Morgunblaðið - 07.01.2021, Síða 48
48 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2021
Það fór svo að
systradæturnar og
nöfnurnar kvöddu
báðar með fárra
mánaða millibili árið 2020. Í upp-
vextinum voru þær gjarnan kall-
aðar Litla og Stóra vegna tveggja
ára aldursmunar. Litla, Bryndís
Jónsdóttir, varð þó fljótt sú
stærri, hávaxin og glæsileg með
dillandi hlátur og útgeislun. Hún
var og verður mikil og góð fyr-
irmynd og sérstaklega er mér
heiður að því að eiga sama afmæl-
isdag og Bryndís Jóns.
Minningabrotum skýtur upp í
hugann.
Fyrst ber að nefna gömlu góðu
dagana á Laugarásveginum þar
sem samgangur fjölskyldna á 61
og 63 var mikill. Við krakkarnir
lékum okkur saman og svo voru
drekkutímar. Hjá Bryndísi feng-
um við stundum kókómalt og
kremkex sem sjaldan var í boði á
63.
Næst bregður Bryndísi fyrir í
dyragættinni á herbergi Herdís-
ar. Ég mátti gista og komið var
fram yfir miðnætti „Er þetta ekki
orðið ágætt?“ spyr Bryndís. Við
Bryndís Jónsdóttir
✝ Bryndís Jóns-dóttir fæddist
7. september 1925.
Hún lést 26. des-
ember 2020.
Útför Bryndís-
ar fór fram 6. jan-
úar 2021.
Herdís vorum á fullu
að innrétta hús fyrir
Barbie og Ken og
ekki baun syfjaðar.
Herdís var sjálfsagt
með þeim fyrstu á Ís-
landi að eignast þetta
flotta par, það hafði
hún fengið að gjöf frá
Níní móðursystur
sinni í Bandaríkjun-
um.
Þá bregður fyrir
mynd af Bryndísi við skrifborð á
Ljósprentstofu Sigríðar Zoega &
Co; ákveðnum, rólegum og sann-
gjörnum yfirmanni þess góða
fyrirtækis. Því kynntumst við
systkin á 63 í sumarvinnu þar.
Fyrir nokkrum árum kom ég
að mannlausu húsi mömmu. Jón-
as var í garðverkum á 61 og sagði
mér að þær nöfnur væru þar inni
í konunglegu brúðkaupi. Mikið
rétt, þarna sátu þær svo huggu-
lega í sjónvarpsherbergi Bryn-
dísar og horfðu á beina útsend-
ingu frá brúðkaupi Svíaprinsessu
með öl og danskt smörrebröd
sem Bryndís hafði töfrað fram.
Þetta var henni líkt, fallega fram-
reiddar veitingar en aðalatriðið
að „hygge sig“.
Allt lék í höndum Bryndísar.
Hún var prjónakona par excel-
lence og ónefnt er þá allt sem hún
saumaði. Sængurgjöfin frá henni
þegar Halldór sonur minn fædd-
ist var heilt heimferðarsett, tel
reyndar að það hugtak hafi ekki
verið til á þeim tíma. Ég held
mikið upp á mynd sem tekin er
við innganginn á 61: Bryndís
heldur á Halldóri í fína settinu og
Snæbjörn á heimiliskettinum
Snjólfi. Þá rifjast líka upp þegar
Bryndís kom út á tröppur til að
kalla á Snjólf heim í matinn.
Við Dagný systir heimsóttum
Bryndísi síðsumars 2020 á fallegt
heimili hennar í Mörkinni og nut-
um málverka föður hennar og
ljósmynda móður hennar. Það
var svo gaman að hlusta á Bryn-
dísi lýsa myndunum. Fallega,
stóra málverkið af blómvendin-
um var trúlofunargjöf frá föður
hennar. Lýsing á því þegar þær
nokkrar frænkur og vinkonur á
unglingsaldri fengu að dvelja ein-
ar í bústað á Þingvöllum var stór-
skemmtileg og Bryndís hló sínum
smitandi hlátri. Þá barst í tal
morgunkaffi Bryndísanna til
skiptis á Laugarásveginum. Ein
hringing annarrar til hinnar var
merki um að allt væri tilbúið.
Við Atli Rúnar sendum börn-
um Bryndísar og fjölskyldum
þeirra innilegar samúðarkveðjur.
Hún skilur eftir sig margar hlýj-
ar og góðar minningar sem við
erum þakklát fyrir að eiga nú
þegar komið er að leiðarlokum.
Guðrún Helgadóttir.
Elsku Bryndís amma og
langamma. Á kveðjustundu erum
við fyrst og fremst afar þakklát
fyrir allan tímann sem við feng-
um með þér.
Þegar hugsað er til baka þá
eru það allar góðu samveru-
stundirnar sem standa upp úr.
Það yljar að hugsa til baka um öll
þau ævintýralegu matarboð sem
haldin voru á Laugarásveginum,
þar sem amma bjó í rúmlega 60
ár við hliðina á æskuvinum sínum
en samband þeirra ömmu og
Bryndísar Þorsteins var ekkert
minna en einstakt.
Á seinni árum var alltaf til-
hlökkun að koma í kaffi og ræða
atburði líðandi stundar en hún
vissi alltaf best allra í fjölskyld-
unni hvað var að gerast hjá ætt-
ingjum okkar, hvaða veislur voru
fram undan, hver í fjölskyldunni
væri að fara til útlanda eða hvað
væri að gerast í heimsfréttunum.
Amma Bryndís var alltaf höfðingi
heim að sækja, hvort sem það var
í mat eða drykk. Krakkarnir
munu heldur aldrei gleyma
nammiskálinni góðu í stofunni
með sínum óþrjótandi birgðum,
sem endalaust var laumast í.
Sumarbústaðaferðirnar í
Hvalfjörðinn, þar sem stórfjöl-
skyldan hittist í desember ár
hvert til að sækja jólatré og
borða nesti, voru alltaf ævintýri
og nokkuð sem við öll munum
minnast. Þó að sú hefð sé ekki
lengur til staðar mun hún fylgja
okkur og börnunum um ókomna
tíð.
Blessuð sé minning um ein-
staka konu. Hún mun ætíð lifa í
hjarta okkar og eru það forrétt-
indi að börnin okkar hafi náð að
kynnast langömmu sinni jafn vel
og raun bar vitni. Hvíldu í friði
elsku amma og langamma.
Guðmundur Ingvi,
Magðalena og börn.
Margt sækir á hug-
ann við andlát elsku
frænku minnar og
föðursystur, Guð-
laugar Márusdóttur í Haganesi.
Hún sagðist hafa komið að mér
í beisli og bundnum við stein-
tröppurnar á Hvanneyrarbraut
32 á Siglufirði, þá líklega fjögurra
ára. „Af hverju bindið þið barnið
við tröppurnar?“ spurði hún og
fékk þau svör að ég væri ódæll í
meira lagi og sækti í að komast
burtu og þá helst niður að sjó sem
þótti ekki heppilegt.
„Ég tek hann með mér heim í
Guðlaug
Márusdóttir
✝ Guðlaug Márus-dóttir fæddist 5.
nóvember 1926. Hún
lést 19. nóvember
2020. Guðlaug var
jarðsungin 5. desem-
ber 2020.
Haganes,“ sagðist
hún hafa sagt við for-
eldra mína og það
sem Lauga frænka
ákvað, bæði þá og síð-
ar, stóð óhaggað.
Þessi ráðahagur tel
ég að hafi orðið mér
til mikillar gæfu því
næstu ár héldu mér
engin bönd, strax og
skóla lauk á vorin var
ég þotinn inn í Fljót (Haganes) og
var þar alla jafna fram yfir haust-
göngur. Þarna fékk ég mína eldsk-
írn, sem líklega hefur „sett á mann-
inn mark“ umfram flest annað.
Fátt var betra en að fá að atast við
bústörf auk þess að stunda fyrir-
drátt og dúntekju. Eiginmaður
Laugu, Jón Kort, harðduglegur
maður, var mér afar góður og
marga leiðbeiningu fékk ég hjá
honum sem hefur reynst vel í lífinu.
Á þessum árum bjó einnig hjá
þeim föðursystir mín Sólveig með
börnin sín og Jórunn móðir Konna
ásamt Márusi afa mínum, þá orð-
inn blindur, sem ég var mjög
hændur að.
Það var því marga munna að
seðja auk þess sem gestagangur
var umtalsverður því Landsíma-
stöðin í V- Fljótum var í Haganesi.
Það var því í mörg horn að líta hjá
þessari dugnaðarfrænku minni
enda hafði hún ráð við flestu. Mér
er til dæmis í fersku minni bar-
áttan við lúsina, en þá „óværu“
flutti ég með mér úr sundkennslu
á Sólgörðum eitt vorið. Úrræði
eins og greiður, kambar og lús-
aduft máttu sín einskis í baráttu
við lúsina og þá var það að frænka
greip til „þrautavara“leiðarinnar
og sauð allan minn fatnað í þvotta-
potti í margar klukkustundir og
það dugði. Á þessum árum end-
urnýjuðu þau Konni og Lauga
húsakost, auk þess sem hann
starfaði bæði fyrir Rafveitur og
Landsímann. Þá sótti Lauga vinnu
t.d. til Siglufjarðar þegar síldar-
söltun var í gangi. Margt er mér
minnisstætt um þessa kæru
frænku mína. Það var stundum
eins og hún hefði „sagnaranda“.
Eitt sinn hringdi hún til mín þegar
ég bjástraði við búskap í Eyjafirði
og spurði hvort rétt væri að ég ætti
enga snúningsvél? Ég varð að við-
urkenna að svo væri. Ekki leið
langur tími þar til hún hringdi aft-
ur og að nú skyldi ég fara inn í
Véladeild KEA og tala þar við til-
tekinn mann, sem myndi afhenda
mér nýja snúningvél, sem mér
tókst að endurgreiða um haustið.
Svona var Lauga frænka mín.
Mörgu fleiru gæti ég bætt við kær-
leik hennar í minn garð fyrr og síð-
ar. Minnist sérstaklega þess er
hún eitt sinn bauð til messu í
Barðskirkju.
Við gengum tvö sem leið lá upp
Flóann. Ég var hugfanginn af söng
frænku. Á eftir var kirkjukaffi.
Svo leiddumst við hönd í hönd sem
leið lá niður í Langhús. Á miðri leið
þaðan, við Vörðuna, settumst við
niður, spjölluðum og virtum fyrir
okkur eitt fegursta sköpunarverk
Guðs, Fljótin, í allri sinni tign og
fegurð. Innilegar þakkir kæra
frænka mín.
Jónas Hallgrímsson.
✝ Valgeir ÞórÓlason fæddist
11. september 1983
í Reykjavík. Hann
lést á heimili sínu
27. desember 2020.
Valgeir var son-
ur hjónanna Jó-
hönnu Jónas-
dóttur, fædd 8.
nóvember 1959, og
Óla Jóhanns Krist-
jánssonar, fæddur
14. október 1957. Valgeir Þór
var annar í röð fjögurra systk-
ina, hin eru Jónas Pétur Ólason,
f. 1981, Baldur Freyr Ólason, f.
1989, og Helga Sif
Óladóttir, f. 1991.
Valgeir Þór kvænt-
ist 20. janúar 2018
Kristnýju Maríu
Hilmarsdóttur, f. 7.
apríl 1993. Börn
Valgeirs Þórs og
Kristnýjar Maríu
eru Hilmar Óli Val-
geirsson, f. 2. októ-
ber 2011, Emilía
Mist, f. 28. maí
2015, og Logi Þór, f. 20. október
2017.
Útförin fer fram 7. janúar
2021.
Árið 2020 hefur í alla staði verið
mjög óraunverulegt, eins og í vís-
indaskáldsögu. Að morgni dags 27.
desember fengum við símtal frá
syni okkar, þar sem hann greindi
okkur frá því að Valgeir hefði dáið
um nóttina. Enn einn óraunveru-
leikinn, hvernig gat þetta gerst?
Enn óraunverulegra er það nú,
að við amman og afinn setjumst
niður til að minnast elsku barna-
barnsins okkar. Einhvern veginn
allt í rangri röð.
Valgeir var yndislegur dreng-
ur, síkátur, hlýr, fullur orku, hug-
myndaríkur, listfengur og hjálp-
samur. Alltaf gott að fá frá honum
stórt knús og heyra hans dillandi
hlátur.
Í matarboðum var aðstoð Val-
geirs oft þegin við lokafrágang
sósunnar.
Eiginkona þín, hún Kristný
María, og þrjú yndisleg börn, þau
Hilmar Óli, Emilía Mist og Logi
Þór, syrgja nú föður sinn. Við vott-
um þeim innilega samúð og óskum
þeim huggunar.
Fallegar minningar um þig, Val-
geir Þór, munu lifa í huga okkar alla
tíð og þökkum fyrir þann tíma sem
við fengum notið með þér.
Við minnumst þín með eftirfar-
andi ljóði, höfundur er óþekktur.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
Amma Valgerður
og afi Baldur.
Elsku Valgeir.
Það er svo ótrúlega óraunveru-
legt að þú sért ekki meðal okkar
lengur, ég klíp mig hvern dag til að
vakna af þessum sára draumi, en
það gerist bara ekki, veruleikinn
blasir við. Minningarnar streyma,
sú fyrsta er ég sá þig fyrst, stund
sem ég aldrei mun gleyma.
Hversu smár og fallegur mér
fannst þú og um leið tilkomumikill
með mikinn svartan hárbrúsk á
miðju höfðinu. Ég hlakkaði alltaf
mest til að koma heim úr skólan-
um, þegar þið bræður voruð í pöss-
un hjá ömmu, þá var fjör, það var
aldrei lognmolla í kringum þig. Þú
kallaðir mig alltaf frænku og mér
þótti það alla tíð svo notalegt og þú
sagðir brosandi: „Hvað segir þú
GOTT, frænka mín“ og ég fékk
stórt og þétt knús. Þú sagðir aldrei
hvað segir þú, frænka mín, heldur
alltaf: „Hvað segir þú GOTT“ og
það var gott. Þú varst svo óvenju
listfengur, þú gast smíðað falleg-
ustu muni og nytsamlega úr því
sem flestir hefðu ekki komið auga
á nokkurt notagildi í, þú hafðir
næmt auga og barst skynbragð á
hvað úr mætti verða. Þú varst
snilldarkokkur og þú lyftir grett-
istaki í að sjá þér og þínum far-
borða með því einmitt að skapa og
byggja upp á þann hátt sem þú
einn hafðir lag á. Þín verður sárt
saknað, elsku drengurinn minn, þú
lifir enn í fallegu börnunum þínum.
Hvíl í friði.
Þín frænka,
Valgerður F. Baldursdóttir.
Valgeir Þór Ólason
Kær æskuvin-
kona mín, Guðrún
Erlendsdóttir, er
fallin frá. Síminn hringdi frá Ís-
landi 17. desember og mér bárust
þessar sorgarfréttir.
Elsku Gudda mín, það er svo
sárt til þess að hugsa að ég fái ekki
að sjá þig aftur eða tala við þig í
símann. Við töluðum síðast saman
3. desember.
Mér brá mikið og varð mjög
snortin þann 21. desember þegar
pósturinn kom með pakka frá Ís-
landi. Pakkinn var frá Guddu. Það
var KEA-hangikjöt, jólakort og
bók í jólagjöf.
Hún hafði sent pakkann þann
sjöunda. Ég vissi að hún var ekki
frísk, og það var vetrarkuldi, en
það hindraði hana ekki í að vilja
gleðja æskuvinkonu sína í Dan-
mörku.
Þrátt fyrir mörg áföll og veik-
indi var hún svo viljasterk og dug-
leg, svo seig og bar sig vel, hugsaði
líka svo vel um Hilmi sinn í veik-
indum hans. Hún var ótrúlega
kraftmikil og sterk kona.
Ég veit að hún og systur henn-
ar Sollý og Lovísa voru mjög nán-
ar, þær sjá nú á eftir elskulegri
systur.
Gudda var hlý, trygg og
skemmtileg og svo var afskaplega
gaman að hlæja með henni. Hún
var mér og minni fjölskyldu alla
tíð svo góð. Hún prjónaði íslensk-
ar lopapeysur á okkur fyrir ca. 30
árum. Við Gísli og Guðjón Emil
eigum þær enn og notum oft, og
það er uppáhaldsflík Guðjóns, eins
og hann hefur sagt Guddu.
Gudda og Hilmir voru einstak-
lega gestrisin og tóku á móti okk-
ur Gísla, börnum og barnabörnum
margoft, bæði í mat og gistingu.
Það var alltaf gott að borða og
góðar veitingar. Minn uppáhalds-
desert var Cherry Triffle hennar
Guðrún
Erlendsdóttir
✝ Guðrún Er-lendsdóttir
fæddist 23. nóv-
ember 1949. Hún
varð bráðkvödd 16.
desember 2020.
Útför Guðrúnar
fór fram 30. desem-
ber 2020.
Guddu. Og svo fór-
um við fjögur stund-
um í bíltúr, út í sveit
og höfðum nesti með
og nutum samveru
og vináttu.
Við Gísli áttum
margar skemmti-
legar stundir með
Guddu, Hilmi,
Helgu og Kjartani
heima á Akureyri.
Þá var mikið
hlegið og gert að gamni sínu. Og
nú eru þær báðar farnar Helga og
Gudda. Sakna þeirra.
Við vorum margar vinkonurn-
ar frá æskuárunum sem hafa
haldið hópinn. Ég fluttist til Dan-
merkur og Auður til Noregs, en
Fanný, Halla, Magga og Helga
Heimis eru búsettar í Reykjavík.
Ég tel mig svo ríka að eiga þær að
í lífi mínu, og nú höfum við allar
þörf fyrir styrk hver frá annarri,
minnast og þakka Guddu fyrir
allt.
Já, minningarnar eru margar
og dýrmætar, við Gudda vorum
alltaf svo glaðar þegar við hitt-
umst.
Elsku Hilmir, Helga, Högni,
Óli, tengdabörn, barnabörn,
systkini og fjölskyldur. Við Gísli
vottum ykkur innilega samúð.
Nú kveð ég þig, kæra vinkona
mín, góða ferð í heim ljóss og frið-
ar, skilaðu kveðju til Helgu, við
hittumst síðar. Guð geymi þig.
Í dag kom þröstur á glugga minn
og gettu hvað vildi hann mér?
Hann mætti þar til að minna á
að muna ég skyldi eftir þér.
Hann bauð mér að færa þérlárviðarlauf,
það lauf ég í hugskoti finn.
Ég vona að þér kær verði koman hans,
hann kvakar við gluggann þinn.
Hann svífur að norðan á suðlæga strönd,
þar svipast hann um eftir þér.
Hann ætlar að fljúga þá óraleið
með afmæliskveðju frá mér.
Þá vona ég einnig hann syngi þér söng
um sólbros og himneska þrá,
því aldrei má gleymast það ljúfa lag
sem lyftir oss duftinu frá.
(Hugrún)
Gunnlaug Hanna
Ragnarsdóttir, Danmörku.
Ástkær dóttir okkar, systir, mágkona
og frænka,
MARGRÉT LOFTSDÓTTIR
myndlistarkona,
lést 28. desember.
Útför fer fram í Grafarvogskirkju
föstudaginn 15. janúar klukkan 15. Þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Pieta-samtökin. Útförinni verður streymt á
Facebook: Útför Margrétar Loftsdóttur.
Loftur Ólafur Leifsson Júlíana Hauksdóttir
Brynjar Loftsson Kristrún Kristjánsdóttir
Ólöf Ylfa Loftsdóttir
Birta Karen Brynjarsdóttir
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, vináttu og hlýhug við andlát og
útför okkar ástkæru móður, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
VALGERÐAR EINARSDÓTTUR,
Gæju,
sem lést miðvikudaginn 9. desember 2020.
Sérstakar þakkir og hlýhug sendum við yndislegu starfsfólki
Mánateigs á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík fyrir
ómetanlega umönnun og hlýju í garð Valgerðar, allan þann tíma
sem hún dvaldi þar.
Bára Jensdóttir
Einar Valdimar Arnarsson Helen Everett
Ingibjörg Þóra Arnarsdóttir Jón Sigurðsson
Soffía Helga Magnúsdóttir Sigurður Stefánsson
Gunnfríður Magnúsdóttir Sophus Magnússon
Sigríður Rósa Magnúsdóttir Richard Hansen
Örn Guðmundsson Hafdís Valdimarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn