Morgunblaðið - 07.01.2021, Page 65

Morgunblaðið - 07.01.2021, Page 65
Hrafnkell Sigurðsson Við gerð vídeóverkanna á sýningunni Fæðingu guðanna í Ásmundarsal fékk Hrafnkell náttúruöflin í lið með sér við sköpunina með áhrifaríkum hætti. Unndór Egill Jónsson Verkin á sýningu Unndórs, CUL-DE- SAC, í Kling & Bang hrífa gesti; sérstök samstilling vélvæddra og haganlega smíðaðra skúlptúra sem sumir eru húsgögn. Magnús Helgason Á sýningu Magnúsar sem er í Gerðarsafni, Shit hvað allt er gott, blómstra formfestan og leikgleðin sem einkenna verk hans, verk sem oft eru úr fundnum hlutum. Viviani og Giraud Listamennirnir Antoine Viviani og Pierre-Alain Giraud í sviðsmynd verksins metnaðarfulla, Solastalgia, í Listasafni Íslands. Verkið var á Listahátíð og fyrsta safnasýning hér í „gagnauknum veruleika“. Hrafnhildur Arnardóttir – Shoplifter Sýning Hrafnhildar, Chromo Sapiens, vakti verðskuldaða athygli á Feneyjatvíær- ingnum 2019. Hún var líka vinsæl í Listasafni Reykjavíkur. Kristinn E. Hrafnsson Á sýningunni Dægursveifla sem stendur yfir í Hverfisgalleríi eru áhrifamiklir skúlptúrar Kristins og myndverk byggð á bókarkápum – verk um bókmenntirnar sem áttavita í lífinu. Sirra og Selma Sirra Sigrún Sigurðardóttir og Selma Hregg- viðsdóttir unnu með athyglisverðum hætti með silfurberg á sýningunni Ljósvaka/Æther í BERG Contemporary. MENNING 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2021 www.danco.is Heildsöludreifing Mikið úrval af grænmetis- og veganvörum fyrir Veganúar Kynnið ykkur tilboð hjá söludeild okkar Veisluþjónustur Skólar • Mötuneyti Vefverslun fyrir fyrirtæki og verslanir á www.danco.is Erling Klingenberg Yfirlitssýning á verkum Erlings teygði sig yfir tvær hæðir í Marshall-húsinu; var sú fyrsta sem sett er upp bæði í Nýlistasafninu og Kling & Bang. Og stóð vel undir því.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.