Morgunblaðið - 11.01.2021, Side 12
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Það færist í vöxt að fyrirtæki nýti sér þjónustu
sérfræðinga í hlutastarfi til að sinna t.d. mann-
auðs- og fjármálum. Hjá fyrirtækinu Bókhald &
aðrar lausnir ehf. hefur sú þjónusta verið í boði
um alllangt skeið að bjóða félögum upp á fjár-
málastjóra til leigu og segir Jóhanna María Ein-
arsdóttir að það nýtist vel t.d. þegar stærri fyrir-
tæki vantar aukamannskap vegna fjarveru eða
veikinda, ellegar ef sinna þarf ýmsum afmörk-
uðum en sérhæfðum verkefnum sem falla til
bæði hjá smærri og stærri félögum. „Við veitum
m.a. aðstoð við áætlanagerð, getum sinnt mán-
aðarlegri uppfærslu fyrningartaflna og lána-
skjala og útbúum kynningargögn vegna láns-
umsókna og útboða.“
Jóhanna á og rekur Bókhald & aðrar lausnir
með Guðrúnu Ó. Axelsdóttur en fyrirtækið sinn-
ir m.a. bókhaldsþjónustu og kennslu auk þjón-
ustu við notendur bókhaldskerfisins Uniconta.
Fyrirtækið er nú til húsa í Hlíðarsmára en mun
flytja í Fjártækniklasann í mars. Að sögn Jó-
hönnu er ástandið í atvinnulífinu þannig í dag að
mörg fyrirtæki hefðu mikið gagn af aðstoð og
ráðgjöf fjármálastjóra. Kórónuveirufaraldurinn
hafi valdið miklu álagi á rekstur og fjárhag fyrir-
tækja og glíma sum við óvæntan og tímabundinn
kipp í tekjum á meðan önnur glíma við samdrátt
og taprekstur og þurfa að draga saman seglin:
„Núna skiptir öllu máli að vera með skýra
hugmynd um hvar reksturinn stendur og hvert
hann stefnir. Það gengur ekki, á svona umbrota-
tímum, að ætla einfaldlega að senda gögn til
bókarans eftir áramót og fá svo uppgjör í hend-
urnar í ágúst og þá fyrst byrja að taka ákvarð-
anir um breytingar. Í nútímarekstri, og alveg
sérstaklega á tímum eins og þessum, þarf að
vera hægt að koma auga á vandamálin án tafar.
Fjármálastjóri til leigu á að geta greint rekst-
urinn hratt og vel og bent stjórnendum á óþarfa
útgjöld eða tækifæri til úrbóta,“ útskýrir Jó-
hanna. „Þá þykir mörgum stjórnendum gagnlegt
að fá að borðinu manneskju með breiðari sýn
sem skoðar reksturinn með hlutlausum hætti og
með ferskum augum. Á það við um marga
stjórnendur og eigendur fyrirtækja að tilfinning-
arnar lita skoðun þeirra á eigin fyrirtækjum svo
það verður hægara sagt en gert að skoða allar
tölurnar í réttu ljósi, vanmeta ekki hætturnar og
ofmeta ekki tækifærin.“
Baunateljararnir hverfa
Því er spáð að á komandi árum og áratugum
muni starf bókarans og fjármálastjórans taka
miklum breytingum. Með aukinni sjálfvirkni og
notkun gervigreindar sjá tölvurnar um æ stærri
hluta af bókhalds- og greiningarvinnunni. Jó-
hanna segir tæknina þegar hafa gjörbreytt
starfsumhverfinu og þannig leggi fyrirtæki
hennar t.d. ríka áherslu á að nær öll vinna með
kvittanir og önnur skjöl fari fram rafrænt. „Það
heyrir sögunni til að viðskiptavinir þurfi að koma
með möppur fullar af gögnum til bókarans síns
og sparar bæði pappír og mikið óþarfa umstang.
Þess í stað berast gögnin rafrænt og sér hug-
búnaður um að koma öllum skjölum á réttan
stað.“
Þó að tölvurnar leysi af hendi æ meira af
vinnu bókara og fjármálastjóra segir Jóhanna að
þessar stéttir séu samt ekki í útrýmingarhættu.
Tæknin auki skilvirkni þeirra sem halda utan um
greiðslur og fjármál fyrirtækja og skapi um leið
tækifæri til að nálgast vinnuna með öðrum hætti.
Hún segir skeið baunateljarans vera að líða und-
ir lok, enda utanumhald reikninga að verða
meira og minna sjálfvirkt en um leið sé verið að
búa í haginn fyrir áhugaverða breytingu: „Upp-
lýsingatæknin auðveldar þessum stéttum að
bregðast við með forvirkum hætti frekar en að
bregðast við eftir á og koma t.d. jafnharðan auga
á áhættuþætti í rekstri fyrirtækja eða tækifæri
til hagræðingar.“
Þurfa að sjá vandamálin strax
Morgunblaðið/Eggert
Vissa „Núna skiptir öllu máli að vera með skýra hugmynd um hvar reksturinn stendur og hvert hann
stefnir.“ Guðrún Ó. Axelsdóttir og Jóhanna María Einarsdóttir, sérfræðingar í fjármálum fyrirtækja.
Kórónuveirufaraldurinn hefur valdið miklum röskunum hjá fjölda fyrirtækja og
brýnt að stjórnendur hafi góða innsýn í reksturinn svo þeir geti brugðist hratt við
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 2021
Fullkomið flatbrauð f
yrir öll tækifæri
11. janúar 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 126.94
Sterlingspund 172.57
Kanadadalur 100.02
Dönsk króna 20.909
Norsk króna 15.116
Sænsk króna 15.471
Svissn. franki 143.63
Japanskt jen 1.2219
SDR 183.43
Evra 155.5
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 186.4635
Hrávöruverð
Gull 1891.3 ($/únsa)
Ál 2008.0 ($/tonn) LME
Hráolía 54.56 ($/fatið) Brent
● Verð rafmyntarinnar bitcoin rauf
40.000 dala múrinn í lok síðustu viku
en lækkaði lítillega í framhaldinu og fór
niður í u.þ.b.
39.250 dali seint á
sunnudag. Á und-
anförnum fjórum
vikum hefur raf-
myntin meira en
tvöfaldast í verði
og liðlega fjórfald-
ast frá því í októ-
ber þegar verðið tók að hækka skarp-
lega.
Guardian fjallar um þessa þróun og
segir þrjár lykilástæður að baki styrk-
ingu bitcoin: umfjöllun fjölmiðla um
verðþróun bitcoin laði að spákaup-
menn, hefðbundnir fjárfestar séu farnir
að sýna þroskaðri rafmyntamarkaði
vaxandi áhuga og stórir aðilar á fjár-
málamarkaði líti á fjárfestingar í raf-
myntum sem leið til að verjast verð-
bólgu. Ganga sumir svo langt að segja
að bitcoin kunni senn að þjóna sama
hlutverki og gull sem verðmætageymir
(e. store of value) en á móti kemur að
miklar verðsveiflur undanfarinna vikna
og ára ættu að fæla fjárfesta frá og
enginn sem vill lenda í þeim sporum að
fjárfesta í bitcoin rétt áður en loftið
tæmist úr þeirri bólu sem virðist hafa
blásið út síðastliðinn ársfjórðung.
ai@mbl.is
Áfram hækkar bitcoin
STUTT
Hlutabréfaverð bandaríska rafbíla-
framleiðandans Tesla hækkaði um
5,6% á föstudag og er fyrirtækið því
núna metið á rösklega 800 milljarða
dala. Að sögn Reuters er Tesla
fimmta verðmætasta hlutafélag
Bandaríkjanna á eftir Apple, Micro-
soft, Amazon og Alphabet. Þá er
markaðsvirði Tesla hærra en sam-
anlagt virði bandarísku bílarisanna
General Motors, Ford og FCA, og
raunar er félagið verðmætara en tíu
stærstu bílaframleiðendur heims
samanlagt. Til samanburðar er
Toyota metið á um 213 milljarða dala
og Volkswagen AG tæplega 80 millj-
arða dala virði.
Elon Musk, stofandi Tesla, á um
21% hlut í félaginu og eru auðæfi
hans nú metin á nærri 190 milljarða
dala og hann því ríkasti maður
heims. Á milljarðamæringalista
Forbes hafnar Jeff Bezos í öðru sæti
með 185 milljarða dala. Næstir koma
Bernard Arnault og fjölskylda, Bill
Gates og Mark Zuckerberg.
Skiptar skoðanir eru um hvert
hlutabréfaverð Tesla mun stefna.
Sumir telja ballið rétt að byrja hjá
fyrirtækinu enda ljóst að rafbílar
njóta mikils meðbyrs um allan heim
og að Tesla hefur verulegt forskot á
aðra framleiðendur á þeim markaði.
Meðal þeirra sem hafa efasemdir um
verðþróun Tesla er fjárfestirinn
Michael Burry sem varð frægur fyr-
ir að segja fyrir um bandarísku láns-
fjár- og bankakreppuna. Business
Insider hefur eftir honum að hann
reikni með að hlutabréfaverð Tesla
lækki með látum en sjálfur hefur
hann tekið skortstöðu í hlutabréfum
fyrirtækisins. ai@mbl.is
AFP
Uppgangur Tesla hefur verið á
mikilli siglingu að undanförnu.
Tesla yfir 800
milljarða markið
Verðmætara en
tíu stærstu bíla-
framleiðendur heims