Morgunblaðið - 11.01.2021, Side 1

Morgunblaðið - 11.01.2021, Side 1
M Á N U D A G U R 1 1. J A N Ú A R 2 0 2 1 Stofnað 1913  8. tölublað  109. árgangur  TILFINNINGAR OG TÓNLIST EINS OG VATN FRÁBÆR ÁRANGUR NÁÐST VERÐUR MIKIL RIMMA Á FIMMTUDAG ÍSLENSKIR HESTAR EFTIRSÓTTIR 10 SIGUR Á PORTÚGAL 26-27SALÓME KATRÍN 29 Rætt við fleiri en Pfizer  Tilraunaverkefni um hjarðónæmi eru nú rædd við fleiri bóluefnaframleiðendur  Forsætisráðherra segir enn að þorri þjóðarinnar verði bólusettur fyrir mitt ár ráðast í vikunni hvort þær beri árangur. Eins og áður hefur komið fram er um að ræða verkefni þar sem kannað er hvort hægt sé að ná svokölluðu hjarðónæmi hjá heilli þjóð. Bólusetning ætti ekki að taka nema eina til tvær vikur. Markmið verkefnisins væri að fá upplýsingar sem gætu nýst við bólusetningu annars staðar í heiminum. Greint var frá því í gær að Ísrael- ar hefðu samþykkt að taka þátt í til- raunaverkefni á vegum Pfizer. Ekki er þó talið líklegt að samkomulag um það verkefni hafi áhrif á við- ræður Íslands. Að því er Morgun- blaðið kemst næst er tilraunaverk- efni Ísraels af öðrum toga. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra segist í viðtali enn vænta þess að stór hluti Íslendinga verði bólu- settur fyrir mitt ár. Eðlilega finnist fólki óvissan erfið en hún bætir við að umræðan í löndunum í kring sé keimlík þeirri sem á sér stað hér. Síbreytilegt umhverfi bóluefnafram- leiðslu þokist þó aðeins í jákvæða átt. Aron Þórður Albertsson Oddur Þórðarson Viðræður hafa átt sér stað við fleiri lyfjafyrirtæki um aðkomu að til- raunaverkefni þar sem um 60% full- orðinna hér á landi yrðu bólusett. Þetta herma heimildir Morgun- blaðsins. Viðræður við lyfjarisann Pfizer eru lengst komnar og mun MKatrín heldur sig við … »4 Sólin minnti á sig í vetrardýrðinni sem ríkti í höfuðborginni í gær. Fimbulkuldi og logn í bland við glitrandi sólskinið sköpuðu kjöraðstæður fyrir útiveru. Ljósmyndari Morgunblaðsins festi á filmu í gær þegar styttur í Öskjuhlíðinni virt- ust fagna því að sólin fer nú hækkandi á lofti og daginn tekur óðum að lengja. Það gera margir landsmenn eflaust líka nú þegar jólahátíðin er yfirstaðin og biðin eftir vorinu tekur við. Morgunblaðið/Íris Styttur bæjarins fagna rísandi sólu Jón Sigurðsson Nordal jonn@mbl.is Umdeildar smitrakningaraðferðir sem beitt var í kjölfar kórónuveiru- hópsmits, sem upp kom á barnum Irishman Pub í september í fyrra, eru tilefni umræðu um valdheimildir sóttvarnalæknis til öflunar persónu- upplýsinga. Þetta segir Hörður Helgi Helgason, lögmaður og fyrr- verandi settur forstjóri Persónu- verndar. Kortafærslur skoðaðar Þegar í ljós kom að margir við- skiptavinir barsins gætu hafa orðið útsettir fyrir smiti brugðu almanna- varnir og sóttvarnalæknir á það ráð að hafa uppi á gestum með upplýs- ingum um kortafærslur sem gerðar voru umrætt kvöld. Þannig fékk smitrakningarteymið símanúmer gesta og gat sent þeim boð í skimun með smáskilaboðum. Í grein sem Hörður Helgi skrifaði og birt hefur verið í Úlfljóti, tímariti laganema við Háskóla Íslands, segir hann smitrakningaraðferðir sem þessar geta skilið rekstraraðila eftir í „lagalegu tómarúmi“ ef lagaskylda er ekki nógu skýr. Hann bendir einnig á að upplýs- ingar um áfengisnotkun heyri til „viðkvæmra persónuupplýsinga“ í skilningi persónuverndarlaga. »14 Óskýrar heimildir yfirvalda  Aðferðir við smit- rakningu óæskilegar Morgunblaðið/Hari Greiðsla Kortaupplýsingar voru nýttar við smitrakninguna. Frá og með liðnum áramótum eru skimanir fyrir brjósta- og legháls- krabbameini ekki í höndum Krabba- meinsfélagsins heldur á forræði hins opinbera. Landspítalinn og Sjúkra- húsið á Akureyri munu annast skim- anirnar. Þá verða konur á aldrinum 40-69 ára ekki lengur boðaðar í skim- un heldur konur á aldrinum 50-74 ára. Í ljósi þessa hafa bæði Krabba- meinsfélagið og Kraftur, félag ungs fólks sem greinst hefur með krabba- mein og aðstandenda þeirra, lagt fram athugasemdir. Elín Sandra Skúladóttir formaður Krafts segir í samtali við Morgun- blaðið að forsvarsmenn félagsins hafi áhyggjur af þeim konum sem ekki lengur verða boðaðar í skimun fyrir brjóstakrabbameini. Hún segir að yngri konur fái gjarnan verra krabbamein og séu með minni lífs- líkur. Rökstuðningur skimunarráðs sé ekki fullnægjandi og segist hún heyra á sínum félagsmönnum að þeir séu áhyggjufullir og óttaslegnir. „Margar konur fá krabbamein 40 ára gamlar sem er á þannig stað að erfitt hefði verið fyrir þær sjálfar að taka sérstaklega eftir því. Í þannig tilfellum getur það verið gríðarlega alvarlegt að bíða í tíu ár,“ segir Elín. „Við viljum fá skýringar á því af hverju verið er að breyta þessu.“ Framkvæmdastjóri Krabbameins- félagsins segir að skýra verði betur fyrir fólki hvert hið nýja fyrirkomu- lag verði. »2 Morgunblaðið/Árni Sæberg Félagið Sér ekki lengur um skimun. Nú aðeins 50-74 ára í skimun  Gagnrýnt að konur á aldrinum 40-49 ára fái ekki lengur boð í brjóstaskimun  Opnað var fyrir tekjufallsstyrki á vef ríkisskattstjóra á föstudag og höfðu þegar í gær fjórir aðilar sótt um styrk, að sögn Snorra Olsen ríkisskattstjóra. Tugir hafa opnað umsóknir en safna þarf fullnægjandi gögnum til þess að hægt sé að sækja um styrk- inn, þar sem ströng skilyrði eru sett. Nokkurt álag hefur verið hjá ríkisskattstjóra vegna úrræðanna, sem koma til vegna takmarkana af völdum faraldursins, en þegar um- sókn hefur verið fyllt út má búast við að afgreiðsla hennar taki fjóra til fimm daga. »6 Fjórir hafa sótt um tekjufallsstyrk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.