur, fyrst ömmu í sveitinni og svo ömmu í Hafn- arfirðinum. Amma bakaði bestu kökur sem ég hef smakkað og virtist aldrei hafa neitt fyrir því. Hafravínarbrauðin og heima- gerðu flatkökurnar myndu gera alla bakara landsins afbrýði- sama. Hún var með eindæmum góð við dýrin, laumaði án efa hundinum oftar inn en afi vissi og hafði einstakt lag á hæn- unum. Mér er það svo minn- isstætt þegar ég fór með ung- lingssveitadrengnum (nýkominn með byssuleyfi) nið- ur í fjöru að æfa sig. Stolt kom- um við til ömmu og sögðumst hafa skotið skarf. Sú gamla sagði ekki orð heldur fór í fjör- una, sótti skarfinn, sauð hann og lét okkur borða hann. Skila- boðin voru skýr: maður étur það sem maður drepur. Náttúran var ömmu alltaf mikilvæg og hún var alveg full- viss um að enginn kvilli væri það slæmur að ekki mætti laga hann með fjallagrösum og hvít- lauk. Eftir að afi dó og amma flutti að mestu suður þá varð ég svo heppin að hún flutti í Hafn- arfjörðinn og því urðu heim- sóknirnar miklu fleiri. Amma sýndi á sér alveg nýja hlið. Hún elskaði falleg föt og leyfði sér að kaupa rauða stólinn sem hana hafði svo lengi langað í. Hún sökkti sér í handvinnu og skipti þá engu hvort um var að ræða prjóna, mála myndir eða búa til skartgripi, allt sem hún gerði var svo fallegt. Hún eign- aðist svo margar vinkonur og mátti aldrei aumt sjá, alltaf var hún mætt hvort sem var til að aðstoða eða bara fá sér smá púrtvín og hlusta. Þegar hún greindist með krabbameinið og ljóst var að hún yrði bundin við hjólastól vissi maður að mikið var af henni tekið, en aldrei lét hún eitt neikvætt orð falla. Hún fann alltaf ljósu punktana í öllu og sagði aldrei neitt í geð- vonsku. Í staðinn fyrir að ganga um bæinn eins og hún var vön þá fékk hún sér raf- skutlu og fór örugglega hraðar um en margir jafnaldrar henn- ar. Það var ein mesta lukka í mínu lífi að fá Svövu fyrir ömmu, hún var svo hlý og mjúk og gaf manni alltaf langbesta faðmlag sem hægt var að óska sér. Hún heilsaði manni alltaf og kvaddi með svo einlægum kveðjum og alltaf fékk maður tvo kossa, því einn var ekki nóg. Það er í algerri eigingirni að ég syrgi andlát ömmu sem náði nærri 97 ára aldri, því hún var svo innilega búin að skila heim- inum betri en þegar hún kom í hann og á hvíldina skilið mest af öllum. Jóhanna Másdóttir. Guðbjörg Svava Eysteinsdóttir ✝ IngigerðurBenedikts- dóttir fæddist á Brúará í Kaldrananes- hreppi á Ströndum 6. október 1927. Hún lést á hjúkr- unar- og dval- arheimilinu Brák- arhlíð í Borgarnesi 24. desember 2020. Hún var dóttir hjónanna Bene- dikts Sigurðssonar, f. 1899, d. 1965, og Guðríðar Áskels- dóttur, f. 1899, d. 1935, og átti átta alsystkin og 13 hálf- systkin. Seinni kona Benedikts var Hjálmfríður Lilja Jóhanns- dóttir, f. 1913, d. 2000. Eiginmaður Ingigerðar var Guðmundur Sigurðsson frá Kolsstöðum í Hvítársíðu, f. 14.12. 1931, d. 1982, sonur hjónanna Sigurðar Guðmunds- sonar, f. 1888, d. 1982, og Kristínar J. Amalíu Þorkels- dóttur, f. 1894, d. 1981. Synir Ingigerðar og Guð- mundar eru: 1) Sigurður, f. 30.1. 1952, kona hans Margrét Gyða Jóhannsdóttir, f. 1961. Börn þeirra eru Guðmundur Hjalti, f. 1984, maki Sylvía Björg Kristinsdóttir, f. 1990, og Lára Dröfn, f. 1998, maki Njáll Laug- dal Árnason, f. 1997. 2) Jakob, f. 7.3. 1965, kona hans Dóra S. Gísladóttir, f. 1966. Börn þeirra eru Linda Björk, f. 1990, Viktor Ingi, f. 1992, maki Auður Þórðardóttir, f. 1991, barn þeirra Auðunn Jak- ob, f. 2020. Lilja Hrönn, f. 1995, maki Declan Redmond, f. 1994. Ingigerður og Guðmundur bjuggu á Kolsstöðum í Hvít- ársíðu í Borgarfirði frá 1952 og þar til Ingigerður brá búi rúmu ári eftir andlát Guð- mundar og fluttist í Borgar- nes. Þar bjó hún allt til enda. Hún vann ýmis störf á lífs- leiðinni. Starfsferil sinn endaði hún á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi, síðar kallað Brák- arhlíð, og var að lokum heimili hennar. Útför Ingigerðar fór fram frá Borgarneskirkju 6.1. 2021. Elsku mamma. Þú ert vænt- anlega hvíldinni fegin. Það átti ekki við þig að vera upp á aðra komin, þú varst vön því að vera eitthvað að gera og hjálpa öðrum. Samningurinn sem við gerðum stóð held ég alveg þannig að á hvorugt hallaði. Og það var okkur báðum mik- ilvægt að hann stæði. Þú varst alltaf tilbúin til að aðstoða mig og mína fjölskyldu og leiðbeindir okkur og sérstaklega krökkunum á þinn hljóðláta hátt. En það óð enginn yfir þig og það gat alveg hvesst svolítið. En þá var það venjulega þegar einhver gerði eitthvað á hlut fólksins þíns. Minningarnar eru margar og dagarnir í sveitinni eru ofarlega í huga. Þar unnum við mikið sam- an og sérstaklega þegar við vor- um bara tvö eftir. Tilfinningar barstu ekki á torg og það var ekki fyrr en mörgum árum síðar sem ég komst að því hvernig þér leið. Lífið var ekki alltaf auðvelt, en þú tókst á við það á þinn hátt. Við fjölskyldan í Garðavíkinni eigum þér mikið að þakka og söknum þín mikið. Þú skilar svo kveðju þarna yf- ir. Jakob (Kobbi). Ingigerður Benediktsdóttir Ástkær faðir okkar, bróðir, tengdafaðirog mágur, EINAR HALLSSON hestabóndi, Hólum í Flóa, lést af slysförum fimmtudaginn 3. desember. Útför hans fer fram frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 9. janúar klukkan 13. Í ljósi aðstæðna er athöfnin aðeins fyrir nánustu aðstandendur, streymt verður frá athöfninni á vefslóðinni https://promynd.is/einarh? Blóm og kransar eru afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast Einars er bent á Alzheimersamtökin. Sophia Oddný Sigurður Elmar, Elín Hulda og börn Guðmundur, Hrefna Sigríður og börn Elsku hjartans móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ANSNES, Núra, lést miðvikudaginn 23. desember á heimili sínu. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Kærar þakkir færum við starfsfólki Heru fyrir auðsýnda alúð og hlýju. Esther J. Steinsson Jóhann Einarsson Sólveig Steinsson Gísli Sigurgeirsson Halla Steinsson Valdís Harrysdóttir S.T. Czarnecki Inger S. Steinsson Eiríkur K. Gunnarsson Anna Rut Steinsson Þorvaldur A. Steinsson Sara Halldórsdóttir ömmu- og langömmubörnin Elsku amma Día. Það er erfitt að lýsa því í stuttri grein hversu mikið þú átt í mér og hversu mikið ég mun sakna þín. Þú varst ekki þessi „týpíska“ amma sem bakar allar helgar og prjónar þess á milli. Þú varst amman sem sótti mig alltaf í skólann þegar ég fékk mígreni. Þú varst amman sem spilaði undir á píanó þegar ég æfði mig á básúnuna. Þú varst amman sem skutlaði mér á fjöldann allan af íþróttamótum og keppnum. Þú varst amman sem hafði tilbúinn hádegismat fyrir mig á hverjum degi þegar ég var í MH. Þú varst amman sem las yfir allar ritgerðir hjá mér og leiðréttir af þinni al- kunnu snilld. Þú varst amman sem var alltaf til staðar. Und- antekningarlaust. Það þarf ekki að vera slæmt að minningarnar um þig séu ekki Þórdís Þorvaldsdóttir ✝ Þórdís Þor-valdsdóttir fæddist 1. janúar 1928. Hún lést 13. desember 2020. Útför Þórdísar fór fram 30. desem- ber 2020. kleinulykt og lopa- peysur. Minning- arnar sem ég á um þig eru svo miklu stærri og meiri. Það sem þú hefur kennt mér er að dugnaður er nauð- synlegur. Nýtni er af hinu góða. Allir eru jafnir og að hjálpsemi eigi alltaf að vera í fyrirrúmi. Svínabeinin á föstudögum, innkaupin á laugardögum, sunnudagsbíltúrarnir með þér og afa Jóni – endurtekið hverja einustu helgi í mörg ár. Sam- verustundir sem ég vona að ég muni sjálfur eiga með mínum barnabörnum í framtíðinni. Elsku amma Día. Ég verð þér ævinlega þakklátur fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Hvernig þú tókst Katrínu minni opnum örmum og að strákarnir okkar hafi fengið nokkur ár með þér. Ég mun alltaf halda minningu þinni á lofti og ég mun gera mitt besta til að halda í þau gildi sem þú lifðir eftir. Ég mun alltaf elska þig út af lífinu. Takk fyrir allt. Þú ert best. Knús til þín, elsku amma Día. Lárus Jón, Katrín og strákarnir. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og við- eigandi liður, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felligluggan- um. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.