Morgunblaðið - 07.01.2021, Blaðsíða 49
Kælismiðjan Frost leitar að öflugum fjármálastjóra til að sinna daglegum fjármálum og
rekstri fyrirtækisins ásamt því að bera ábyrgð á gæða- og mannauðsmálum. Um nýtt
starf er að ræða og mun fjármálastjóri taka virkan þátt í þróun þess. Fjármálastjóri mun
hafa starfsstöð á Akureyri.
Starfið er umfangsmikið og krefjandi en fjármálastjóri ber meðal annars ábyrgð á
daglegri fjárstýringu, áætlanagerð og uppgjörum. Hann sér um skýrslugjöf, miðlun
stjórnendaupplýsinga, samskipti við fjármálastofnanir og viðskiptavini, innlenda sem
erlenda. Gæða- og mannauðsmál heyra einnig undir fjármálastjóra.
FJÁRMÁLASTJÓRI
Hæfnikröfur og eiginleikar:
• Háskólapróf sem nýtist í starfi
• Þekking og reynsla af rekstri
• Mikil alhliða fjármálaþekking
• Mikil greiningarhæfni og framsýni
• Leiðtogahæfni og víðtæk stjórnunarreynsla
• Framúrskarandi samskiptahæfni
• Þekking á gæðamálum
• Reynsla og áhugi á mannauðsmálum
• Góð enskukunnátta
• Traust og áreiðanleiki
Kælismiðjan Frost hefur verið í fararbroddi
í uppbyggingu og þjónustu kælikerfa allt
aftur frá árinu 1993. Fyrirtækið er stærsta
fyrirtæki sinnar tegundar á landinu með
starfsstöðvar á Akureyri, í Garðabæ,
á Selfossi og í Danmörku. Verkefni
fyrirtækisins eru bæði hér á landi og
erlendis. Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega 60
manns. Sjá nánar á www.frost.is.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og
kynningarbréf sem greinir frá ástæðu
umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni
í starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 10.
janúar 2021. Umsókn óskast fyllt út á
hagvangur.is.
Upplýsingar um starfið veita Katrín
S. Óladóttir, katrin@hagvangur.is
og Stefanía Hildur Ásmundsdóttir,
stefania@hagvangur.is.