Morgunblaðið - 07.01.2021, Page 60
60 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2021
NBA-deildin
Brooklyn – Utah ................................. 130:96
Memphis – LA Lakers......................... 92:94
Denver – Minnesota ......................... 123:116
LA Clippers – San Antonio.............. 113:116
Portland – Chicago........................... 108:111
Viðureign Þýskalands og Íslands í
fyrstu umferð undankeppni heims-
meistaramóts karla í knattspyrnu
sem fram fer 25. mars verður leikin
í Duisburg á Schauinsland-Reisen-
leikvanginum. Hann rúmar ríflega
31 þúsund áhorfendur en þar var
m.a. leikið í átta liða úrslitum Evr-
ópudeildarinnar í sumar.
Leikurinn verður sögulegur fyrir
íslenska landsliðið því þetta verður
500. A-landsleikur karla frá upp-
hafi, allt frá því Ísland tók á móti
Danmörku á Melavellinum í fyrsta
leik sínum árið 1946.
Leikur númer
500 í Duisburg
Morgunblaðið/Eggert
500 Næsti leikur Íslands er gegn
Þýskalandi í Duisburg.
Marcus Rashford, sóknarmaður
Manchester United, er verðmætasti
knattspyrnumaður Evrópu um þess-
ar mundir. CIS Football Observa-
tory reiknar út verðgildi leikmanna
og birtir reglulega lista yfir þá verð-
mætustu en þar eru reiknaðir með
þættir eins og aldur og lengd samn-
inga. Rashford er metinn á rúmar
150 milljónir punda og er um þrett-
án milljónum ofar en tveir næstu
menn sem eru Erling Haaland,
norska ungstirnið hjá Dortmund, og
Trent Alexander-Arnold, hægri bak-
vörður Liverpool.
Rashford er sá
verðmætasti
AFP
150 milljónir Marcus Rashford er
efstur á verðmætalistanum.
hætta með Djurgården. Mér var
boðinn áframhaldandi samningur en
fannst þetta vera orðið gott eftir að
hafa spilað með liðinu í mjög langan
tíma. Ég setti mér það markmið að
komast aftur í liðið eftir að hafa
eignast tvíburana snemma á árinu
2020. Ég náði því og geng stolt frá
borði. Ég er hrikalega stolt af því
sem ég gerði í ár og mér finnst ég
hafa sannað að það sé hægt að spila
á hæsta getustigi þrátt fyrir barns-
burð sem er frekar óvanalegt hér í
Svíþjóð. Mér líkar ótrúlega vel að
búa í Stokkhólmi en það var mjög
erfitt að fá fótboltann og fjölskyldu-
lífið að smella saman þar,“ sagði
Guðbjörg.
Mikil hjálp með tvíburana
Hún kannast vel við sig í Noregi
eftir að hafa leikið þar á árunum
2013 til 2015, eitt ár með Avaldsnes
og síðan tvö meistaraár með Lille-
ström. Seinna árið var hún kjörin
besti markvörður norsku úrvals-
deildarinnar.
„Umboðsmaðurinn minn kom upp
með þann möguleika að fara til
Arna-Björnar. Félagið vildi allt fyrir
okkur gera og er fyrsta félagið sem
ég hef komist í samband við sem er
svo opið og skilningsríkt yfir því að
við eigum tvö lítil börn sem fylgja
með. Við fáum mikla hjálp með tví-
burana þannig að ég sé fram á að
geta einbeitt mér miklu betur að fót-
boltanum en ég hefði getað hjá
Djurgården.
Þegar ég bar saman möguleikana
sem við höfðum þá var þetta í raun-
inni eina félagið sem ég sá fyrir mér
að geta spilað með af fullum krafti
þrátt fyrir frekar mikið ströggl
heima með svefn og annað. Æfingar
liðsins eru allar á daginn nema ein
og það hjálpar mjög mikið,“ sagði
Guðbjörg.
Hjálpa liðinu í toppbaráttu
Markmiðin, auk þess að komast
aftur í landsliðið, eru tiltölulega ein-
föld hjá markverðinum sem lék síð-
ast fyrir Íslands hönd gegn Finnum
í júní 2019, sinn 64. landsleik.
„Ég er ekki enn farin að hugsa
um neina markmiðssetningu aðra en
þá að halda áfram því sem ég var að
gera hjá Djurgården. Ég var komin
í mjög gott stand þarna í lokin á
tímabilinu og fékk að spila mik-
ilvæga leiki sem héldu liðinu uppi.
Arna-Björnar hefur metnað til að
koma sér aftur á toppinn í norsku
úrvalsdeildinni og ég vona svo sann-
arlega að ég geti hjálpað til við það.“
Sleppum við sóttkví í Noregi
Fjölskyldan er enn í Stokkhólmi
en Guðbjörg segir að stefnt sé að því
að flytja til Bergen í næstu viku.
„Þetta er mikið púsluspil og við
erum núna að reyna að pakka sam-
an því helsta áður en við förum til
Noregs. Við ætlum samt að halda
íbúðinni okkar sem við eigum í
Stokkhólmi, við náum aldrei að
tæma hana á svona stuttum tíma.
Svo er þetta allt flóknara út af kór-
ónuveirunni. Þetta var ekki eins og
áður þegar maður pakkaði bara
saman í nokkrar töskur og fór. Við
erum „sem betur fer“ búin að fá Co-
vid-19 þannig við sleppum alla vega
við sóttkví sem gerir þetta örlítið
einfaldara og við getum þá alla vega
farið að æfa strax og við komum á
staðinn,“ sagði Guðbjörg Gunn-
arsdóttir.
Þar með verða í það minnsta tvö
„Íslendingalið“ í norsku úrvalsdeild-
inni á árinu 2021. Ingibjörg Sigurð-
ardóttir leikur áfram með meist-
urum Vålerenga, sem hafa einnig
krækt í hina 17 ára gömlu Amöndu
Andradóttur frá Nordsjælland í
Danmörku.
Ætlar sér í mark lands-
liðsins á nýjan leik
Guðbjörg Gunnarsdóttir aftur til Noregs eftir að hafa samið við Arna-Björnar
Morgunblaðið/Golli
Reynsla Guðbjörg Gunnarsdóttir er næstleikjahæsti landsliðsmarkvörður
Íslands og hefur leikið í þremur lokakeppnum EM með íslenska liðinu.
NOREGUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur sett
stefnuna á að leika með íslenska
landsliðinu á nýjan leik eftir tveggja
ára fjarveru en í kjölfar þess að hún
og sambýliskona hennar Mia Jalke-
rud sömdu báðar í gær við Arna-
Björnar frá Bergen í Noregi til
tveggja ára er hún tilbúin í slaginn
um landsliðssæti fyrir lokakeppni
EM á næsta ári.
„Þeir sem þekkja mig vita að ég
geri allt hundrað prósent. Ef ég spila
á því getustigi sem ég spilaði á undir
lokin með Djurgården og í sterkri
deild í Evrópu finnst mér eðlilegt að
fá kallið aftur. Ég trúi alltaf að mað-
ur fái það sem maður eigi skilið og að
þeir bestu eigi að spila. Út frá því sé
ég ekkert sem ætti að standa í vegi
fyrir því að ég spili aftur með lands-
liðinu.
EM 2022 hefur að sjálfsögðu spilað
mikið inní og hefur verið mikil hvatn-
ing fyrir mig á leið minni til baka inn
á völlinn eftir að ég eignaðist tví-
burana. Ég er hrikalega stolt af
stelpunum og hlakka gríðarlega til
áframhaldsins,“ sagði Guðbjörg við
Morgunblaðið eftir undirskriftina í
gær.
Ég er hrikalega stolt
Hún sagði að aðdragandinn að fé-
lagaskiptunum hefði ekki verið lang-
ur og þær Mia hefðu ekki verið farn-
ar að leggja drög að framhaldinu
þegar keppni lauk í sænsku úrvals-
deildinni um miðjan nóvember. Guð-
björg lék þar fimmta árið í röð með
Djurgården og níunda samtals en
spilaði aðeins þrjá síðustu leikina á
tímabilinu eftir að hafa eignast Willi-
am og Oliviu snemma árs. Mia spilaði
ekkert árið 2020 þar sem samningur
hennar rann út í árslok 2019. Hún
var markahæsti leikmaður liðsins
það ár, sem og mörg önnur tímabil.
„Ég tók ákvörðun eftir tímabilið að
Erlingur Richardsson og lærisvein-
ar hans í hollenska karlalandsliðinu í
handknattleik fengu skell á heimavelli
í gær þegar þeir tóku á móti Slóvenum
í undankeppni EM. Spennandi leikur
virtist þó í uppsiglingu því Hollend-
ingar voru yfir lengi vel í fyrri hálfleik
og marki yfir að honum loknum, 15:14.
Slóvenar tóku hinsvegar völdin strax í
byrjun síðari hálfleiks, völtuðu yfir
heimamenn og unnu að lokum með
ellefu marka mun, 34:23. Var þetta
fyrsti leikur Slóvena í riðlinum en Hol-
lendingar höfðu áður sigrað Tyrki með
eins marks mun.
Knattspyrnumaðurinn Oliver Heið-
arsson hefur samið við FH-inga en
hann kemur til Hafnarfjarðarliðsins frá
Þrótti í Reykjavík. Oliver er 19 ára
gamall og skoraði fjögur mörk í nítján
leikjum Þróttar í 1. deildinni á síðasta
ári. Faðir hans, Heiðar Helguson, var
atvinnu- og landsliðsmaður um árabil
og lék einnig með Þrótti um skeið.
Bandaríkin sigruðu Kanada 2:0 í úr-
slitaleik heimsmeistaramóts U20 ára
landsliða í íshokkí í fyrrinótt en leikið
var í Edmonton í Kanada. Trevor Zeg-
ras var í aðalhlutverki en hann skoraði
annað markið og lagði hitt upp. Þetta
er fimmti heimsmeistaratitill Banda-
ríkjanna í þessum aldursflokki.
Írinn Mick McCarthy var í gær rek-
inn úr starfi sem knattspyrnustjóri
APOEL á Kýpur en hann hafði aðeins
stýrt liðinu í tvo mánuði. McCarthy,
sem áður var stjóri ensku liðanna Ips-
wich, Wolves, Sunderland og Millwall
ásamt því að þjálfa írska landsliðið,
var fjórtándi stjóri APOEL á aðeins
fimm árum.
Hollenski knattspyrnumarkvörð-
urinn Guy Smit hefur samið við Leikn-
ismenn í Breiðholti um að leika með
þeim í úrvalsdeildinni í ár. Smit, sem
er 24 ára, kom til Leiknis frá FC
Eindhoven fyrir síðasta tímabil og lék
nítján af tuttugu leikjum liðsins í 1.
deildinni.
Tékkneska karlalandsliðið í hand-
knattleik var sent heim frá Færeyjum
í gær eftir að kórónuveirusmit
greindust í hópi þess en Tékkar áttu
að mæta Færeyingum í undankeppni
EM í Þórshöfn í gærkvöld. Leiknum
var frestað og sama verður vænt-
anlega gert með seinni leik þjóðanna
sem átti að fara fram í Tékklandi um
helgina. Tékkar eiga að mæta Svíum í
fyrsta leik sínum á HM í Egyptalandi
14. janúar.
Króatinn Slaven Bi-
lic, sem rekinn var úr
starfi knattspyrnu-
stjóra enska félagsins
WBA rétt fyrir jól,
var ekki lengi at-
vinnulaus. Hann
hefur verið ráðinn
stjóri Beijing Guo-
an sem hafnaði í
þriðja sæti kín-
versku úrvals-
deildarinnar á
síðasta ári.
Eitt
ogannað
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir,
landsliðskonan unga úr Íslands-
meistaraliði Breiðabliks, mun
skrifa undir samning við þýska
stórveldið Bayern München á
næstu dögum, samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins.
Þar með verður hún annar ís-
lenski leikmaðurinn til að spila
með kvennaliði félagsins en Dagný
Brynjarsdóttir varð þýskur meist-
ari með Bayern árið 2015.
Þá lék Ásgeir Sigurvinsson með
karlaliði Bayern keppnistímabilið
1981-82 og þeir Andri Sigþórsson
og Stefán Logi Magnússon voru í
röðum félagsins á sínum tíma án
þess þó að ná að leika með aðallið-
inu.
Bayern varð þýskur meistari í
þriðja sinn árið 2016 en hefur mátt
sjá á eftir titlinum til Wolfsburg
undanfarin fjögur ár. Nú virðist
dæmið hins vegar vera að snúast
við því Bayern er með fimm stiga
forskot á Wolfsburg á toppi deild-
arinnar þegar keppnin er rúmlega
hálfnuð.
Karólína Lea er aðeins 19 ára
gömul en hefur þegar orðið tvisvar
Íslandsmeistari og einu sinni bik-
armeistari með Breiðabliki. Hún
hefur leikið 78 leiki í úrvalsdeild-
inni með Breiðabliki og FH og
skorað ellefu mörk, og þá lék hún
fjóra fyrstu A-landsleiki sína á
árinu 2020, þar sem hún vakti tals-
verða athygli fyrir frammistöðu
sína.
Semur við Bayern á næstu dögum
Morgunblaðið/Eggert
Þýskaland Karólína Lea Vilhjálms-
dóttir er á leiðinni til München.